Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 26
Eva Dögg Jafetsdóttir og Álf-heiður Björk Sæberg Heimis-dóttir héldu af stað í heims-
reisu í lok júní ásamt tveimur
börnum sínum, Sindra og Söru.
Núna er fjölskyldan stödd á eyjunni
Boracay á Filippseyjum þar sem hún
kann vel við sig en áfangastaðirnir á
undan því hafa verið nokkrir.
„Við byrjuðum á að vera mánuð í
Taílandi og fórum til Bangkok, Chi-
ang Mai, Pattaya og aftur til Bang-
kok. Þaðan skelltum við okkur til Ví-
etnams og dvöldum þar í rúmar
fimm vikur. Við fórum til eyjunnar
Pho Quoc, Ho Chi Minh, Hoi An,
Danang, Hue, Phong Nha, Halong-
flóa og Hanoi,“ segir Eva en planið
var að fara frá Hanoi til Japans og
vera þar í tvær vikur.
Fellibylur hafði áhrif
Fellibylur setti hinsvegar strik í
reikninginn og fluginu var aflýst.
„Við tókum því skyndiákvörðun og
skelltum okkur til Seúl í Suður-
Kóreu. Þaðan fórum við svo til Tókýó
í Japan en stoppuðum styttra en við
hefðum viljað. Frá Japan fórum við
til Filippseyja og upplifðum stór-
borgina Manila sem og strandlengj-
una í Batangas en hápunkturinn var
klárlega eyjan Boracay sem við urð-
um ástfangnar af,“ segir hún.
Frá Filippseyjum var ferðinni
heitið til Siam Reap í Kambódíu þar
sem þær dvöldu í nokkra daga og því
næst slá leiðin til Battambang og svo
aftur til Siam Reap þar sem pabbi
hennar Álfheiðar og konan hans
komu til þeirra.
„Við fórum öll saman til Kho Lak í
Taílandi og áttum þar góðar stundir
saman. Þegar þau fóru heim fórum
við til Patong á Phuket. Eftir nokkra
slökunardaga þar tókum við á móti
mömmu og pabba hennar Evu og
skelltum okkur með þeim til eyj-
unnar Koh Lanta í Taílandi. Við
kvöddum þau eftir skemmtilega
daga og flugum til Singapúr þar sem
við gistum eina nótt áður en við héld-
um ferðalaginu áfram aftur til Bora-
cay,“ segir Álfheiður en þá voru þær
búnar að ferðast um í fimm mánuði.
„Nú höfum við verið á Boracay í
rúman mánuð og planið er að dvelja
hér um óákveðinn tíma en jafnframt
halda ferðalögunum áfram enda
margt sem við eigum eftir í Asíu,“
segir Eva.
Menning, lærdómur,
skemmtun og samvera
Þær lögðu upp með fjórar megin-
áherslur fyrir ferðalagið; menningu,
lærdóm, skemmtun og samveru.
Hefur það gengið eftir?
„Það hefur svo sannarlega gengið
eftir. Við höfum verið í mikilli
keyrslu og lagt upp með að upplifa
það helsta í hverri borg sem við
sækjum heim. Við nýtum hvert tæki-
færi til lærdóms og reynum eftir
fremsta megni að taka þátt í menn-
ingunni. Við skemmtum okkur vel
saman og reynum ávallt að líta á
björtu hliðarnar en það getur stund-
um verið áskorun á svona ferðalagi
enda margt sem getur farið á annan
veg en maður planar. Við njótum
þess að vera saman og þetta hefur
styrkt okkur sem fjölskyldu og vini.
Það eru algjör forréttindi að fá að
vera svona mikið saman og við mun-
um öll búa að því alla ævi,“ segir Eva.
Hvað hefur verið mesta ævin-
týrið fyrir börnin í ferðinni?
„Þau eru að sjálfsögðu óteljandi
ævintýrin en þegar við rifjum upp
saman og spjöllum um ferðina þá
koma nokkur atriði upp. Við elsk-
uðum til dæmis öll að fara í sigl-
inguna í Halong-flóa. Þar gistum við
í tvær nætur á ótrúlega flottu skipi,
fórum meðal annars á kajak og í ka-
rókí, fengum að stýra skipinu og
kynntumst góðu fólki,“ segir hún.
Risaeðlur í stofunni
„Við megum líka til með að nefna
dvölina okkar í Manila en þar hittum
við Rúnar frænda hennar Álfheiðar
og í gegnum hann kynntumst við og
fengum að gista hjá vini hans. Það er
ekki á hverjum degi sem maður fær
tækifæri til að gista á stað sem
geymir beinagrindur af alvöru risa-
eðlum í stofunni. Hue í Víetnam,
borg sem við bara svona óvart stopp-
uðum í, en við heilluðumst mikið af
henni. Við ætluðum að vera þar í
tvær nætur er enduðum á að vera
þar í tíu. Þar gátum við fengið hjól
með barnastól sem er frekar erfitt
hérna í Asíu. Við nutum þess í botn
að ferðast um á hjóli. Við hjóluðum
borgina endilanga sem og í sveitina.
Svona gætum við samt talið enda-
laust upp enda er í raun sérhver dag-
ur ævintýri út af fyrir sig og okkar
mottó er að lifa hann til fulls,“ segir
Eva.
Hvað hefur verið mesta ævintýrið
fyrir ykkur fullorðna fólkið?
„Mesta ævintýrið fyrir okkur er
klárlega dvölin á Boracay. Við urðum
gjörsamlega heillaðar af eyjunni,
gullfallegar strendur, sandurinn eins
og hveiti og fólkið svo viðkunnanlegt.
Við erum svo þakkátar öllu góða
fólkinu sem við höfum kynnst á leið-
GettyImages/iStockphoto
Hefur styrkt
fjölskylduböndin
Jólahátíðin verður öðruvísi í ár hjá Evu Dögg Jafetsdóttur og
Álfheiði Björk Sæberg Heimisdóttur og börnum þeirra tveimur,
Sindra og Söru en þau halda jólin á eyjunni Boracay á Filippseyjum.
Fjölskyldan hefur verið í heimsreisu frá því í júnílok.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
„Við urðum gjörsamlega heillaðar af eyj-
unni, gullfallegar strendur, sandurinn
eins og hveiti og fólkið svo viðkunnan-
legt,“ segir Álfheiður um Boracay.
Álfheiður Björk og Eva ásamt börnunum Söru og Sindra við stóru Búdda-
styttuna sem er á stærstu eyju Taílands, Phuket.
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2018
FERÐALÖG
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Sjóðheit steypujárnssending
Lodge járnpanna, 26 cm
Verð 9.500 kr.
Gildir á alla viðburði í húsinu
Nánar á harpa.is/gjafakort
Gjafakort
Hörpu hljómar
vel um jólin