Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 74
Í tæplega fjórðungi sýninga ársins var kynferðislegt ofbeldi til umfjöllunar. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda aðeins rúmt ár síðan #metoo-byltingin skall hér á af fullum þunga og eðlilegt að leikhúsið endurspegli þær miklu samfélagshræringar. 74 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 ÍSLENSKUM VERKUM FÆKKAR MILLI ÁRA ÚR 70% Í 61% Sjálfstæða senan sterk SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 2003. Hún er BA í heimspeki og MA í bók- menntafræði frá Háskóla Íslands. Silja hefur víðtæka reynslu á sviði leiklistar og er annar tveggja leiklistargagnrýnenda Morgunblaðsins. Aðeins 30% þeirra leiksýninga sem settar voru upp á árinu byggðust á leiktextum einvörðungu eftir konur. Sú spurning vaknar eðlilega hvort leikhúsið geti endurspeglað samfélagið þegar hallar jafn bersýnilega á annað kynið í hópi höfunda. Eftir metár í framboði á íslenskum verkum á árinu 2017 fækkaði þeim nokkuð á árinu sem er að líða. Af þeim 33 leiksýningum, eftir 59 höf- unda, sem undirrituð sá frá desemberlokum í fyrra fram í miðjan desember í ár í Borgarleik- húsinu, Elliðaárdalnum, fyrrverandi húsnæði Læknavaktarinnar á Smáratorgi, Gaflaraleik- húsinu, Tjarnarbíói og Þjóðleikhúsinu voru 20 íslensk verk (samanborið við 25 í fyrra) eða tæp- lega 61% allra sýninga, samanborið við tæplega 70% í fyrra, 58% árið 2016 og 64% árið 2015. Af fyrrnefndum 20 verkum voru 15 ný íslensk leik- rit (samanborið við 21 í fyrra), fjórar leikgerðir og eitt eldra leikrit. Íslensku verkin voru í reynd örlítið fleiri, en hér er aðeins miðað við þau sem greinarhöfundur sá. Sé litið á erlendu verkin var í ár boðið upp á níu leikrit samin á þessari öld, þrjú frá síðustu öld og eitt klassískt verk. Jafnræði hjá sjálfstæðum hópum Á síðustu sex árum hefur rýnir reynt að sjá allar uppfærslur atvinnuleikhúsa og -leikhópa á höfuðborgarsvæðinu sem og þær gestasýningar utan af landi sem rata í bæinn. Fyrir forvitnis- sakir hefur undirrituð á umliðnum árum skoðað kynjaskiptinguna í hópi leikstjóra og leikskálda til að greina hvort og hvaða breytingar hafa þar orðið. Á síðustu fjórum árum hefur konum í hópi leikstjóra fjölgað jafnt og þétt. Árið 2015 var 34% leiksýninga leikstýrt af konum, hlut- fallið hækkaði upp í 42% árið 2016, upp í 47% í fyrra og 55% í ár. Þessarar stöðugu þróunar gætir ekki í hópi leikskálda. Árið 2015 byggðust aðeins 19% leik- sýninga á leiktextum einvörðungu eftir konur, hlutfallið stökk upp í 40% árið 2016, en hrapaði niður í 28% í fyrra og hækkar aðeins upp í 30% í ár. Í fyrra byggðust tæplega 17% leiksýning- anna (alls sex uppfærslur) á leiktextum eftir bæði kyn, en í ár er það hlutfall 9% (eða samtals þrjár uppfærslur). Hins vegar er kynjaskipt- ingin bæði þessi ár nær jöfn í blönduðum hópi höfunda. Sé hlutfall kynja í hópi leikstjóra og leik- skálda skoðað eftir sýningarstað má sjá að hjá sjálfstæðum leikhópum er hlutfall kynjanna hnífjafnt í hópi leikstjóra. Sama á við hjá Þjóð- leikhúsinu þegar samstarfsverkefnin eru talin með, en séu þau tekin út úr jöfnunni lækkar hlutfall kvenna í leikstjórnarstóli í 33% á móti 67% karla. Hjá Borgarleikhúsinu helst skipt- ingin í kringum 63% konur og 37% karlar í stóli leikstjóra hvort sem samstarfsverkefnin eru tal- in með eða ekki. Hjá sjálfstæðum leikhópum byggðist um helmingur leiksýninga á textum eftir karla, um 30% á textum kvenna og um 20% á textum eftir bæði kyn þar sem skiptingin var býsna jöfn. Hjá Þjóðleikhúsinu byggðust rúmlega 40% leiksýn- inga á textum eftir konur og um helmingur leik- sýninga á textum eftir karla, hvort sem sam- starfsverkefni voru talin með eða ekki. Hjá Borgarleikhúsinu byggðust 18% leiksýninga á textum eftir konur, en hlutfallið lækkaði niður í 12,5% þegar samstarfsverkefnin voru tekin út úr jöfnunni. Á móti byggðust 82% á textum eftir karla, sem hækkaði í 87,5% þegar litið var framhjá samstarfsverkefnum. Hverjum er gefin rödd? Eðlilega vaknar sú spurning hvort leikhúsið geti endurspeglað samfélagið þegar hallar jafn bersýnilega á annað kynið í hópi höfunda. Þessi spurning verður ekki síður aðkallandi þegar horft er til þess að óvenjuhátt hlutfall leiksýn- inga ársins sem senn er liðið, eða vel yfir þriðj- ungur sýninga, hafði ofbeldi í nánum sam- böndum sem umfjöllunarefni. Og í tæplega fjórðungi sýninga ársins var kynferðislegt ofbeldi til umfjöllunar. