Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
95
silungum í net að meðaltali á árunum
1985–2016. Afli á lögn fór í 2,84 silunga
í net árið 1988 en var minnstur 0,56
árið 1989 og 0,58 árið 2007 (9. mynd).
Heildarafli á lögn jókst frá 2008 til 2014
eftir lægð frá árinu 2000, minnkaði svo
aftur 2015 en var svolítið meiri 2016
og rétt ofan við meðaltal tímabilsins
frá 1985.
Í rannsóknarveiðum hafa net verið
lögð með sambærilegum hætti og á
sömu staði á hverju hausti í 31 ár eða
frá 1986–2016 að báðum árum með-
töldum. Lengdardreifing bleikjuafla í
rannsóknarveiðum í Syðriflóa segir því
allmikla sögu um þróun bleikjustofnsins
og framvindu í samsetningu hans (10.
mynd). Miklar breytingar hafa komið
fram í lengdardreifingu á þessum tíma
og sá fjöldi fiska sem veiðst hefur verið
afar mismikill, frá 533 bleikjum 1995
niður í 21 bleikju sumarið 2007. Hér er
um 25-faldan mun að ræða. Hafa verður
í huga að aldurs- og þyngdardreifing
getur verið ólík og þar með heildarþungi
stofnsins. Eins og áður segir varð hrun í
bleikjustofni Mývatns sumarið 1988 og
aftur 1997.18,34 Í kjölfar hrunsins 1988 tók
það stofninn nokkur ár að ná sér aftur á
strik en í raun hefur hann ekki enn náð
sér eftir hrunið 1997. Þegar hrunin urðu
var það einkum smærri bleikja sem féll.
Stærri bleikjurnar náðu að lifa af og
stóðu undir veiði næstu veiðitímabil á
eftir. Í mælingum 2015 og 2016 varð vart
við aukna smábleikju í Mývatni miðað
við árin þar á undan. Einnig varð vart
við meira af stærri bleikju en fyrri ár og
höfðu margar þeirra hrygnt áður.
Bleikjuafli á hverja lögn í rann-
sóknarveiðum hefur í meginatriðum
fylgst að í Syðriflóa og Ytriflóa frá árinu
1986 en jókst í Syðriflóa 2015 og 2016 í
kjölfar aukinnar nýliðunar smásilungs
(11. mynd). Sambærileg aukning kom
ekki fram í Ytriflóa. Afli urriða á lögn
hefur einnig haldist svipaður í flóunum
á sama tíma (12. mynd). Á tímabilinu frá
1993 til 2010 fór afli urriða á lögn vax-
andi en hefur fallið síðan og var árið
2016 orðinn svipaður og 1993. Þetta
bendir til þess að veiðistofn urriða hafi
stækkað nokkuð eftir að bleikju fækkaði
í hruninu 1997. Einnig kemur fram að afli
á sóknareiningu lækkaði frá 2010. Hlut-
fall bleikju og urriða í afla á lögn í rann-
sóknarveiðum sýnir að bleikjustofninn
hefur verið allt að 20 sinnum stærri
en urriðastofninn í Mývatni á árunum
1986 og 1993–1994. Eftir 1997 varð þessi
munur minni og fjöldi urriða varð meiri
en bleikju í afla í rannsóknarveiðum.
Holdafar var reiknað út frá aðhvarfi
lengdar og þyngdar (log umbreytt) þar
sem jafna aðhvarfslínunnar var leyst
fyrir 20, 30 og 40 cm bleikju. Frávik
hvers árs var reiknað út frá meðaltali
áranna 1986–2000. Á þeim árum sem
hrun urðu í bleikjustofninum, 1988 og
1997, var holdafar langt undir meðal-
tali (13. mynd). Sömu sögu var reyndar
að segja 1993 án þess að vart yrði við
fækkun árin á eftir. Enn var lægð í
holdafari 2003 en holdafar hefur verið
vel yfir meðallagi frá 2005, þótt það hafi
versnað haustið 2009 og síðan batnað
aftur 2010. Frá árinu 2005 hefur holda-
far verið yfir meðaltali og var best á
umræddu tímabili á árunum 2006 og
2008. Eftir það lækkaði holdastuðull í
þrjú ár fram til 2011. Holdastuðullinn
lækkaði aftur frá 2012–2015 en hækkaði
svo á ný 2016.
