Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 119 7. mynd. Útbreiðsla og þykkt kalkþörunga- sets í Fossfirði, Reykjarfirði og Trostansfirði. Lega sniðsins í Reykjarfirði er sýnd (sbr. 5. mynd). – Distribution and thickness of maërl in southern Arnarfjörður. Position of seismic profile in Reykjarfjörður (Fig. 5) is indicated. svæði á þessum tíma, Langanesgrunn og Reykjarfjörður. Ákveðið var að beina athyglinni að þessum svæðum, og í júní var mæld þykkt botnsetsins á báðum svæðum (sbr. 6. og 7. mynd). Þarna reyndust vera ung setlög og náðu meira en 8 metra þykkt þar sem mest var. Dæmi um mælisnið úr þessu verki eru sýnd á 4. og 5. mynd. Þegar þessar niðurstöður lágu fyrir þótti eftirsóknarvert að kanna gerð setlaganna, sérstaklega magn kalkþör- unga í þeim. Í því skyni voru boraðar rannsóknarholur í setlögin á svæðunum tveimur haustið 2000. Þær gáfu mikil- vægar upplýsingar og sýndu meðal annars að lögin eru að meginhluta kalkþörungaset. Áður en gengið var frá niðurstöðum var afráðið að útvíkka rannsóknir í Arnarfirði og kortleggja set- lög víðs vegar í firðinum. Í maímánuði 2001 var því mæld setþykkt á öllum þeim grunnsvæðum í innanverðum Arnarfirði sem ekki voru könnuð árið áður. Voru þá kortlögð svæðin báðum megin þess hluta fjarðarins sem er innan (austan) Langaness. Einnig voru mæld svæði í Trostansfirði og Fossfirði. Svæðið í Fossfirði teygðist alla leið út undir Bíldudal. Auk þessa var grunn- svæðið út með Ketildölum kannað, allt að Bakkadal. Í þessum mælingum kom í ljós að víða er að finna setlög svipuð lögunum á kalkþörungasvæðunum. Því var ákveðið að bora einnig á hinum nýkönnuðu svæðum haustið 2001. Útbreiðsla kalkþörungasets Endurvarpsmælingar og boranir leiddu í ljós að kalkþörungaset er að finna mjög víða í Arnarfirði. Öll svæðin á 6. og 7. mynd einkennast af slíku seti og skiptir þykkt þess metrum. Rannsókn- irnar á þessum árum sýna ásamt síðari rannsóknum að kalkþörunga er að finna víðar í Arnarfirði, svo sem í firðinum norðanverðum, en þar eru lögin mjög þunn. Rúmmál kalkþörungasets Borkjarnar úr setlögunum voru meðal annars notaðir til að meta hlutfall kalkþörungasets í lögunum. Í ljós kom að í langflestum tilfellum var eingöngu slíkt set í kjörnunum. Í setlögunum meðfram Fossfirði vestanverðum, allt út að Haganesi (Bíldudalsvogi), var þó annað set í neðri hluta kjarnanna. Þegar þær upplýsingar lágu fyrir reyndist ein- falt að reikna rúmmál kalkþörungasets á mælingasvæðunum. Þeir reikningar eru þó háðir þeirri óvissu að lengd borkjarna er breytileg, og í mörgum tilfellum náðu þeir ekki gegnum setlögin. Þessi fyrir- vari á einnig við um sum önnur svæði sem fjallað er um í þessari grein. Í Arnarfirði sunnanverðum, innan Langanesgrunns (6. mynd), reiknuð- ust 4,3 milljónir rúmmetra af seti, og á Langanessvæði (Langanesgrunni) og allt að Steinanesi (6. mynd) um 6 millj- ónir. Í Fossfirði vestanverðum finnast um 2 milljónir rúmmetra, í Reykjarfirði um 5,8 milljónir og í Trostansfirði um 2,4 milljónir. Þrjú síðastnefndu svæðin eru sýnd á 7. mynd. Alls reiknast magn kalkþörungasets í Arnarfirði því um 20,5 milljónir rúmmetra að lágmarki. Árið 2006 var Íslenska kalkþör- ungafélaginu heimilað að taka af þessu seti 82.500 rúmmetra á ári í 30 ár. Leyfið var takmarkað við suðvestur- hluta Langanesgrunns, Reykjarfjörð og strandlengjuna frá botni Fossfjarðar að Bíldudalsvogi. Gerð kalkþörungasetsins Kalkþörungasetið í Arnarfirði reyn- dist að meginhluta vera myndað af ljósum kalkþörungabrotum og gráum grunnmassa. Gráa efnið er að megin- hluta fínefni af landrænum uppruna, þ.e. basaltsvarf sem borist hefur frá landi með ám og vindi. Auk þess fund- ust í því stakar steinvölur sem ætla má að hafi borist með ís. Í ljósa hlutanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.