Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2018
E
vrópusambandið hefur haldið sig við
tiltölulega einfaldar reglur þegar því
þykir lýðræðið nudda sér óþægilega
utan í sig. Það gerist þó ekki oft að
lýðræðið banki upp á hjá þeim félags-
skap.
Vagga hvers?
Enn er mönnum í fersku minni þegar vandi Grikk-
lands kom upp á yfirborðið. Það ákvað að halda þjóð-
aratkvæði um framhaldið. ESB bannaði það. Knúði
forsætisráðherrann frá og sendi Grikkjum embættis-
mann (grískan) úr seðlabanka ESB til að taka við.
Grikklandi hafði verið smyglað inn í evruna þótt við
öllum blasti að opinberar tölur landsins um efnahag
og hagstærðir væru ómarktækar. Að tala um virkt
stjórnkerfi þar voru öfugmæli. Tugir þúsunda fengu
opinber eftirlaun sem ástæðulaust væri að telja eftir
hefðu viðkomandi ekki legið í gröf sinni árum eða ára-
tugum saman. Reglur um skattalega meðferð ein-
staklinga voru þar ekki verri en annars staðar en það
stóð hvergi að slíkar reglur bæri að taka bókstaflega.
Hagstofa ríkisins laut þeim lögmálum að sú stofnun
birti einungis tölur sem væru „hag“stæðar yfirvöldum
á hverjum tíma og þau töldu að það væri hinn rétti
skilningur á heiti Hagstofunnar. Um áratugaskeið
hefðu forsvarsmenn grísku Hagstofunnar átt skilið að
vera á góðum launum hjá starfssjóði rithöfunda, og
getur svo sem verið að þeir hafi verið það.
Æðstu valdamenn í Brussel og leiðtogar landanna
sem þá lutu evruguðinum vissu þetta allt og hvernig
kaupin gerðust á eyrinni í Grikklandi. En þeim þótti
eftirsóknarvert að bæta einum svörtum títuprjóni til
viðbótar á evrukortið og settu því kíkinn fyrir blinda
augað og lokuðu hinu.
Hver sagði við annan að þetta væri óhætt. Grikk-
land væri smáríki, þótt með forna frægð væri, og þeg-
ar svindlið kæmist formlega upp á yfirborðið yrðu
þeir komnir á klafa. Þá myndi Brusselvaldið senda
vaska sveit, sem Grikkir hefðu aldrei séð framan í áð-
ur, og hún myndi setjast í öndvegið í stýrishúsi grísku
galeiðunnar með kampavín í annarri hendi og ostru í
hinni og heimamenn hlekkjaðir við árarnar myndu
róa. Þegar slík skilyrði heilbrigðs efnahagslífs hefðu
fest í sessi yrði fljótlegt að leysa þá galla sem ekki
höfðu sést í kíkinum sem var á blinda auganu. Allt fór
þetta eins illa fyrir Grikki og þeir áttu skilið að mati
Brussel, Berlínar og annarra borga meginlandsins
sem tekur ekki að nefna vegna áunnins áhrifaleysis.
Þegar þríeykið fræga lýsti yfir að björgunar-
aðgerðum væri lokið var staðan sú að þjóðartekjur
höfðu skroppið saman um fjórðung. Skrifaðar höfðu
verið skuldir á aumingjana hlekkjaða við árarnar sem
þeir yrðu aldrei færir um að „endurgreiða“.
En það væri ósanngjarnt að minnast ekki á að þeir
þýsku og frönsku bankar sem aðgerðirnar gegn
Grikkjum voru eingöngu miðaðar við voru nú eins
sperrtir og vonast hafði verið til að þeir yrðu.
Jón sterki og Ketill skrækur
í samsteypustjórn?
Hinir nýju leiðtogar Ítalíu, með útbelgdan meirihluta
í þjóðþingi sínu, höfðu tilkynnt að þeir myndu aldrei
breyta kommu, hvað þá punkti í sínum fjárlögum að
kröfu búrókrata í Brussel. Þar voru þó gerðar breyt-
ingar sem Brussel segir að dugi þeim. Ítölsku köpp-
unum í Róm þykir óþægilegt að ýmsir gefi í skyn að
þeir virðist nú að hreysti og færleik minna meir á Ket-
il skræk en Skugga-Svein.
