Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 4
Náttúrufræðingurinn 84 góðri aðsókn að viðburðum á borð við Umhverfisþing ásamt ýmsum ráð- stefnum og málþingum sem tengjast náttúru- og umhverfismálum. Það að tekist sé á um málefni náttúr- unnar bendir til þess að fólki standi ekki á sama, að náttúran sé mönnum hugleikin og að hana beri að vernda. Fólk hefur áhyggjur af framtíð mála og þrátt fyrir mikið flæði upplýsinga er erfitt fyrir flesta að greina rétt frá röngu þegar fjallað er um mikilvæg málefni í fjölmiðlum. Ég tek heils- hugar undir orð Droplaugar Ólafs- dóttur, formanns ritstjórnar, í leiðara frá fyrra ári þar sem hún brýnir fyrir lesendum mikilvægi þess að miðlun náttúrufræða til íslensks almenn- ings sé á íslensku. Aðeins þannig sé stuðlað að vísindalæsi almennings gagnvart brýnum málefnum, svo sem loftslagsbreytingum, mengun og nýt- ingu náttúruauðlinda. Gera þarf átak í að efla fræðimenn og áhugasaman almenning til dáða og hvetja þá til að senda efni í ritið. Háskólar og opin- berar stofnanir ættu að leggja aukna áherslu á að fræðimenn á þeirra vegum birti umfjöllun um niður- stöður rannsókna sinna á íslensku og þar á tímaritið Náttúrufræðingurinn að vera fyrsta val. Fyrsta starfsár mitt sem formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags fer senn að renna sitt skeið. Starfið hefur að mestu verið með hefðbundnum hætti. Við vinnum samkvæmt upphaf- legum markmiðum: Að miðla fræðslu fyrir almenning um náttúru Íslands, að efla vitund og þekkingu landsmanna á náttúrufræðum og stuðla að náttúru- vernd. Félagar urðu þó varir við nokkra breytingu dagskrár í haust leið. Hefð- bundið fræðsluerindi féll niður en þess í stað var félögum boðið að heim- sækja nýopnaða sýningu Náttúru- minjasafnsins, Vatnið í náttúru íslands í Perlunni. Hilmar Malmquist og Álf- heiður Ingadóttir veittu leiðsögn og svöruðu spurningum og í lokin var boðið upp á veitingar. Góð mæting var á viðburðinn og félagar höfðu gaman af að hittast og ræða málin á þessum vettvangi. Í vetur stefnum við á að halda málþing um stöðu þekkingar á málefnum sem eru í brennidepli og í vor ætlum við saman í upplifunar- og fræðsluferð á vegum félagsins. Þess á milli verða hefðbundin erindi síð- degis á mánudögum í Öskju, nátt- úrufræðahúsi Háskóla Íslands. Þessir viðburðir og aðrir verða kynntir á vefsetri félagsins, með fjölpósti og á samfélagsmiðlum. Stjórn hefur þó ekki farið varhluta af þeim erfiðleikum sem ritstjórnin stendur frammi fyrir og Droplaug drap á í áðurnefndum leiðara. Það verður sífellt erfiðara að útvega fyrirlesara og fá fólk til að mæta á fræðsluerindi félagsins. Nú köllum við eftir aukinni þátttöku félaga til að efla félagið og starfsemi þess. Til þess verður að finna nýjar leiðir og nýta samfélagsmiðla sem ná til sem flestra. Félagið er áhugamannafélag, opið fyrir alla, og félagsmenn ættu bein- línis að kalla eftir efni sem þeir vilja að fjallað sé um á okkar vettvangi. Er þess vænst að lærðir og leikir bregðist við, hvetji aðra til að ganga í félagið og gerist virkir þátttakendur í að efla þekkingu og vitund hver annars í mál- efnum náttúrunnar. Ef fólk velur eða vinnur efnið sjálft verður líklegra að það kynni sitt framlag fyrir öðrum. Þannig dreifist þekkingin víðar og líkur aukast á að náð verði metnaðar- fullum markmiðum frumkvöðlanna fyrir 130 árum. Ester Rut Unnsteinsdóttir formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags Um fimm hundruð gestir voru við opnun sýningar Náttúruminjasafnsins í Perlunni 1. desember 2018. Ljósm. Viktor Richardsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.