Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 74
Í tæplega fjórðungi sýninga ársins var
kynferðislegt ofbeldi til umfjöllunar.
Þetta þarf ekki að koma á óvart enda
aðeins rúmt ár síðan #metoo-byltingin skall hér
á af fullum þunga og eðlilegt að leikhúsið
endurspegli þær miklu samfélagshræringar.
74 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018
ÍSLENSKUM VERKUM FÆKKAR MILLI ÁRA ÚR 70% Í 61%
Sjálfstæða senan sterk
SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR
hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá
árinu 2003. Hún er BA í heimspeki og MA í bók-
menntafræði frá Háskóla Íslands. Silja hefur víðtæka
reynslu á sviði leiklistar og er annar tveggja
leiklistargagnrýnenda Morgunblaðsins.
Aðeins 30% þeirra leiksýninga sem settar voru upp á árinu byggðust á leiktextum einvörðungu eftir konur. Sú spurning
vaknar eðlilega hvort leikhúsið geti endurspeglað samfélagið þegar hallar jafn bersýnilega á annað kynið í hópi höfunda.
Eftir metár í framboði á íslenskum verkum á
árinu 2017 fækkaði þeim nokkuð á árinu sem er
að líða. Af þeim 33 leiksýningum, eftir 59 höf-
unda, sem undirrituð sá frá desemberlokum í
fyrra fram í miðjan desember í ár í Borgarleik-
húsinu, Elliðaárdalnum, fyrrverandi húsnæði
Læknavaktarinnar á Smáratorgi, Gaflaraleik-
húsinu, Tjarnarbíói og Þjóðleikhúsinu voru 20
íslensk verk (samanborið við 25 í fyrra) eða tæp-
lega 61% allra sýninga, samanborið við tæplega
70% í fyrra, 58% árið 2016 og 64% árið 2015. Af
fyrrnefndum 20 verkum voru 15 ný íslensk leik-
rit (samanborið við 21 í fyrra), fjórar leikgerðir
og eitt eldra leikrit. Íslensku verkin voru í
reynd örlítið fleiri, en hér er aðeins miðað við
þau sem greinarhöfundur sá. Sé litið á erlendu
verkin var í ár boðið upp á níu leikrit samin á
þessari öld, þrjú frá síðustu öld og eitt klassískt
verk.
Jafnræði hjá sjálfstæðum hópum
Á síðustu sex árum hefur rýnir reynt að sjá allar
uppfærslur atvinnuleikhúsa og -leikhópa á
höfuðborgarsvæðinu sem og þær gestasýningar
utan af landi sem rata í bæinn. Fyrir forvitnis-
sakir hefur undirrituð á umliðnum árum skoðað
kynjaskiptinguna í hópi leikstjóra og leikskálda
til að greina hvort og hvaða breytingar hafa þar
orðið. Á síðustu fjórum árum hefur konum í
hópi leikstjóra fjölgað jafnt og þétt. Árið 2015
var 34% leiksýninga leikstýrt af konum, hlut-
fallið hækkaði upp í 42% árið 2016, upp í 47% í
fyrra og 55% í ár.
Þessarar stöðugu þróunar gætir ekki í hópi
leikskálda. Árið 2015 byggðust aðeins 19% leik-
sýninga á leiktextum einvörðungu eftir konur,
hlutfallið stökk upp í 40% árið 2016, en hrapaði
niður í 28% í fyrra og hækkar aðeins upp í 30% í
ár. Í fyrra byggðust tæplega 17% leiksýning-
anna (alls sex uppfærslur) á leiktextum eftir
bæði kyn, en í ár er það hlutfall 9% (eða samtals
þrjár uppfærslur). Hins vegar er kynjaskipt-
ingin bæði þessi ár nær jöfn í blönduðum hópi
höfunda.
