Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 18
Náttúrufræðingurinn
98
erfitt sé að greina það frá þætti stærðar
hrygningarstofnsins í vatninu.
Um 2000, þegar ljóst var af rann-
sóknarveiðum að stofnstærð bleikju í
Mývatni var orðinn mjög lítil, var farið
að benda á það í ráðgjöf Veiðimálastofn-
unar til Veiðifélags Mývatns að draga
yrði úr sókn til að tryggja hrygningu á
riðum þegar og ef átuástand breyttist til
batnaðar. Veiðimálastofnun lagði árið
2007 til í bréfi til Veiðifélagsins og til
Landbúnaðarstofnunar, sem var yfir-
vald í veiðimálum á þeim tíma (nú Fiski-
stofa), að dregið yrði sem allra mest úr
veiði og helst hætt með öllu meðan þetta
ástand varaði og stofninn væri jafn lítill
og rannsóknarveiðar og stofnstærðar-
mat bentu til. Þá þegar var ljóst að efna-
hagslegur ávinningur af veiðum var
orðinn takmarkaður þegar litið var til
skamms tíma. Vitað var að erfiðlega gæti
gengið að setja algjört veiðibann vegna
menningarsögulegs og tilfinningalegs
gildis veiðanna fyrir veiðiréttarhafa og
Mývetninga alla. Ætíð er nokkur óvissa
í mælingum á stærð fiskstofna en ekki
var tilefni til að efast um þær mælingar
sem gerðar höfðu verið og sýndu að
stofnstærð bleikju í Mývatni var orðin
mjög lítil. Það hefur jafnframt komið
fram að árleg vöktun, þ.e. kerfisbundnar
mælingar á fiskstofnum Mývatns, hefur
gefið sterkar vísbendingar um stærð
veiðistofns og ástand, sem síðan hafa
verið staðfestar í afla.
Sýnt hefur verið fram á að með þeim
43 mm-netum sem bændur nota veiða
þeir bleikju niður í um 35 cm, og að þeir
fiskar sem hraðast vaxa ná þeirri stærð
þriggja ára.18,29 Uppistaðan í afla bænda
er fjögurra ára bleikja, 35–43 cm, en
hlutfallslega fáar eldri bleikjur.
Bleikja sem er orðin meira en 30 cm
löng síðsumars getur náð veiðanlegri
stærð á næsta veiðitímabili á eftir, sem
er vetrarveiði undir ís. Á rannsóknar-
tímanum hafa komið fram tengsl á
milli annars vegar stofnmats út frá afla
á lögn í rannsóknarveiðum í net með
möskva 30–50 mm og hins vegar mats
á stofnstærð í upphafi vetrarveiði, sem
er næsta veiðitímabil. Skýrir það mat
tæplega helming af breytileikanum í
stofnmati sem gert er út frá falli á afla á
lögn í vetrarveiði undir ís. Rannsóknar-
veiðarnar sem gerðar eru síðsumars
gefa sterkar vísbendingar um horfur á
komandi veiðitíma. Hrunin í bleikju-
stofninum í Mývatni urðu að sumri til.
Því er hæpið að hægt sé að spá fyrir um
afla langt fram í tímann þar sem fáir
árgangar eru í stofninum hverju sinni.18
Tengsl eru á milli afla í sumarveiði og
vetrarveiði næsta árs enda ekki líklegt
að mikil afföll eða nýliðun komi fram
að hausti og fram í mars. Atburða er
einkum að vænta yfir sumartímann. Á
árinu 1993 var stofnstærð bleikju metin
langt undir því sem veiði gaf árið á eftir.
Það ár var vatnshiti lítill51 og holdafar
bleikjunnar lélegt.18 Við þau skilyrði
urðu ekki afföll á bleikju. Í öðrum árum
á tímabilinu 1986–2016 hefur mæling á
stofnstærð og nýliðun í veiðistofni verið
nærri því sem fram kom síðar í veiðinni.
Tengsl hafa komið fram á milli afla og
sóknar. Sóknin fer mjög eftir því hvernig
veiðist hverju sinni. Ef lítið veiðist eru
net ekki í vatni og ef veiði er góð fjölgar
veiðimönnum og netum. Hins vegar
hefur lengi vakið athygli hversu lítill afli
er jafnan á hverja lögn í Mývatni. Þá hefur
veiðihlutfall, reiknað út frá mati á stofn-
stærð í byrjun vetrarveiði og skráðum
afla, jafnframt verið hátt og að meðaltali
um 80%. Af þessu má ljóst vera að sókn í
bleikjustofn vatnsins hefur jafnan verið
13. mynd. Hlutfallslegt (%) frávik meðalþyngdar bleikju í Mývatni frá meðalþyngd áranna 1986–2000. Meðalþyngd hverrar lengdar
er reiknuð út frá aðhvarfslínu sambands lengdar og þyngdar fyrir 20, 30 og 40 cm bleikju (J táknar veiði að vori og S að hausti).
– Deviation from the average weight of 20, 30, and 40 cm long Arctic charr in Lake Mývatn 1986–2016 (J = June, S = September).