Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 123 13. mynd. Þykkt kalkþörungasets við Kaldalón, á grynningum við Brestsker (úti í miðju Djúpi), meðfram ströndum Mjóafjarðar og frá mynni Mjóafjarðar norður með ströndinni, allt norður undir Ögurhólma. Einnig er setþykkt við Vatnsfjörð sýnd á myndinni. – Distribution and thickness of maërl in the Kaldalón area (upper right-hand corner) and on shallows around Brestsker rocks. 14. mynd. Þykkt kalkþörungasets við Reykjanes, við Borgarey og í Ísa- firði. – Distribution and thickness of maërl at Reykjanes, Borgarey, and in Ísafjörður in Ísafjarðardjúp. Því hefur ekki alls staðar verið staðfest að allur setbunkinn sé kalkþörungaset. Hagnýting þessa efnis hefur verið sú að frá árinu 2007 hefur Íslenska kalkþör- ungafélagið tekið að meðaltali 55.876 rúmmetra á ári í Arnarfirði (Halldór Halldórsson, munnl. uppl. 2018). Síð- astliðið vor (2018) var fyrirtækinu heimilað að auka árlega efnistöku í um 85.000 rúmmetra á leyfistímanum, sem nær til ársins 2034.11 Með þeirri nýtingu íslensks kalkþörungasets myndi það set sem fjallað er um í þessari grein endast í tvö þúsund ár. Að þeim tíma loknum má auk þess reikna með að endurnýjun kalkþörungasetsins hafi orðið umtals- verð. Vitneskja er um kalkþörunga víðs vegar annars staðar við landið, og ekki aðeins við landið norðvestanvert. Hér er því um að ræða umtalsverða auðlind í náttúru Íslands. Kalkþörungar mynda búsvæði sem hafa mikla umhverfislega þýðingu. Lifandi kalkþörungar mynda víða yfir- borðslag kalkþörungasetsins og veitir það ungviði margra lífverutegunda skjól. Nýting kalkþörungasets þarf að fara fram með hliðsjón af þessu. Núverandi nýting á Íslandi er undir eft- irliti opinberra stofnana. Þær þurfa að byggja aðkomu sína á misfullkomnum erlendum rannsóknum. Verulegur hluti þeirra rannsókna virðist snúast um hinn lifandi hluta kalkþörungasets- ins, þ.e. efstu fáeina sentimetra þess. Minna virðist ritað um aðra þætti. Til dæmis eru vandfundnar upplýsingar um þykkt og rúmmál kalkþörungasets á ýmsum þekktustu kalkþörungasvæðum í heimshöfunum. Nokkurra klukku- stunda nýleg leit á veraldarvefnum gaf takmarkaðar upplýsingar um þessi efni. Fáein dæmi fundust um boranir í kalk- þörungasetlög, en ekkert var að finna um þykktar- og rúmmálsmælingar með endurvarpi. Í nýlegu yfirlitsriti um kalk- þörungaset í heimshöfunum12 er varla minnst á þykkt setsins eða rúmmál. Í ljósi hugsanlegs efnahagslegs mikil- vægis íslensku auðlindarinnar væri eðli- legt að Íslendingar mótuðu eigin stefnu um nýtingu hennar. Á Vestfjörðum og í Húnaflóa liggja fyrir upplýsingar um útbreiðslu og rúmmál kalkþörungasets. Að auki hefur útbreiðsla lifandi kalk- þörunga á botni verið kortlögð á Vest- fjörðum. Á þessum grunni er unnt að skipuleggja nýtingu með sem minnstum spjöllum á því vistkerfi sem lifandi kalk- þörungar mynda. Stefnumótun af þessu tagi yrði auðveldari ef fyrir lægju ýtar- legri upplýsingar um útbreiðslu kalkþör- ungasets utan Vestfjarða og Húnaþings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.