Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 83 Þegar Hið íslenska náttúru- fræðifélag var stofnað árið 1889 var talsvert langt í að Ísland yrði full- valda ríki. Megintilgangur félagsins og markmið voru, og eru enn, að fræða almenning um náttúru Íslands, að efla vitund og þekkingu landsmanna á náttúrufræðum og stuðla að náttúru- vernd. Upphafsmenn félagsins töldu ástæðu til og höfðu metnaðarfullar hugmyndir um að efla náttúruvitund og þekkingu almennings á þessum tíma. Miðlunarleiðir þekkingar og fróð- leiks voru þá aðallega í rituðu máli en frumkvöðlarnir töldu að á þessu sviði þyrfti fleira til en textann einan. Helsta baráttumál forkólfa félagsins var því að koma á fót sem fullkomnustu nátt- úrugripasafni á Íslandi. Í því skyni var strax sett á laggirnar safn náttúrugripa og var það rekið með ýmsum hætti í meira en öld. Náttúrugripasafnið varð að Nátt- úrufræðistofnun Íslands árið 1965 og var safnið síðast staðsett í húsakynnum stofnunarinnar við Hlemm í Reykjavík. Sýningarsölum við Hlemm var lokað í apríl 2008 í kjölfar laga um Náttúru- minjasafn Íslands, sem samþykkt voru árið 2007 (nr. 35/2007). Fyrsta áratug starfseminnar hafði safnið þó hvorki húsnæði né fjármagn til að sinna lögbundnu hlutverki sínu, „að miðla fræðslu um íslenska náttúru til skóla, fjölmiðla og almennings“. Sú raunasaga hefur áður verið rakin en allan tímann hefur Hið íslenska náttúrufræðifélag staðið þétt að baki Náttúruminjasafn- inu í baráttunni. Ég tel ástæðu til að benda sérstaklega á dyggilega fram- göngu forvera míns, Árna Hjartar- sonar, ásamt öðrum stjórnarmönnum á þessu tímabili. Nú hefur svo sannarlega birt til. Fyrsta sýning á vegum Náttúru- minjasafns Íslands var opnuð 1. des- ember síðastliðinn, á 100 ára fullveld- isafmæli þjóðarinnar. Var þetta mögulegt með framlagi ríkisins til sýningarhönnunar og uppsetningar ásamt rausnarlegu framlagi þeirra aðila sem standa að sýningunni Perlu norðursins um afnot af hluta af sýn- ingarsvæði þeirra í Perlunni. Sem nýkjörinn formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags kemur það í minn hlut að óska forstöðumanni og öðrum hlutaðeigandi hjartanlega til ham- ingju með þessa glæsilegu sýningu. Þar sem plássið var lítið og fjár- magnið takmarkað var einkar vel til fallið að tileinka þessa fyrstu sýningu Vatninu í íslenskri náttúru. Sérsýn- ing Náttúruminjasafnsins um vatnið fellur vel að heildarsýningu Perlu norðursins um Undur íslenskrar nátt- úru. Þrátt fyrir ólíkar áherslur um rekstrarform og hagnaðarstefnu má ætla að svýningagestir í Perlunni telji að um eitt og sama safnið sé að ræða. Er tilfinning margra sú að loksins séu Íslendingar búnir að eignast veglegt náttúruminjasafn og er það vel sótt. Þrátt fyrir gríðarlegt flæði upplýsinga nú um stundir og nær ótakmarkaðan aðgang að vel framsettu efni um náttúru, dýralíf og tengd málefni virðist þörfin fyrir slíkt safn ekki síður brýn en fyrir 130 árum. Einhver gæti þá spurt sig hver sé þá staða Hins íslenska náttúrufræði- félags. Er markmiðum þess náð með tilkomu hinnar glæsilegu sýn- ingar um náttúru Íslands í Perlunni? Eru Íslendingar fullnuma í nátt- úrufræðum og er meðvitund um mikilvægi náttúruverndar áberandi meðal landsmanna? Í stuttu máli er verkefnum félags- ins hvergi nærri lokið, og útgáfa Nátt- úrufræðingsins, sem eins metnaðar- fyllsta rits um náttúrufræði á íslensku, er brýnni en nokkurn tíma áður. Hlut- verk félagsins, að miðla þekkingu og fróðleik um náttúrufræði og efla vit- und þjóðarinnar um náttúruvernd, er ekki síður mikilvægt en það var fyrir 130 árum. Íslendingar eru stoltir af náttúru landsins og landsmenn gera sér í auknum mæli grein fyrir mikil- vægi náttúruverndar. Sést það best á Miðlun þekkingar og fræðslu um náttúru Íslands og náttúruvernd Náttúrufræðingurinn 88 (3–4), bls. 83–84, 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.