Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 102
Náttúrufræðingurinn
182
sýndi fram á að með bólusetningu mætti hægja á sýkingunni
í lömbum. Þetta er merkileg niðurstaða og gefur vonir um
að sömu aðferð megi beita gegn eyðni í fólki. Iðulega var til
hennar leitað varðandi dýrasjúkdóma, einnig eftir að hún var
hætt að vinna. Skoðanir hennar vógu þungt.
Margrét barðist fyrir heilsuvernd fólks og húsdýra. Lífs-
skoðun hennar mótaðist af samhjálp og samhug þeim sem
var ríkjandi meðal fólksins á æskuslóðum hennar. Á náms-
árum sínum í Bandaríkjunum kynntist hún því viðhorfi að
réttur til læknishjálpar gæti verið háður því að sjúklingarnir
hefðu efni á að borga fyrir sig eða hefðu tryggingar. Í þvílíku
samfélagi vildi hún ekki búa og fyrirleit slík viðhorf til lífs-
ins. Það varð með öðru til þess að hún hneigðist til vinstri í
stjórnmálaskoðunum.
Margrét var föðurlandsvinur og öflugur landvarnarmaður.
Hún barðist árum saman ásamt Eydísi dóttur sinni gegn því að
Landsnet legði loftlínu yfir jörðina hennar, Landakot. Þeirri
baráttu lauk með sigri þeirra. Hæstiréttur dæmdi óheimilt að
hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu á landi þeirra, sem þó
hafði verið tekið eignarnámi. Með því var brotin á bak aftur
hin opinbera loftlínustefna á því svæði. Margrét var tónelsk
og opin fyrir nýjungum í vísindum og listum. Hún elskaði allt
sem íslenskt var, landið, gróðurinn, íslenska búféð og fólkið,
og örverurnar, en þótt hún fylgdist vel með á öllum sviðum
mannlífsins var henni minna gefið um stjórnmálin. „Menntun
er lykill að farsæld manna, en gróðafíknin er eitur. Jafnrétti er
mikilvægara öðru og allir ættu að hafa jafnan rétt til náms og
lífs,“ sagði Margrét. Hún var hlynnt þeirri reglu að allir ættu
að fá sömu laun en ofurlaun og arðgreiðslur til þeirra sem
mest ættu og síst þyrftu á að halda væru af hinu illa.
Margrét var eftirminnileg og skemmtilegur samstarfs-
maður en ekki allra. Hún þagði ekki yfir því sem hún taldi
óhæft. Kollegar hennar og fleiri fengu að kenna á beittum
athugasemdum hennar. Hún varð brautryðjandi í Háskóla
Íslands, fyrsti kvenprófessorinn, og ruddi víðar brautina.
Störfum Margrétar lauk ekki á Keldum eða við Háskólann.
Eftir að Kýpurtilrauninni lauk vann hún flesta daga að eigin
rannsóknum á rannsóknarstofunni í Ármúla, allt fram á síð-
ustu mánuði, löngu eftir að hún var hætt launuðum störfum,
og fór á milli í strætisvögnum eða gekk. Margrét var fjölhæfur
dugnaðarforkur sem aldrei tók sér frí.
Margrét bjó á Keldum meðan hún sinnti rannsóknum þar
og börnin hennar tvö, Guðni og Eydís, léku sér í túninu við
stöðina og urðu vinir okkar starfsmanna þar. Ég sótti ráð til
Margrétar og við bárum saman bækur um varnir gegn smit-
hættu af innflutningi fyrir búfé og fólk.
Margrét var hófsöm í líferni, hlóð ekki undir sig og vildi
ekki láta aðra hafa fyrir sér. Hún kunni ógrynni af vísum,
kvæðum og sálmum. „Allt sem er rímað festist í höfðinu
á mér,“ sagði Margrét. Hún var gamansöm, hagorð sjálf,
hnyttin og hittin. Við vorum í afmæli Tilraunastöðvarinnar að
Keldum. Vil hlið okkar stóðu tveir Pálar, tveir Þorsteinar, þrír
Halldórar og fjórir Guðmundar. Það var annars undarlegt hve
margir nafnar söfnuðust að Keldum. Ég fór að ræða um þetta
við Margréti. Þá segir hún:
Kátt er á afmæli Keldusvína,
kampavíni þau hella í sig.
Pálarnir láta nú ljós sitt skína,
líklega komnir á efsta stig.
Glaðir og reifir Guðmundar
glösunum klingja hér og þar.
Sigurður Sigurðarson dýralæknir
Margrét á Núpshlíðarhálsi 2016.
Keilir og Vatnsleysuströnd í baksýn.
Ljósm. Hallgrímur Arnarson.