Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 92

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 92
Náttúrufræðingurinn 172 einnig endurrituð stafrétt með efnisá- gripi á ensku og ýmsum skýringum. Í þessum bréfum lætur König óspart í ljós þakklæti sitt og þá miklu virðingu sem hann bar fyrir lærimeistara sínum. Hann biðst afsökunar á því að geta ekki ritað á latínu eða sænsku, og býðst hvað eftir annað til að senda Linné plöntur og dýr sem hann hafi safnað, og að safna því sem Linné færi fram á. Hér verður birt ágrip af efni átta fyrstu bréfanna, sem öll voru rituð í Kaupmannahöfn, og eins frá Tranquebar. Í Kaupmanna- höfn var póstfang hans á þessum tíma „Friedrichs Hospitals Apotecke“, þ.e. Lyfjabúð Friðriksspítala. Khöfn 26. október 1763: König segir að plöntusafn sitt, sem hafi verið harla ófullkomið þegar hann var í Uppsölum (1757), sé nú komið í 300 tegundir [3.000, segir í enska ágripinu]. Hann kvartar yfir rógi frá Uppsölum sem hafi spillt sambandi sínu við Oeder prófessor í grasafræði við Háskólann í Höfn, stofnanda og ritstjóra hins mikla myndaverks Flora Danica og biður Linné að bæta úr því bréflega. Aðal- fréttin er þó sú að Friðrik V. konungur hefur fyrirskipað að hann skuli sendur til Vestur-Indía (Dönsku Jómfrúreyja), til að skoða flóru eyjanna og safna fágætum tegundum. Hann bíður frekari leiðbeininga frá Oeder og Gottlob von Moltke, æðsta ráðgjafa konungs. – Ekki virðist hafa orðið af þessari ferð, en í þess stað var König sendur til Íslands vorið 1764 og dvaldist þar til hausts 1765. Khöfn 7. júní 1766: Hér vantar hina upprunalegu (þýsku) gerð bréfsins, en enska endur- sögnin tekur líklega til þess alls. Þetta er nokkuð langur bréftexti (2½ A4-síða í útprentun) og fjallar aðallega um fjörudýr og sæþörunga sem hann hefur safnað á Íslandi. – König segist hafa útbúið pakka með ýmsum íslenskum náttúrugripum til að senda Linné, og komið honum í hendur Jóhanni Zoëga, sem einnig var nemandi Linnés 1762–1764, og vonar að hann komi sendingunni til skila. Þá ræðir hann um nokkrar fræplöntutegundir sem hann hefur safnað á Íslandi og sent Linné, þar á meðal um tegund af nýrri ættkvísl, sem hann hefur gefið nafnið Bergeria eftir Johan Chilian Just von Berger (1723–1791) þýsk-dönskum lækni, sem var formaður grasafræðifé- lagsins í Höfn. Þarna er komin sú jurt, sem Linné nefndi eftir König og Íslandi, Königia islandica, og nú kallast nafla- gras. Annars fjallar bréfið að mestu leyti um fjörudýr og þörunga, sem hann tölu- setur og hefur sent Linné, þar á meðal um eitraðan fjöruþörung sem olli kinda- dauða, og kallist óætisöl („Oaite Söl“) á íslensku. Fann König til höfuðverkjar af þeim þurrkuðum í lokuðu rými (einnig getið í doktorsritgerðinni). Aðra tegund kalli Íslendingar „Anim es Söl“ (þ.e. óminnissöl) og veldur hún minnisleysi ef menn éta hana, segir König í bréfinu. Hann getur um nokkur fleiri innlend nöfn á fjöruþörungum, og skrifar þau eftir framburði. Veturinn sem König dvaldist á Íslandi skoðaði hann aðallega sjávarplöntur (þörunga), holdýr og skeldýr, og seg- ist oft hafa komist í hann krappann við þær rannsóknir. Hann segist hefði þurft fleiri vetur til að rannsaka kóralþörunga (Corallinae) að gagni, og ekki hafa haft nógu góða smásjá til að sjá hverskonar angar (cilia) komu út úr greinum þeirra fullvöxnum. Málverk af Linné í Samabúningi. Málað af Martin Hoffmann, hollenskum málara, 1737.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.