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda aðeins rúmt ár síðan #metoo- byltingin skall hér á af fullum þunga og eðlilegt að leikhúsið endurspegli þær miklu samfélags- hræringar. En í ljósi þess að reynsluheimur kynjanna er býsna frábrugðinn þegar kemur að kynferðisofbeldi hlýtur að teljast nokkurt áhyggjuefni hversu mjög hallar á konur í hópi leikskálda. Það er ábyrgðarhluti hvernig fjallað er um jafn vandmeðfarinn efnivið og leikhús- unum ber skylda til að skoða hverjum þau gefa rödd, eru það gerendur eða þolendur sem heyr- ast? Og af hverju þykir enn ásættanlegt að nota kynferðislegt ofbeldi sem skraut eða krydd í sýningum? Af djúpu innsæi Ahhh … Ástin er að halda jafnvægi. Nei fokk, Ástin er að detta eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur í leikstjórn Charlotte Bøving sem leikhópurinn RaTaTam setti upp í Tjarnarbíói er ein af eftirminnilegustu sýningum ársins, en þar var af djúpu innsæi fjallað um ofbeldi í nán- um samböndum. Lýsing Elísabetar á ástinni með allri sinni frygð og fegurð en stundum líka skuggahliðum á borð við þráhyggju, skömm og ofbeldi skilaði sér meistaralega í meðförum hugmyndaríks leikstjóra og fjölhæfs leikhóps. Hér var um meinfyndna, ögrandi og hjarta- styrkjandi sýningu að ræða. Á sama stað sýndi GRAL síðar á árinu Svart- lyng eftir Guðmund Brynjólfsson í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar sem innblásið var af baráttu leikstjórans við stjórnkerfið í leit að svörum við því hvers vegna dæmdur kynferðis- brotamaður fékk uppreist æru. Þar var á ferð- inni eftirtektarvert pólitískt ádeiluverk þar sem reynt var að fanga hvernig raunveruleikinn get- ur stundum orðið fáránlegri en skáldskapurinn. Hamingjan býr í litlu hlutunum Þegar litið er um öxl man undirrituð ekki eftir jafn döpru hausti í leikhúsunum og þetta árið, enda langt síðan hver sýningin á fætur annarri hefur ekki staðið undir væntingum um listræn gæði. Sem betur fer voru nokkrir ljósir punktar og má í því samhengi benda á frábæra upp- færslu Borgarleikhússins á Allt sem er frábært eftir Duncan Macmillan ásamt Jonny Donahoe í vandaðri leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Þar fékk Valur Freyr Einarsson kærkomið tæki- færi til að láta ljós sitt skína á sama tíma og miðlað var mikilvægum boðskap um að ham- ingjan býr í litlu hlutunum og lífið er ávallt þess virði að lifa því þó erfitt geti reynst að sjá fram- úr svartnættinu. Macmillan var einnig höfundur Fólks, staða og hluta í gjöfulli leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar sem Borgarleikhúsið setti upp í samvinnu við Vesturport og Þjóðleikhúsið í Osló. Þar fór Nína Dögg Filippusdóttir á kost- um í vandasömu hlutverki fíkils sem þráast við að fara í þá sjálfsskoðun og sjálfsvinnu sem nauðsynlegt er til að ná raunverulegum bata. Frásagnarlistin í fyrirrúmi Á umliðnum mánuðum hefur gróskan verið áberandi mikil hjá sjálfstæðu leikhópunum, en úr þeirra smiðju hafa margar af skemmtileg- ustu, kraftmestu og áhrifaríkustu sýningum ársins komið. Auk þeirra sýninga sjálfstæðu hópanna sem fyrr er getið má nefna yndislegu fjölskyldusýninguna Í skugga Sveins eftir Karl Ágúst Úlfsson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur sem Gaflaraleikhúsið frumsýndi snemma árs. Þar fékk frásagnarlistin að njóta sín til fulls undir hugvitsamlegri leikstjórn í einfaldri, en stílhreinni sjónrænni umgjörð. Önnur sýning Gaflaraleikhússins vakti verð- skuldaða athygli síðar á árinu, en þar var á ferð- inni ungmennasýningin Fyrsta skiptið í leik- stjórn Bjarkar Jakobsdóttur eftir Arnór Björnsson, Berglindi Öldu Ástþórsdóttur, Ingu Steinunni Henningsdóttur, Mikael Emil Kaaber og Óla Gunnar Gunnarsson sem jafn- framt fóru með öll hlutverk leiksins. Hér var á ferðinni bráðskemmtileg og oft og tíðum fróðleg sýning mikilla hæfileikakrakka sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Rúsínan í pylsuendanum var síðan Kvenfólk eftir Eirík G. Stephensen og Hjörleif Hjartar- son, sem skipa hljómsveitina Hund í óskilum, í leikstjórn hæfileikakonunnar Ágústu Skúla- dóttur sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi seinni hluta árs 2017, en rataði fyrst suður á svið Borgarleikhússins rúmu ári síðar. Með Kven- fólki lauk þríleik þar sem farið var á hundavaði í gegnum Íslandssöguna, en eins og titillinn gefur til kynna var sjónum sérstaklega beint að hlut kvenna. Nestaðir húmor, leikgleði og skýrri sýn miðluðu tvímenningarnir beittri samfélags- ádeilu sem vonandi nær til sem flestra. Leikhópurinn RaTaTam vann með gjöfulan efnivið Elísabetar. Ljósmynd/Saga Sig. Sviðssjarmi Vals Freys og einlægni naut sín vel í verki Macmillan. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Kvenfólk geymir beitta samfélagsádeilu Hunds í óskilum. Ljósmynd/Auðunn Níelsson ’’
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.