Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Qupperneq 31
Trump hefur svolítið skrítinn hátt á að umgangast sína bandamenn. Jafnvel eftir tæp 2 ár í Hvíta húsinu lætur hann enn eins og hann búi ekki þar, en eigi enn heima á 58. hæð í Trumpturni í N.Y. og honum sem formanni húsfélagsins dugi að láta fyrirmæli frá efstu hæðinni í póstkassana á næstu 57 hæðum fyrir neðan. Þegar Macron, sem virtist í þessu tilviki búa smátt mörgum hæðum neðar, fékk fjölritið um heimköllun 2.000 bandarískra hermanna var honum brugðið og fordæmdi ákvörðunina. Forsetinn var einmitt þá að stofna Evrópuherinn sem varist gæti Kína, Rússlandi og Bandaríkjunum. Þessi herafli er svo sem eins og þriðjungur þess sem siglir um á einu bandarísku flug- móðurskipi um heimshöfin. Hvaða her? En það sem meira var, að Macron herstofnandi hafði ekki einu sinni mannskap til að verja eigin höfuðborg fyrir fáeinum heimamönnum í endurskinsvestum, sem segja forsetann hafa gleymt sér og þessum venjulegu Frökkum sem stundum eru kallaðir sál þessa lands. Hverjir eiga að vera í þessum Evrópuher, með leyfi að spyrja? Mesta herveldi ESB og annað kjarnorku- veldi þess af tveimur, Bretland, er á leiðinni út. Fjöl- mennasti her álfunnar tilheyrir ekki ESB og leiðtogar ESB hafa lengi haft í flimtingum „að auðvitað fái Tyrkland inngöngu í ESB, en þó ekki fyrr en næst á eftir Suður-Kóreu“. Næstburðugustu þjóðirnar á eftir tveimur stærstu, Ítalir og Spánverjar, eru í verulegum efnahagslegum vandræðum. Og jafnvel enn verri stjórnskipulegum. Spánn hefur Hæstarétt landsins sem fyrsta dómstig í snúningum fyrir stjórnvöld og hefur sá frómi réttur nú haldið fjölda manns í fangelsi á annað ár grunaða um að í þeim blundi draumar um sjálfstæði Katalóníu! Þeir fangelsuðu geta ekkert áfrýjað þessum héraðs- dómsúrskurði því Hæstiréttur afgreiddi sjálfur þessa pöntun. Verður Ítalía með? Þá er það Ítalía. Það land er algjörlega ófært um að sjá um ytri landamæri ESB af sinni hálfu eins og dæmin sanna. Hvaða verkefni á það að hafa í Evrópu- hernum? Bréfritari kom eitt sinn til Ítalíu frá landi utan Schengen. Hann ákvað að gera smákönnun á landa- mæravörslunni. Hann fékk vegabréf konunnar lánað eins og fyrir mistök. Landmæraverðirnir tveir sátu í glerbúri og virtust rífast um fótbolta af töluverðum hita. Sá sem hafði bréfritara til athugunar opnaði vegabréfið á þeim stað þar sem mynd konunnar var. Hún er lagleg og ljósskolhærð. Þeir sem til þekkja vita að hvorugt á við bréfritara, auk þess sem afger- andi munur er á kynferði. Vörðurinn horfði á myndina og svo á manninn fyrir framan sig. Stimplaði svo í vegabréfið og afhenti það. Þar sem konan var fáeinum skrefum frá var vegabréf- inu kastað til hennar með sveiflu. Hún gekk að búrinu, afhenti bréfið og fékk annan stimpil við hlið- ina á hinum. Schengen lifandi komið. Gangi Macron vel að búa til Evrópuher sem verður fær um að verj- ast Kína, Rússlandi og Bandaríkjunum. Hann lætur vonandi vita af því þegar verkinu er lokið. Meinlegt muldur En í Bretlandi eru þeir ekki komnir fyrir vind með brexitvandræðin. Einhver taldi sig hafa heyrt May muldra „brexit þýðir ekki lengur brexit“ en er þó sennilega flökkusaga. En muldur og jafnvel minna en það er þó ekki gam- anmál. Það veit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka- mannaflokksins, núna, hafi hann ekki vitað það áður. Hann var sakaður um það í vikunni að hafa kallað fram í ræðu Theresu May „stupid woman“ sem væri brot á ákvæðum Me too-stjórnarskrárinnar. Reyndar var ásökuninni breytt því ekkert þess háttar heyrðist í upptökutækjum þingsins. En þingmenn Íhaldsflokksins, sem sitja á bekkj- unum öndvert, sögðust hafa séð Corbyn segja þennan dónaskap við May og framið með því kynferðislega árás. Og þegar búið er að segja manni hvað Corbyn á að hafa sagt, þótt það heyrðist ekki, og horft er á skjá frá atvikinu, þá verður ekki betur séð en að hann segi „stupid woman,“ karlálftin. Nú hefur verið upplýst að hefði May verið staðin að því að segja „stupid man“ án þess að það heyrðist, þá hefði ekkert verið hægt að finna að því. Ástæðurnar séu einkum þær að konur séu enn í minnihluta í þinginu, þótt úr mun dragi, og svo sátu allmargir karl- ar á bekknum hjá Corbyn svo ekki hefði verið hægt að fullyrða að átt hefði verið við hann og þar fram eftir götunum. Nú hafa a.m.k. 4 viðurkenndir varalesarar staðfest að Corbyn hafi sagt „stupid woman“ en hann þver- neitar og segist hafa sagt „stupid people“ og því óljóst við hvern hann á. Kannski þá sem greiddu brexit at- kvæði (eins og almennt er talið að Corbyn hafi gert sjálfur) eða hina. Kannski hefur hann verið að for- dæma bresku þjóðina sem heild. Og það mun engin kynferðisleg áreitni felast í því og breytir þá engu hvers kyns það orð er, t.d. á íslensku. En varalesarar og þrautavaralesarar segja að þeir myndu aldrei ruglast á orðinu woman og people enda séu geiflur þessara orða jafn ólíkar og orðanna Cor- byn og May. Langlíklegast er því talið að Corbyn hafi verið að tala við sjálfan sig í huganum fyrst hin vönd- uðu tæki námu ekkert og þá hreyft varirnar eins og ósjálfrátt. Er eitthvað til enn? Bréfritari sat í forsætisráðherrastól Alþingis flesta hvunndaga nokkuð á 14. ár samfleytt og myndavél „var á honum“ allan þann tíma. Oftast sat hann þegj- andi og hlustaði á hina 62 þingmennina og þótti, í þennan hóp sagt, ekki alltaf tímanum vel varið. Bréf- ritari hefur þó örugglega hugsað sitt þar sem hann sat „í mynd“ og þykist viss um að fæst af því hefði verið bannað fyrir börn eða viðkvæma. En í gær hefði bréfritari hrokkið upp með andfæl- um hefði hann verið sofandi þegar það flaug að honum að hann væri kannski, án þess að vita það, með cor- bynheilkennið heimsfræga og hreyfði varir sínar óaf- vitandi þegar verst gegndi. Kannski væri því öruggast að fá lögfróðan til þess að krefjast lögbanns við því að varalesarar legðust yfir þessi bönd fyrr en eftir að bréfritari væri allur eða að allir væru búnir að gleyma honum, eftir því hvor tíminn reyndist lengri. Allur er varinn góður þegar varalesarar leggja úr vör sagði Jón þaðan. Morgunblaðið/Hari 23.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.