Sé hlutfall kynja í hópi leikstjóra og leik-
skálda skoðað eftir sýningarstað má sjá að hjá
sjálfstæðum leikhópum er hlutfall kynjanna
hnífjafnt í hópi leikstjóra. Sama á við hjá Þjóð-
leikhúsinu þegar samstarfsverkefnin eru talin
með, en séu þau tekin út úr jöfnunni lækkar
hlutfall kvenna í leikstjórnarstóli í 33% á móti
67% karla. Hjá Borgarleikhúsinu helst skipt-
ingin í kringum 63% konur og 37% karlar í stóli
leikstjóra hvort sem samstarfsverkefnin eru tal-
in með eða ekki.
Hjá sjálfstæðum leikhópum byggðist um
helmingur leiksýninga á textum eftir karla, um
30% á textum kvenna og um 20% á textum eftir
bæði kyn þar sem skiptingin var býsna jöfn. Hjá
Þjóðleikhúsinu byggðust rúmlega 40% leiksýn-
inga á textum eftir konur og um helmingur leik-
sýninga á textum eftir karla, hvort sem sam-
starfsverkefni voru talin með eða ekki. Hjá
Borgarleikhúsinu byggðust 18% leiksýninga á
textum eftir konur, en hlutfallið lækkaði niður í
12,5% þegar samstarfsverkefnin voru tekin út
úr jöfnunni. Á móti byggðust 82% á textum eftir
karla, sem hækkaði í 87,5% þegar litið var
framhjá samstarfsverkefnum.
Hverjum er gefin rödd?
Eðlilega vaknar sú spurning hvort leikhúsið
geti endurspeglað samfélagið þegar hallar jafn
bersýnilega á annað kynið í hópi höfunda. Þessi
spurning verður ekki síður aðkallandi þegar
horft er til þess að óvenjuhátt hlutfall leiksýn-
inga ársins sem senn er liðið, eða vel yfir þriðj-
ungur sýninga, hafði ofbeldi í nánum sam-
böndum sem umfjöllunarefni. Og í tæplega
fjórðungi sýninga ársins var kynferðislegt
ofbeldi til umfjöllunar. Þetta þarf ekki að koma
á óvart enda aðeins rúmt ár síðan #metoo-
byltingin skall hér á af fullum þunga og eðlilegt
að leikhúsið endurspegli þær miklu samfélags-
hræringar. En í ljósi þess að reynsluheimur
kynjanna er býsna frábrugðinn þegar kemur að
kynferðisofbeldi hlýtur að teljast nokkurt
áhyggjuefni hversu mjög hallar á konur í hópi
leikskálda. Það er ábyrgðarhluti hvernig fjallað
er um jafn vandmeðfarinn efnivið og leikhús-
unum ber skylda til að skoða hverjum þau gefa
rödd, eru það gerendur eða þolendur sem heyr-
ast? Og af hverju þykir enn ásættanlegt að nota
kynferðislegt ofbeldi sem skraut eða krydd í
sýningum?
Af djúpu innsæi
Ahhh … Ástin er að halda jafnvægi. Nei fokk,
Ástin er að detta eftir Elísabetu Kristínu
Jökulsdóttur í leikstjórn Charlotte Bøving sem
leikhópurinn RaTaTam setti upp í Tjarnarbíói
er ein af eftirminnilegustu sýningum ársins, en
þar var af djúpu innsæi fjallað um ofbeldi í nán-
um samböndum. Lýsing Elísabetar á ástinni
með allri sinni frygð og fegurð en stundum líka
skuggahliðum á borð við þráhyggju, skömm og
ofbeldi skilaði sér meistaralega í meðförum
hugmyndaríks leikstjóra og fjölhæfs leikhóps.
Hér var um meinfyndna, ögrandi og hjarta-
styrkjandi sýningu að ræða.
Á sama stað sýndi GRAL síðar á árinu Svart-
lyng eftir Guðmund Brynjólfsson í leikstjórn
Bergs Þórs Ingólfssonar sem innblásið var af
baráttu leikstjórans við stjórnkerfið í leit að
svörum við því hvers vegna dæmdur kynferðis-
brotamaður fékk uppreist æru. Þar var á ferð-
inni eftirtektarvert pólitískt ádeiluverk þar sem
reynt var að fanga hvernig raunveruleikinn get-
ur stundum orðið fáránlegri en skáldskapurinn.
