Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
123
13. mynd. Þykkt kalkþörungasets við Kaldalón, á grynningum við
Brestsker (úti í miðju Djúpi), meðfram ströndum Mjóafjarðar og frá
mynni Mjóafjarðar norður með ströndinni, allt norður undir Ögurhólma.
Einnig er setþykkt við Vatnsfjörð sýnd á myndinni. – Distribution and
thickness of maërl in the Kaldalón area (upper right-hand corner) and
on shallows around Brestsker rocks.
14. mynd. Þykkt kalkþörungasets við Reykjanes, við Borgarey og í Ísa-
firði. – Distribution and thickness of maërl at Reykjanes, Borgarey, and
in Ísafjörður in Ísafjarðardjúp.
Því hefur ekki alls staðar verið staðfest
að allur setbunkinn sé kalkþörungaset.
Hagnýting þessa efnis hefur verið sú að
frá árinu 2007 hefur Íslenska kalkþör-
ungafélagið tekið að meðaltali 55.876
rúmmetra á ári í Arnarfirði (Halldór
Halldórsson, munnl. uppl. 2018). Síð-
astliðið vor (2018) var fyrirtækinu
heimilað að auka árlega efnistöku í um
85.000 rúmmetra á leyfistímanum, sem
nær til ársins 2034.11 Með þeirri nýtingu
íslensks kalkþörungasets myndi það set
sem fjallað er um í þessari grein endast
í tvö þúsund ár. Að þeim tíma loknum
má auk þess reikna með að endurnýjun
kalkþörungasetsins hafi orðið umtals-
verð. Vitneskja er um kalkþörunga víðs
vegar annars staðar við landið, og ekki
aðeins við landið norðvestanvert. Hér
er því um að ræða umtalsverða auðlind
í náttúru Íslands.
Kalkþörungar mynda búsvæði sem
hafa mikla umhverfislega þýðingu.
Lifandi kalkþörungar mynda víða yfir-
borðslag kalkþörungasetsins og veitir
það ungviði margra lífverutegunda
skjól. Nýting kalkþörungasets þarf
að fara fram með hliðsjón af þessu.
Núverandi nýting á Íslandi er undir eft-
irliti opinberra stofnana. Þær þurfa að
byggja aðkomu sína á misfullkomnum
erlendum rannsóknum. Verulegur
hluti þeirra rannsókna virðist snúast
um hinn lifandi hluta kalkþörungasets-
ins, þ.e. efstu fáeina sentimetra þess.
Minna virðist ritað um aðra þætti. Til
dæmis eru vandfundnar upplýsingar
um þykkt og rúmmál kalkþörungasets á
ýmsum þekktustu kalkþörungasvæðum
í heimshöfunum. Nokkurra klukku-
stunda nýleg leit á veraldarvefnum gaf
takmarkaðar upplýsingar um þessi efni.
Fáein dæmi fundust um boranir í kalk-
þörungasetlög, en ekkert var að finna
um þykktar- og rúmmálsmælingar með
endurvarpi. Í nýlegu yfirlitsriti um kalk-
þörungaset í heimshöfunum12 er varla
minnst á þykkt setsins eða rúmmál.
Í ljósi hugsanlegs efnahagslegs mikil-
vægis íslensku auðlindarinnar væri eðli-
legt að Íslendingar mótuðu eigin stefnu
um nýtingu hennar. Á Vestfjörðum og
í Húnaflóa liggja fyrir upplýsingar um
útbreiðslu og rúmmál kalkþörungasets.
Að auki hefur útbreiðsla lifandi kalk-
þörunga á botni verið kortlögð á Vest-
fjörðum. Á þessum grunni er unnt að
skipuleggja nýtingu með sem minnstum
spjöllum á því vistkerfi sem lifandi kalk-
þörungar mynda. Stefnumótun af þessu
tagi yrði auðveldari ef fyrir lægju ýtar-
legri upplýsingar um útbreiðslu kalkþör-
ungasets utan Vestfjarða og Húnaþings.