Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 66

Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 „Skuggar“ (2014) Þessi mynd eftir hollenska blaðaljósmyndarann Koen Wess- ing sýnir einhverja mestu sorg sem ég hef nokkurn tíma séð. Hún var tekin í Estelí í Níkaragva árið 1978 meðan á uppreisn- inni gegn stjórn Somoza stóð – á augnablikinu sem tveimur systrum var sagt frá andláti föður þeirra. Ljósmynd Wessings var upphafið að innsetningu minni „Skuggum“ frá 2014, öðrum hluta þríleiks þar sem ég rannsaka valdið og stjórnmál íkon- ískra ímynda. Þegar ég les í dag um innflytjendafjölskyldur sem eru rifnar í sundur minnist ég þessarar myndar. Þegar ég les um börn, sem tekin eru með valdi af mæðrum sínum, minnist ég þess- arar myndar. Þegar ég les um börn sem eru vistuð í búrum minnist ég þessarar myndar. Þegar ég les um mæður sem grátbiðja um að fá börnin sín aftur minnist ég þessarar myndar. Þegar ég var ungur maður lifði ég af einræði Augustos Pinochets herforingja í Síle. Síðar ferðaðist ég til Rúanda og varð vitni að hinum hrikalega eftirleik þjóðarmorðsins þar sem um ein milljón manna var myrt á 100 dögum árið 1994. Og þó getur ekkert gert mig ónæman fyrir grimmdinni, fyrir vægð- arleysi aðgerða stjórnar Trumps gegn saklausum börnum inn- flytjenda í Bandaríkjunum. Á þessum myrku tímum leita ég athvarfs í „Requiem“, ljóði rússneska skáldsins Önnu Akmatovu: Ég á mikið verk fyrir höndum í dag; ég þarf að slátra minningum, breyta lifandi sál minni í stein og kenna mér svo að lifa á ný. Alfredo Jaar Alfredo Jaar er listamaður fæddur í Síle. Í fjöl- breyttum verkum sínum tekur hann á málefnum á borð við félagslegt óréttlæti, ójafnrétti og félags- pólitíska sundrung. Í fyrri verkum sínum hefur hann meðal annars fjallað um þjóðarmorðið í Rúanda og innflytjendur í Bandaríkjunum. „Skuggar“ (2014)/Brot úr mynd/Alfredo Jaar. Upprunaleg mynd eftir Koen Wessing (1942-2011)/Estelí í Nicaragua í september 1978/©Koen Wessing/Ljósmyndasafn Hollands í Rotterdam. „Þung tuska“ (2018)/framsetning í Albertz Benda-galleríinu í New York/Brot úr verki/Zoe Buckman/©2018 Zoe Buckman. „Þung tuska“ (2018) 2018: Árið sem orðin „nauðgun“, „árás“ og „áreiti“ urðu óumflýjanleg, birtust nánast út um allt á netinu og í fjöl- miðlum um öll Bandaríkin. Árið sem nokkur höfuð fuku og líf margra lagt í rúst og árið sem margar sögur gleymdust of fljótt eða voru gerðar ótrúverðugar með of fantalegum hætti. Árið þegar of margir fylgdu hjörðinni. Ár tilrauna til að ná hefndum, misráðinna hefnda og engra hefnda. Árið þegar ekki var gert nóg til að fylgja hlutum eftir og aumk- unarverðs réttlætis. Árið sem konum var kennt að lítið hefði breyst og þær væru enn ekki öruggar. Árið sem orð- in „rannsókn FBI“ kölluðu á að fólk ranghvolfdi í sér aug- unum og fyndi fyrir þeirri lamandi tilfinningu að það hefði séð þetta allt áður. Árið sem ég varð jafnvel enn stoltari af svo mörgum okkar – og var jafn lítið hissa á gerðum svo margra til við- bótar. Árið sem ég lærði á ný verkfæri og var minnt á gömul verkfæri og gleymd. Ár kveikja og sára sem var unnið úr og Niu Wilson og Bretts Kavanaghs og velgju. Zoe Buckman Zoe Buckman er listamaður fæddur á Bretlandi sem vinnur í ýmsa miðla og leggur í verkum sínum áherslu á femínisma, jafnrétti og dauðleika. Með leyfi Zoe Buckman og Albertz Benda, New York/Ljósmynd eftir Casey Kelbaugh ÁRIÐ ENDURSPEGLAÐ Í LIST

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.