Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 75

Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 75
Síldarvinnslan hf. er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á Austurlandi. Fyrirtækið sinnir fjölbreyttri starfsemi en leggur þó megináherslu á uppsjávarveiðar og – vinnslu. Fyrirtækið var stofnað árið 1957 og á sér athyglisverða sögu. Samstæða Síldarvinnslunnar hefur nú starfsstöðvar á sex stöðum á landinu og að undanförnu hefur fyrirtækið lagt áherslu á að endurnýja framleiðslutæki sín og auka fjölbreytni starfseminnar. Á árinu 2017 öfluðu skip Síldarvinnslusamstæðunnar 163 þúsund tonna og alls nam framleiðsla landvinnslunnar 105 þúsund tonnum að verðmæti 16,3 milljarðar króna. Heildartekjur fyrirtækisins námu 18,5 milljörðum króna að frátöldum eigin afla. Starfsmenn Síldarvinnslusamstæðunnar til sjós og lands eru um 360 talsins. Launagreiðslur til þeirra á árinu 2017 námu 3,7 milljörðum króna og á því ári greiddi fyrirtækið og starfsmenn 4,5 milljarða króna til hins opinbera að meðtöldum veiðigjöldum síðasta fiskveiðiárs. Þar af var greiddur tekjuskattur 1,3 milljarðar króna og veiðigjöld 530 milljónir. Alls nam tekjuskattur starfsmanna 1,2 milljarði króna. Starfsfólk Síldarvinnslunnar er stolt af góðum árangri fyrirtækisins og áfram verður haldið að leggja höfuðáherslu á að gera sem mest verðmæti úr þeim aflaheimildum sem til ráðstöfunar eru. Á árinu sem er að líða hefur Síldarvinnslunni einnig vegnað vel en á nýju ári birtast ögrandi áskoranir; veiðiheimildir breytast frá ári til árs, þróun gengis er óviss og einnig vakna spurningar er varða mikilvæga markaði. Starfsfólk Síldarvinnslunnar mun mæta árinu 2019 með jákvæði hugarfari og jafn staðráðið og áður í að gera sitt allra besta. Stjórn og starfsfólk Síldarvinnslunnar hf. sendir öllum landsmönnum hugheilar jóla- og nýárskveðjur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.