Fæða bleikju hefur verið nokkuð
breytileg á þeim tíma sem samfelld
gögn ná yfir (14. mynd). Í þeim árum
sem holdafar bleikjunnar er best er
hlutfall smárra krabbadýra í mögum,
einkum kornátu (E. lamellatus) og lang-
halaflóar (Daphnia longispina), hvað
hæst en hlutfall hornsíla hærra í þeim
árum sem holdafar er lakara. Frá 2009
fór hlutdeild hornsílis vaxandi til 2011
þegar það var orðið um helmingur af
magainnihaldi bleikjunnar í Mývatni.
Sumrin 2012 og 2013 var rykmý, lang-
halafló og kornáta ríkjandi í fæðu
bleikjunnar. Sumarið 2014 var hornsíli
aftur komið í meirihluta, sem gæti verið
vísbending um minnkandi stofna áður-
talinna tegunda. Sumrin 2015 og 2016
voru krabbadýr, langhalafló og kornáta
uppistaðan í fæðu bleikjunnar en lítið
var af hornsíli í fæðunni.
Ef gengið er út frá því að nýliðun verði
ekki sem neinu nemi í veiðistofni yfir
vetrarmánuðina en veitt úr stofninum,
þá má gera ráð fyrir að það gangi á veiði-
stofninn, að það eyðist sem af er tekið.
Þetta kemur fram í því að afli á sóknar-
einingu fellur yfir veiðitímann. Hægt er
að nota upplýsingar um veiði og afla á
sóknareiningu til að fá mat á veiðistofn
í upphafi veiðitímans. Á tímabilinu frá
1986 hefur reiknuð stofnstærð í upp-
hafi veiðitíma í vetrarveiði í Mývatni
verið frá 21.892 bleikjum 1986 niður í
238 veturinn 2006 (1. tafla). Á þeim tíma
hefur veiðihlutfall miðað við reiknaða
stofnstærð verið frá 103% niður í 65%,
sem telja verður hátt miðað við þessa
aðferð. Hafa verður í huga að fræðilega
getur veiðihlutfall ekki farið yfir 100%.
Ekki kom fram fall í afla á sóknarein-
ingu eftir því sem leið á veiðitímabilið
í vetrarveiðinni 2014 og 2015. Það var í
fyrsta sinn frá 1986 sem fallið varð ekki,
og bendir það til þess að veiðarnar hafi
verið hlutfallslega svo litlar að þær komu
ekki fram í mati á stærð veiðistofns-
ins þessi ár. Þegar afli á sóknareiningu
minnkar kemur í ljós að það minnkar
sem af er tekið. Slík minnkun kom fram
í veiði 2016 og var mat á stofnstærð í
upphafi veiðitíma 747 bleikjur og veiði-
hlutfall 74%. Greinilegt fall varð í afla á
sóknareiningu yfir vetrarveiðitímabilið
árin 2011–2013 en líta verður á niður-
stöðu stofnmats með fyrirvara. Það mat
segir að veiðistofn í upphafi veiðitíma
hafi verið 1.163 bleikjur árið 2011, 1.865
bleikjur árið 2012 og 948 í marsbyrjun
árið 2013. Veiðistofninn minnkaði þau
ár þrátt fyrir að dregið væri úr sókn og
var veiðihlutfall samkvæmt mati 35%
árið 2011, 31% árið 2012 og 38% árið
2013. Ekki varð fall í veiði 2014 og 2015
og því ekki til eiginlegt mat á veiðistofni
og veiðihlutfalli. Eins og áður sagði var
veiðistofn 2016 metinn 747 silungar og
veiðihlutfall 74%.
Tengsl hafa komið fram milli stofn-
mats tilraunaveiða og afla í vetrarveiði
á næsta veiðitímabili á eftir til ársins
2009 (R2 = 0,47, p< 0,05, df 24).21 Tengsl
eru á milli stofnstærðar sem metin er
út frá tilraunaveiðum síðsumars og
þeirrar stofnstærðar sem metin er í
upphafi veiðitíma á næsta vetrarveiði-
tímabili þar á eftir. Þetta sýnir að afli í
rannsóknarveiði gefur jafnframt mat á
veiðistofn (R2=0,36; p<0,01, df 25) (15.
mynd). Í veiði bænda í Mývatni hafa
verið tengsl á milli sóknar og afla (R2 =
0,86; p<0,001, df 30) (16. mynd).
Vöxt bleikju má greina með því að
bakreikna út frá hreistursýnunum allt
aftur til 1941 og sýnir slík greining að
vaxtarhraði bleikju í Mývatni hefur ekki
breyst á þessum tíma (17. mynd).