Ítölsku leiðtogarnir segja slíkt skens ósanngjarnt.
Þeir hafi í raun skorið Jean Claude Juncker, leiðtoga
ESB, úr snörunni.
Ríkisstjórnin í Róm hafi vissulega sett sitt frum-
varp í snyrtingu sem engu breytti og engin efnahags-
leg áhrif hafði á Ítalíu. Þau verði áfram hin sömu og
stefnt var að með fjárlögunum sem Brussel hafnaði.
Aðeins lengri en Napóleon
en miklu minni
Eftir að Macron forseti fór á taugum og reif upp sín
fjárlög í beinni útsendingu var Juncker og skrif-
finnum hans ófært að snúa áfram upp á ítalska útlimi.
Í Spiegel (enska útgáfan) var skrifuð burðargrein í
síðustu viku. Þar voru hafðar áhyggjur af Macron for-
seta. Í greininni var meginniðurstaðan þessi: „Mis-
takist Macron þá hefur Evrópu mistekist.“ „Falli evr-
an fellur Evrópa,“ tönglaðist Merkel á oftar en
Theresa May sagði „Brexit þýðir brexit,“ sem hún
sagði þó ótal sinnum.
Það virðist eitthvað hafa verið að landafræðikennsl-
unni í Austur-Þýskalandi undir Honnecker og
kannski víðar.
Valdamönnum ESB virðist andlega ómögulegt að
segja „falli evran þá fellur ESB“. Eða „mistakist Mac-
ron þá hefur ESB mistekist“. Kannski óttast þessir
hræddu leiðtogar og áhangendur þeirra að þessar
tengingar og spár gleddu marga og vektu vonir í álf-
unni.
En hvernig stóð á því, að þegar eitt öflugasta aðild-
arríki ESB stefndi úr sambandinu þá muldraði eng-
inn í Brussel eða Berlín: Verði Stóra-Bretland á brott
úr ESB þá hrekkur Evrópa í sundur? Auðvitað myndi
slík upphrópun hljóma fáránlega, því að Evrópa færi
hvergi, þótt ESB yrði óneitanlega laskað á eftir. En
hinar upphrópanirnar eru jafn fáránlegar. Evrópa
minnkar ekkert við brottför Breta, En ESB gerir það.
Þótt misheppnaðri mynt ESB yrði hent á hauga þá
væri Evrópa söm og fyrr og einstakar þjóðir álfunnar
betur settar en nú. Þótt Macron forseta mistakist eitt-
hvað sem Spiegel þykir merkilegt þá hefur Evrópa
ekki breyst svo neinu nemi. Kalmarsambandið var
merkilegt. Það kom og það fór. Og hvað með það?
Það má hafa efasemdir um að ESB standi verr komi
Macron ekki fram hugmyndum sínum.
Nú síðast tilkynnti hann, þegar því var fagnað að
Bandaríkin og Bretar tóku í lurginn á Þjóðverjum og
Frökkum, sem höfðu flogist á í 5 ár, fyrir heilli öld, að
„Evrópa“ þyrfti að koma sér upp her sem „gæti var-
ist, Kína, Rússlandi og Bandaríkjunum“.
Sá sem heyrði þetta fyrstur hefði, sem notalegur
náungi, átt að spyrja forsetann svo fáir heyrðu: „Á
hvaða lyfjum ert þú? Þau hafa augljóslega erfið auka-
áhrif.“
Trump hugsar upphátt
Trump tilkynnti á dögunum að hann myndi kalla heim
2.000 hermenn frá Sýrlandi, þar sem Isis-hryðju-
verkaliðinu hefði verið stökkt á flótta og það réði ekki
lengur yfir neinum skika lands.
Hugsanalesarar eiga
næsta leik, en maður
þorir hvorki að segja
það né hugsa
’Landmæraverðirnir tveir sátu í gler-búri og virtust rífast um fótbolta aftöluverðum hita. Sá sem hafði bréfritaratil athugunar opnaði vegabréfið á þeim
stað þar sem mynd konunnar var. Hún er
lagleg og ljósskolhærð. Þeir sem til þekkja
vita að hvorugt á við bréfritara, auk þess
sem afgerandi munur er á kynferði.
Reykjavíkurbréf21.12.18