Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
119
7. mynd. Útbreiðsla og þykkt kalkþörunga-
sets í Fossfirði, Reykjarfirði og Trostansfirði.
Lega sniðsins í Reykjarfirði er sýnd (sbr. 5.
mynd). – Distribution and thickness of maërl
in southern Arnarfjörður. Position of seismic
profile in Reykjarfjörður (Fig. 5) is indicated.
svæði á þessum tíma, Langanesgrunn
og Reykjarfjörður. Ákveðið var að beina
athyglinni að þessum svæðum, og í júní
var mæld þykkt botnsetsins á báðum
svæðum (sbr. 6. og 7. mynd). Þarna
reyndust vera ung setlög og náðu meira
en 8 metra þykkt þar sem mest var.
Dæmi um mælisnið úr þessu verki eru
sýnd á 4. og 5. mynd.
Þegar þessar niðurstöður lágu fyrir
þótti eftirsóknarvert að kanna gerð
setlaganna, sérstaklega magn kalkþör-
unga í þeim. Í því skyni voru boraðar
rannsóknarholur í setlögin á svæðunum
tveimur haustið 2000. Þær gáfu mikil-
vægar upplýsingar og sýndu meðal
annars að lögin eru að meginhluta
kalkþörungaset. Áður en gengið var
frá niðurstöðum var afráðið að útvíkka
rannsóknir í Arnarfirði og kortleggja set-
lög víðs vegar í firðinum. Í maímánuði
2001 var því mæld setþykkt á öllum
þeim grunnsvæðum í innanverðum
Arnarfirði sem ekki voru könnuð árið
áður. Voru þá kortlögð svæðin báðum
megin þess hluta fjarðarins sem er
innan (austan) Langaness. Einnig voru
mæld svæði í Trostansfirði og Fossfirði.
Svæðið í Fossfirði teygðist alla leið út
undir Bíldudal. Auk þessa var grunn-
svæðið út með Ketildölum kannað, allt
að Bakkadal. Í þessum mælingum kom
í ljós að víða er að finna setlög svipuð
lögunum á kalkþörungasvæðunum. Því
var ákveðið að bora einnig á hinum
nýkönnuðu svæðum haustið 2001.
Útbreiðsla kalkþörungasets
Endurvarpsmælingar og boranir
leiddu í ljós að kalkþörungaset er að
finna mjög víða í Arnarfirði. Öll svæðin
á 6. og 7. mynd einkennast af slíku seti og
skiptir þykkt þess metrum. Rannsókn-
irnar á þessum árum sýna ásamt síðari
rannsóknum að kalkþörunga er að finna
víðar í Arnarfirði, svo sem í firðinum
norðanverðum, en þar eru lögin
mjög þunn.
Rúmmál kalkþörungasets
Borkjarnar úr setlögunum voru
meðal annars notaðir til að meta hlutfall
kalkþörungasets í lögunum. Í ljós kom
að í langflestum tilfellum var eingöngu
slíkt set í kjörnunum. Í setlögunum
meðfram Fossfirði vestanverðum, allt
út að Haganesi (Bíldudalsvogi), var þó
annað set í neðri hluta kjarnanna. Þegar
þær upplýsingar lágu fyrir reyndist ein-
falt að reikna rúmmál kalkþörungasets á
mælingasvæðunum. Þeir reikningar eru
þó háðir þeirri óvissu að lengd borkjarna
er breytileg, og í mörgum tilfellum náðu
þeir ekki gegnum setlögin. Þessi fyrir-
vari á einnig við um sum önnur svæði
sem fjallað er um í þessari grein.
Í Arnarfirði sunnanverðum, innan
Langanesgrunns (6. mynd), reiknuð-
ust 4,3 milljónir rúmmetra af seti, og á
Langanessvæði (Langanesgrunni) og
allt að Steinanesi (6. mynd) um 6 millj-
ónir. Í Fossfirði vestanverðum finnast
um 2 milljónir rúmmetra, í Reykjarfirði
um 5,8 milljónir og í Trostansfirði um
2,4 milljónir. Þrjú síðastnefndu svæðin
eru sýnd á 7. mynd. Alls reiknast magn
kalkþörungasets í Arnarfirði því um
20,5 milljónir rúmmetra að lágmarki.
Árið 2006 var Íslenska kalkþör-
ungafélaginu heimilað að taka af þessu
seti 82.500 rúmmetra á ári í 30 ár.
Leyfið var takmarkað við suðvestur-
hluta Langanesgrunns, Reykjarfjörð
og strandlengjuna frá botni Fossfjarðar
að Bíldudalsvogi.
Gerð kalkþörungasetsins
Kalkþörungasetið í Arnarfirði reyn-
dist að meginhluta vera myndað af
ljósum kalkþörungabrotum og gráum
grunnmassa. Gráa efnið er að megin-
hluta fínefni af landrænum uppruna,
þ.e. basaltsvarf sem borist hefur frá
landi með ám og vindi. Auk þess fund-
ust í því stakar steinvölur sem ætla má
að hafi borist með ís. Í ljósa hlutanum