Hamingjan býr í litlu hlutunum
Þegar litið er um öxl man undirrituð ekki eftir
jafn döpru hausti í leikhúsunum og þetta árið,
enda langt síðan hver sýningin á fætur annarri
hefur ekki staðið undir væntingum um listræn
gæði. Sem betur fer voru nokkrir ljósir punktar
og má í því samhengi benda á frábæra upp-
færslu Borgarleikhússins á Allt sem er frábært
eftir Duncan Macmillan ásamt Jonny Donahoe í
vandaðri leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Þar
fékk Valur Freyr Einarsson kærkomið tæki-
færi til að láta ljós sitt skína á sama tíma og
miðlað var mikilvægum boðskap um að ham-
ingjan býr í litlu hlutunum og lífið er ávallt þess
virði að lifa því þó erfitt geti reynst að sjá fram-
úr svartnættinu.
Macmillan var einnig höfundur Fólks, staða
og hluta í gjöfulli leikstjórn Gísla Arnar
Garðarssonar sem Borgarleikhúsið setti upp í
samvinnu við Vesturport og Þjóðleikhúsið í
Osló. Þar fór Nína Dögg Filippusdóttir á kost-
um í vandasömu hlutverki fíkils sem þráast við
að fara í þá sjálfsskoðun og sjálfsvinnu sem
nauðsynlegt er til að ná raunverulegum bata.
Frásagnarlistin í fyrirrúmi
Á umliðnum mánuðum hefur gróskan verið
áberandi mikil hjá sjálfstæðu leikhópunum, en
úr þeirra smiðju hafa margar af skemmtileg-
ustu, kraftmestu og áhrifaríkustu sýningum
ársins komið. Auk þeirra sýninga sjálfstæðu
hópanna sem fyrr er getið má nefna yndislegu
fjölskyldusýninguna Í skugga Sveins eftir Karl
Ágúst Úlfsson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur
sem Gaflaraleikhúsið frumsýndi snemma árs.
Þar fékk frásagnarlistin að njóta sín til fulls
undir hugvitsamlegri leikstjórn í einfaldri, en
stílhreinni sjónrænni umgjörð.
Önnur sýning Gaflaraleikhússins vakti verð-
skuldaða athygli síðar á árinu, en þar var á ferð-
inni ungmennasýningin Fyrsta skiptið í leik-
stjórn Bjarkar Jakobsdóttur eftir Arnór
Björnsson, Berglindi Öldu Ástþórsdóttur, Ingu
Steinunni Henningsdóttur, Mikael Emil
Kaaber og Óla Gunnar Gunnarsson sem jafn-
framt fóru með öll hlutverk leiksins. Hér var á
ferðinni bráðskemmtileg og oft og tíðum fróðleg
sýning mikilla hæfileikakrakka sem gaman
verður að fylgjast með í framtíðinni.
Rúsínan í pylsuendanum var síðan Kvenfólk
eftir Eirík G. Stephensen og Hjörleif Hjartar-
son, sem skipa hljómsveitina Hund í óskilum, í
leikstjórn hæfileikakonunnar Ágústu Skúla-
dóttur sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi
seinni hluta árs 2017, en rataði fyrst suður á svið
Borgarleikhússins rúmu ári síðar. Með Kven-
fólki lauk þríleik þar sem farið var á hundavaði í
gegnum Íslandssöguna, en eins og titillinn gefur
til kynna var sjónum sérstaklega beint að hlut
kvenna. Nestaðir húmor, leikgleði og skýrri sýn
miðluðu tvímenningarnir beittri samfélags-
ádeilu sem vonandi nær til sem flestra.
Leikhópurinn RaTaTam vann með gjöfulan efnivið Elísabetar.
Ljósmynd/Saga Sig.
Sviðssjarmi Vals Freys og einlægni naut sín vel í verki Macmillan.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Kvenfólk geymir beitta samfélagsádeilu Hunds í óskilum.
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
’’