Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 109 var safnað álíka marga virka daga og helgidaga á öllum þremur tímabilunum á hverjum þeirra þriggja staða sem athyglinni var beint að, þ.e. á Nesja- völlum, í Reykjadal og Dyradal. Alls fengust 1.135 svör, 393 í Reykjadal, 375 á Nesjavöllum og 367 í Dyradal. Ýtarlega er rýnt í niðurstöður þessarar könnunar í skýrslu Edwards H. Huijbens, Evu Halapi og Heiðu Aðalsteinsdóttur.59 ÁHRIF VIRKJANA Á FERÐA- MENNSKU OG ÚTIVIST Hvalá í Ófeigsfirði Fyrirhugað framkvæmdasvæði vegna virkjunar Hvalár er að langmestu leyti óraskað náttúrusvæði (1. mynd). Af þeim sökum taldi Skipulagsstofnun mikilvægt að athugun meðal ferða- manna sem nú sækja svæðið heim og þeirra aðila sem starfa þar í ferða- þjónustu yrði hluti mats á umhverfis- áhrifum virkjunarinnar. Flestir þeir sem nú fara um svæðið eru Íslendingar, þótt erlendum gestum fjölgi í takt við fjölgun þeirra hingað til lands.50 Svæðið verður því að teljast á stigi uppgötvunar þegar miðað er við lífsferilslíkan Butlers (2. mynd). Greining Hjalta Jóhannessonar50 byggist á rófi útivistarmöguleika. Hann segir: Með tilkomu Hvalárvirkjunar breytir sá hluti Árneshrepps sem nyrst liggur, þ.e. Ófeigsfjörður, um eðli, a.m.k. hvað landslagsþáttinn varðar þar sem landslagið færist fjær því að teljast náttúrulegt yfir í að vera meira mann- gert með áherslu á nýtingu náttúru- auðlinda. Það færi því nær því að telj- ast til dreifbýlis ... sem aftur þýðir fleiri gestir, sem dregur úr víðernisupplifun af svæðinu. Hjalti segir samhljóm milli ferða- manna og aðila í ferðaþjónustu um aðdráttarafl svæðisins. Þá megi sjá að áhersla ferðamanna er heldur meiri á aðdráttaraflið sem fámennið og rólegheitin hafa, tengingin við horfinn tíma, yfirbragð eyðibyggðar og friðlandið á Hornströndum. Hann bendir á að aðilar í ferðaþjónustu ... staldr[i] gjarnan við aðgengi að norðanverðum Ströndum í tengslum við umfjöllun um aðdráttarafl svæðis- ins. Aðgengið verður að teljast miður gott, sérstaklega fyrir íbúana sem þurfa allt árið að reiða sig á Stranda- veg nr. 643 sem er að mestu leyti gamall malarvegur. Hann bætir við: „Samgöngur og aðgengi að svæðinu runnu eins og rauður þráður gegnum flest samtöl við viðmælendur, einkum ferðaþjón- ustuaðila sem búa á staðnum“. Tak- markað aðgengi hamlar þannig vexti greinarinnar að mati viðmælenda en um leið skerpir það sérstöðu svæð- isins, sérstöðu sem ferðamenn telja mikilvæga þegar þeir tjá upplifun sína. Snorri Baldursson,58 þá formaður Landverndar, segir í aðsendri grein í Kjarnanum: Að mati þess sem hér heldur um penna mun ... sérstaða landsvæðis- ins ... hverfa að meira eða minna leyti þegar Hvalárvirkjun er risin með til- heyrandi veitum, uppistöðulónum og upphækkuðum vegum. Í matsskýrslu Verkíss um Hval- árvirkjun í Ófeigsfirði1 er efnið frá Hjalta Jóhannessyni sett í víðara sam- hengi umhverfisáhrifa virkjunarinnar. Þegar kemur að ferðamennsku og úti- vist draga skýrsluhöfundar svo saman: „... í hugum flestra ferðamanna um svæðið er aðdráttarafl þess einmitt að svæði[ð] hefur yfirbragð eyðibyggðar“. Jafnframt segir að „ferðamenn frá þétt- býlli stöðum“ vilji gjarna „njóta svæð- isins eins og það er, náttúran tiltölu- lega ósnortin af athöfnum mannsins, fámenni og rólegt yfirbragð“. Þegar kemur að mati á áhrifum Hval- árvirkjunar á ferðamennsku og útivist er ljóst að heimafólk telur jákvætt að svæðið verði aðgengilegra og auð- veldara yfirferðar. Að sama skapi er bætt aðgengi talið neikvætt fyrir núver- andi ferðamennsku, sem snýst um að komast á svæði „sem nær inn á skil- greint svæði óbyggðra víðerna og sem hefur að geyma mikla sögu og náttúru sem ferðamenn sækjast eftir“.1 Hengilssvæðið Þeir sem stunda útivist á Hengils- svæðinu eru einkum Sunnlendingar og íbúar höfuðborgarsvæðisins, sem og erlendir ferðamenn. Svæðið er mjög aðgengilegt og þar er nokkuð af þjón- ustuinnviðum, sem og sýnilegum virkj- unarmannvirkjum (5. mynd), og má það teljast, líkt og Ísland almennt, á stigi „vaxtar“ þó að engir fastir fjölda- mælikvarðar liggi því til grundvallar (2. mynd).59 Þegar svör við spurningum um upp- lifun gesta á Hengilssvæðinu eru greind má sjá að gestirnir voru ánægðir með dvölina og náttúru svæðisins og þeir töldu svæðið jafnan mjög náttúrulegt, kyrrt, aðgengilegt, fallegt og áhrifa- mikið. Svarendur gáfu aðgengi einkunn- ina 4,5 af 5 mögulegum og töldu svæðið þannig mjög aðgengilegt. Marktækur munur er á skoðun gestanna á aðgengi að svæðinu eftir aldri, því hvort fólk hefur ferðast áður um svæðið og hvaða starfi það gegnir. Þannig töldu 36–45 ára svarendur svæðið aðgengilegra en aðrir aldurshópar og það sama gildir um þá sem hafa komið áður á svæðið. Þeim sem gegndu „öðrum störfum“ en skil- greind voru í könnuninni fannst svæðið síður aðgengilegt en öðrum hópum. Ekki er marktækur munur á viðhorfum svarenda eftir því hvort þeir stunduðu útivistina í Dyradal, Reykjadal eða á Nesjavöllum.59 Könnunin leiddi einnig í ljós að þótt þorri svarenda hefði tekið eftir mann- virkjum á leið sinni um svæðið drógu þau ekki úr jákvæðri upplifun þeirra af svæðinu. Þorri svarenda taldi einnig að ekki vantaði neina innviði fyrir ferða- menn á Hengilssvæðinu. Undantekn- ingar hér voru íslenskir svarendur, þeir sem höfðu komið á svæðið áður, þeir sem dvöldust stutta stund á svæðinu og þeir sem voru í Dyradal og Reykjadal. Meirihluti þeirra svarenda taldi að inn- viði vantaði og þá helst salerni og betri upplýsingagjöf, sem og að bæta þyrfti stíga eða vegi. Ákveðnir hópar úti- vistariðkenda á Hengilssvæðinu töldu jafnframt að ganga ætti lengra í þágu útivistar og ferðaþjónustu en nú er gert, ef byggja ætti frekari mannvirki á svæð- inu á annað borð. Þannig má segja að nú þegar sé komin hefð á byggingar og innviði á svæðinu og þol gesta hafi því vaxið gagnvart þeim.59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.