Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 65 „Trúfrelsi“ „Málfrelsi“ (2018) „Trúfrelsi“ (2018) „Frelsi frá skorti“ (2018) „Frelsi frá ótta“ (2018) Í stefnuræði sinni árið 1941 lýsti Franklin D. Roose- velt forseti sýn sinni á „fjóra grunndvallarþætti frelsis mannsins“: málfrelsi, trúfrelsi, frelsi frá skorti og frelsi frá ótta. Tveimur árum síðar málaði Norman Rockwell röð olíumálverka sem sýndu grunnstoðir Roosevelts í fjórum tölublöðum The Saturday Evening Post í röð. Síðar voru þau notuð til að selja skuldabréf til að fjár- magna stríðið. Ég rakst á íkonískar myndir Rockwells af fjórum grunnstoðum frelsisins fyrir nokkrum árum og var furðu lostinn yfir fegurð myndanna og kraftinum í því hvernig þær sýndu klassísk bandarísk gildi fjölskyldu, trúar, frelsis og öryggis. Ég var einnig furðu lostinn yfir því sem vantaði: fjölbreytni uppruna og menningar í Bandaríkjunum. Svo virtist sem í sýn Rockwells og ef til vill Roosevelts væru þessi gildi frátekin fyrir engil- saxneska mótmælendur. Ætlast væri til að aðrir Bandaríkjamenn – indíánar, af suður- eða miðamer- ískum, asískum eða afrískum uppruna, kaþólikkar, gyðingar, múslimar, hinsegin fólk – nytu þessa frelsis bak við tjöldin, ef þeir nytu þeirra yfirhöfuð. Ég spurði sjálfan mig hvernig myndir Rockwells myndu líta út ef þær væru færðar til nútímans þannig að þær endur- spegluðu fjölbreyttari Bandaríki. Ég hef reynt að svara þessari spurningu með hjálp vinar míns, ljósmyndarans Emily Shur. Við endur- gerðum myndir Rockwells sem ljósmyndir bæði til að marka 75 ára afmæli upprunalegu verkanna og til að vekja athygli á þeim Bandaríkjum sem við trúum á – landi þar sem allir eiga fulltrúa og eru metnir að verð- leikum, óháð félagslegri stöðu, trú eða uppruna. Til að endurspegla þessa fjölbreytni bjuggum við til margar útgáfur af málverkum Rockwells með fólki úr öllum átt- um. Hér sjást aðeins fjórar myndir af 80 sem við gerð- um. Þróttmikil og fjölbreytt Bandaríki hafa sennilega ekki verið í meiri hættu frá því að Rockwell gerði málverkin heldur en árið 2018. Nú þurfum við frekar en nokkru sinni að hafa í huga að framfarir eru ferðalag og það eru stöðugt framkvæmdir á veginum. Hank Willis Thomas Hank Willis Thomas er bandarískur kons- eptlistamaður. Hann kannar skurðpunkt upp- runa, fjölmiðla og alþýðumenningar. Hann er meðstofnandi Í þágu frelsis, samtaka sem helguð eru notkun lista til að auka þátttöku almennings í samfélagsmálum í Bandaríkj- unum. Samtökin létu að sér kveða í 50 ríkjum í aðdraganda kosninganna í nóvember á þessu ári með því að halda sýningar, efna til borgarafunda og setja upp götuskilti til að ýta undir pólitíska umræðu. „Frelsi frá ótta“ Hank Willis Thomas og Emily Shur. Með leyfi For Freedoms „Frelsi frá skorti“ Hank Willis Thomas and Emily Shur. Með leyfi For Freedoms „Málfrelsi“ (2018)/Hank Willis Thomas and Emily Shur í samstarfi við For Freedoms/varanlegt ljósmyndaprent/©2018 Hank Willis Thomas and Emily Shur Hank Willis Thomas and Emily Shur. Með leyfi For Freedoms Hank Willis Thomas and Emily Shur. Með leyfi For Freedoms
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.