Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 58
Náttúrufræðingurinn 138 árið 1974 og fékk sem nemur 178 g Si/ m2/ár og 222 g C/m2/ár.11 Niðurstöður mælinga á frumframleiðni botnþör- unga í Mývatni árið 2000 bentu til að frumframleiðni væri á bilinu 250–420 g C/m2/ár.17 Kísill (Si) nemur um 20% af þurrvigt kísilþörunga.34 Upptaka á 10 þúsund tonnum af Si úr Mývatni ætti að standa undir 50 þúsund tonnum af kísilþör- ungum (þurrvigt). Miðað við framan- greint mólhlutfall C:Si í kísilþörungum jafngildir þetta framleiðslu um 12,5 þús- unda tonna af lífrænu kolefni. Reikn- ingar á framburði lífræns, agnabundins kolefnis (POC; 1. viðauki),35 byggðir eru á meðalrennsli og mælingum á POC í útfalli Mývatns 2000–2001, sýna að ekki berast nema 638 tonn af POC um útfallið,18 eða 5% af því sem binst líf- rænum vefjum í vatninu. Skýrist það væntanlega af því að mest af kísil- þörungum í Mývatni er af botnlægu tegundinni Fragilaria construens sem berst mjög lítið úr vatninu, ekki einu sinni eftir storma.11,36 Árstíðasveifla POC og PON var mjög áberandi í Mývatni 2000–2001 (4. mynd og 1. viðauki). Styrkurinn jókst snar- lega snemma í maí, minnkaði svo aftur í júní og júlí. Í ágúst og september jókst styrkur POC og PON aftur, en varð þó ekki nema tæplega helmingur af því sem hann var í maí. Styrkur POC og PON yfir sumartímann endurspeglar vor- og haustblóma kísilþörunga í Mývatni, en getur einnig stafað af upphræringu af völdum vinds.11 Samtímis aukningu líf- rænna agna (POC og PON) minnkaði styrkur ólífrænu næringarefnanna fos- fats (PO4), nítrats (NO3), nítríts (NO2) og ammóníums (NH4) (3. mynd). Þörungar í vatni eru þurftarfrekari á köfnunarefnissambönd (N) en á fos- fór (P) og þurfa 16 mól af köfnunarefni á móti 1 móli af fosfór (1. og 2. jafna).27 Í Mývatni er mólhlutfall leysts köfnun- arefnis og fosfórs (N:P) lægra en 16:1 (5. mynd) sem þýðir að köfnunarefni getur takmarkað vöxt ljóstillífandi lífvera, líkt og þekkist um næringarefnabúskap vatna og straumvatna í gosbeltinu.22,33,37,38 Það er þó ekki endilega raunin, þar sem lífríki Mývatns er ríkt af köfnunarefnis- bindandi bakteríum (A. flos-aquae).13,39 Þær eru sjálfbærar um að binda köfn- unarefni úr andrúmsloftinu með sér- hæfðum frumum sem síðan losa það út í vatnið svo það verður aðgengilegt vaxtarfrumum bakteríunnar sem og öðrum ljóstillífandi lífverum.36 Auk þess er hringrás köfnunarefnis, á formi NH4, úr botnseti vatnsins hröð miðað við hringrás fosfórs.14 Þegar leyst köfnun- arefni þrýtur í vatninu taka blágrænar bakteríur við og framleiða köfnunarefni eftir þörfum, alveg þar til fosfór þrýtur í vatninu. Þetta veldur því að fosfór er í raun það næringarefni sem takmarkar ljóstillífun í Mývatni. Við öndun og rotnun lífrænna leifa snýst efnahvarfið í 1. jöfnu við og gengur til vinstri. Þá myndast fyrst leystar líf- rænar keðjur, ríkar af lífrænu kolefni og öðrum næringarefnum, eins og köfn- unarefni, sem tekin voru upp við ljóstil- lífunina (ekki sýnt í efnahvarfinu í 1. jöfnu), ekki ósvipað því þegar sykur leys- ist í heitu vatni. Að lokum brotna þessar einingar niður í frumeiningar sínar sem