Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Side 19
Mörgæsir hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá Hafdísi Hönnu en nóg er af þeim á Suðurskautslandinu. Ljósmynd/Anne Christianson kunnina 10,0. Hvorki meira né minna. „Þetta er þannig gamall draumur og ég hef alltaf haft ævintýraþörf og verið spennt bæði fyrir nátt- úru og menningu. Og þar að auki verða þarna áttatíu konur í vísindum og hægt er að auka tengslanet sitt við konur úti um allan heim. Þetta tengir svo margt; þarna er leiðtogaþjálf- un líka. Og loftslagsmálin eru í brennidepli, þannig að þetta er fullkomið fyrir mig,“ segir hún. „Homeward Bound er stofnað af ástralskri konu sem er bæði athafnakona og leiðtoga- þjálfi. Hún átti sér þennan draum og dreymdi þetta eina nóttina þar sem hún sá fyrir sér Suð- urskautslandið. Hún setti á stofn þetta pró- gramm þar sem hún vill þjálfa þúsund konur á tíu árum,“ útskýrir Hafdís Hanna en hún er að fara í þriðju ferðina af tíu. „Þetta eru allt konur með vísindabakgrunn, í vistfræði, líffræði, stjörnufræði, verkfræði, læknisfræði, jarðfræði. Sumar eru að vinna í rannsóknum, aðrar í menntun eða stefnumót- um,“ segir Hafdís Hanna og bætir við að kon- urnar séu á öllum aldri. „Það er mikil reynsla í þessum hópi. Ég sótti um þetta en það var heilmikið umsóknarferli. Það var töluverð samkeppni,“ segir hún. „Svo var það á afmælinu mínu 20. október í fyrra að ég var með erindi á umhverfisþingi. Þennan morgun fékk ég tölvupóst um að ég hefði verið tekin inn en þennan sama dag var gestafyrirlesari á umhverfisþingi kona sem heitir Monica Araya frá Kosta Ríka sem hafði farið í fyrsta leiðangurinn, sem var skemmtileg tilviljun,“ segir hún. Spennt fyrir tengslanetinu Hafdís Hanna hefur verið í heilt ár að undirbúa ferðina og verið í þjálfun í gegnum netið. Lögð er áhersla á vísindamiðlun og leiðtogaþjálfun og bæði var unnið í minni rannsóknarhópum og eins var hópfundur einu sinni í mánuði. Hún segist nú þegar hafa kynnst mörgum kvennanna sem hún á eftir að hitta. „Við höfum verið að vinna í þriggja manna hópum sem svo rótera svo maður kynnist fleir- um og svo eigum við að vera með kynningu um borð í skipinu. Við höldum líka dálítið saman við fimmtán sem eru frá Evrópu,“ segir hún. Dvalið verður um borð í skipi í þrjár vikur og siglt frá Argentínu til Suðurskautsskagans. Stíf dagskrá er alla daga. „Kennarateymið um borð er mjög flott og langar mig sérstaklega að nefna Christinu Figueres sem starfaði sem aðalframkvæmda- stýra Loftslagsamnings Sameinuðu þjóðanna og var fremst í flokki þegar Parísarsamkomu- lagið var samþykkt árið 2015,“ segir hún. „Það er verið að búa til samfélag kvenna sem geta með sinni reynslu og þekkingu haft áhrif á stefnumótun, bæði heima fyrir og á alþjóðavísu. Sérstaklega í sambandi við loftslagsmálin. Við sem erum að fara núna erum í miklu sambandi og þetta eru ótrúlegar konur margar hverjar,“ segir hún. „Ég er eiginlega mest spennt fyrir þessu tengslaneti, þetta verður svo gott stuðningsnet. Mér finnst eins og ég sé búin að finna minn hóp því maður áttar sig á því að við erum allar að takast á við það sama. Maður finnur traust í hópnum.“ Gefa gjafir á gamlárskvöld Hvers vegna varð Suðurskautslandið fyrir valinu? „Þetta er einn af síðustu stöðum jarðarinnar þar sem áhrifa mannsins hefur hingað til gætt lítið. Nú sjáum við hins vegar örar breytingar vegna loftslagsbreytinga og við vitum að ef ís- inn á Suðurskautslandinu bráðnar getur það hækkað yfirborð sjávar töluvert á heimsvísu. Suðurskautslandið er líka mjög einangraður staður þannig að það myndast mikil samkennd, við erum saman á skipi í þrjár vikur og kom- umst ekkert annað,“ segir hún og hlær. „Svo er þetta líka svolítið táknrænt; lengi vel voru leiðangrar til Suðurskautslandsins bann- aðir konum. Á öldum áður voru það bara karlar sem þangað fóru,“ segir hún. Hvað á að gera á gamlárskvöld? „Góð spurning! Við förum um borð í skipið á gamlársdag og leggjum í hann um kvöldmatar- leytið. Það verður örugglega fagnað og við ætl- um allar að koma með eina litla gjöf og gefa hver annarri,“ segir Hafdís Hanna. Oft er slæmt í sjóinn á siglingaleiðinni, að sögn Hafdísar Hönnu. „Leiðin heitir Drake Passage og er á milli Argentínu og Suðurskautslandsins. Það tekur um einn eða einn og hálfan sólarhring að kom- ast þarna yfir. Þá er mælt með að liggja í koju og taka sjóveikistöflu en þegar komið er að Suð- urskautslandinu siglum við lygnan sjó,“ segir Hafdís Hanna. Eftirvæntingin leynir sér ekki. Bæði fyrir fræðastarfinu og eins dýralífinu. „Ég er mjög spennt að sjá mörgæsirnar, þetta hafa alltaf verið uppáhaldsdýrin mín,“ segir Hafdís Hanna og segist vera tilbúin í æv- intýrið; nú sé bara eftir að halda jól með fjöl- skyldunni og pakka ullarsokkunum í tösku! Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með leiðangrinum á samfélagsmiðlum. Sjálf heldur Hafdís Hanna úti sérstakri síðu á Facebook sem heitir einfaldlega Hafdís Hanna á Suður- skautslandinu. Einnig er hægt að fylgjast með verkefninu, @homewardboundprojects, bæði á Facebook og Instagram. Morgunblaðið/Eggert Mikið ævintýri bíður Hafdísar Hönnu en hún mun dvelja um borð í skipi við Suður- skautslandið í þrjár vikur. Áramótunum verður fagnað um borð með útsýni yfir hafið. Ljósmynd/Oli Sansom ’ Þetta er þannig gamalldraumur og ég hef alltaf haftævintýraþörf og verið spenntbæði fyrir náttúru og menningu. Og þar að auki verða þarna átta- tíu konur í vísindum og hægt er að auka tengslanet sitt við konur úti um allan heim. 23.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.