sýndar eru vinstra megin í 1. og 2. jöfnu. Í útfalli Mývatns jókst styrkur leysts líf- ræns kolefnis (DOC) frá maí til júlí 2000 en minnkaði svo frá ágúst til nóvember (4. mynd). Vetrarstyrkur DOC var um 5% af sumarstyrk þess. Styrkur leysts líf- ræns köfnunarefnis (DON) jókst einnig yfir sumarið, en mesti styrkur DON var um mánuði seinna á ferðinni en mesti styrkur DOC (4. mynd). Það bendir til að efnasambönd losni mishratt út við niðurbrot lífrænna efna. Frekara niður- brot lífrænna efnakeðja veldur losun ólífrænna næringarefna sem nýtast lífríkinu þegar aðstæður leyfa. Þannig sést rotnun vorblóma kísilþörunga vel á aukningu styrks NO3 í júní–júlí og lítils- háttar aukning á styrk PO4 í júní í Geira- staðaskurði (4. mynd). Styrkur leystra snefilefna Styrkur snefilmálma yfir rannsóknar- tímabilið er sýndur á 6. mynd. Málm- arnir járn (Fe), kopar (Cu), mangan (Mn), sink (Zn), mólýbden (Mo) og bór (B) eru í snefilmagni nauðsynleg nær- ingarefni fyrir ljóstillífandi lífverur. Ýmislegt hefur áhrif á leysni málma og styrk þeirra í lausn, svo sem súrefn- isstyrkur vatnsins og pH-gildi. Aðrir málmar mynda vatnsleysanleg efnasam- bönd með lífrænum efnasamböndum og haldast þannig í lausn. Leysni áls (Al) ræðst fyrst og fremst af pH-gildi vatnsins og er lægst við hlut- laust pH (pH 7) en hækkar við hærri og lægri pH-gildi. Þar af leiðandi var styrkur leysts áls mestur yfir hásumarið, þegar pH-gildi var hæst (3. og 6. mynd). Sama má segja um leysni títans (Ti). Styrkur þess jókst áttfalt á pH-bilinu 8–10 (R2=0,84). Kopar (Cu) þrefaldaðist í styrk á sama pH-bili (R2=0,86). Leysni margra málma, svo sem járns og mangans, er bæði háð pH-gildi og oxunarstigi, og eykst leysni þeirra mjög með minnkandi súrefnisstyrk. Styrkur fosfórs er óbeint háður leysni járns þar sem fosfór ásogast á yfirborð járnútfell- inga (mýrarrauða, e. ferrihydrite). Þar af leiðandi er leysni fosfórs óbeint háð súr- efnisstyrk vatnsins.40 Afoxandi aðstæður valda styrkaukningu á leystu Fe og Mn, en Mn svarar súrefnisbreytingum hægar en Fe,41 sem gæti skýrt minni styrkaukn- ingu Mn en Fe í ágúst 2000. 7. mynd. Samband heildarstyrks leysts fos- fórs og köfnunarefnis í Mývatni, lífræns og ólífræns. TDP: heildarstyrkur leysts fosfórs. TDN: heildarstyrkur leysts köfnunarefnis. Gögn táknuð með svörtum lit eru frá Ingunni Maríu Þorbergsdóttur og Sigurði Reyni Gísla- syni sem safnað var með botnlægum söfn- unarboxum, dökku og gegnsæju.16 Örvarnar sýna rennsli vatns frá innstreymi að útfalli í Geirastaðaskurði og Laxá, og brotna línan táknar N:P-Redfield-hlutfallið. – The relations- hip of total dissolved phosphorus and ni- trogen in Lake Mývatn, organic and inorganic. TDP: total dissolved phosphorus. TDN: total dissolved nitrogen. Black symbols represent data from Thorbergsdottir and Gislason which was collected using benthic chambers, dark (dökkt) and transparent (gegnsætt).16 The ar- rows show the water discharge through Lake Mývatn, from the inlet to the outlet at Geira- staðaskurður and Laxá, and the broken line represents the N:P-Redfield ratio.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.