Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 20
Náttúrufræðingurinn
100
sem vert er að taka alvarlega og bendir
til þess að gengið sé á veiðistofn urriða
umfram nýliðun. Minnkandi afli á lögn í
rannsóknarveiðum bendir til þess sama.
Út frá niðurstöðum um meðallengd
bleikju og urriða við sama aldur sést
að urriðinn vex mun hægar en bleikjan
og einnig dregur fyrr úr vexti hans en
bleikjunnar.29 Minni vaxtarhraði urriða
leiðir til þess að lengri tími líður frá
hrygningu þar til fiskurinn er kominn í
veiðanlega stærð.
Samkvæmt veiðiskýrslum hafa að
meðaltali 89,2% af bleikju veiðst í Syðri-
flóa en 10,8 % í Ytriflóa.35 Þegar miðað
er við flatarmál hvors flóa um sig veiðist
því hlutfallslega meira af bleikju í Syðri-
flóa. Urriðaveiði hefur að meðaltali
skipst nærri jafnt á milli flóa, 50,3% í
Syðriflóa og 49,7% í Ytriflóa, þrátt fyrir
að Ytriflói sé ekki nema um fjórðungur
af flatarmáli Mývatns. Það bendir til að
skilyrði fyrir urriða séu betri þegar litið
er til stærðar flóanna. Þar vega líklega
þyngst hrygningarskilyrði og átuskil-
yrði, meðal annars mikill fjöldi hornsíla
í flestum árum.
Bleikjustofn Mývatns hefur verið
lítill undanfarin ár. Hrun varð í bleikju-
stofninum 1988 en hann náði sér aftur
á strik. Eftir annað hrun 1997 hefur
nýliðun og veiðistofn ekki náð sér.
Niðurstöður rannsóknarveiða 2015 og
2016 gefa vísbendingar um að nýliðun
hafi aftur aukist og að bleikjustofninn
fari nú stækkandi. Þetta bendir til þess
að árangur friðunar sé að verða mælan-
legur í rannsóknarveiðum. Væntanlega
líða síðan 2–3 ár þar til þessi aukning
fer að skila sér í hrygningarstofn. Með
fleiri stórum fiskum í hrygningarstofni
er von til betri nýliðunar, þar sem fjöldi
hrogna og stærð eykst með aukinni fisk-
stærð.50 Eftir að dregið hefur verið úr
sókn hafa fleiri fiskar möguleika til að
hrygna oftar en einu sinni. Minnkandi
sókn ætti því að lokum að koma fram í
fleiri stórum kynþroska fiskum og hærri
afla á sóknareiningu.
SUMMARY
The Arctic charr in Lake
Mývatn. Changes in popula-
tion size and exploitation
Lake Mývatn is a shallow eutrophic
lake in Northeast Iceland. The lake
inhabits three fish species Arctic charr
(Salvelinus alpinus), brown trout (Salmo
17. mynd. Lengd bleikju eftir aldri, bakreiknuð með athugun á bleikjuhreistri frá árunum
1941, 1957, 1987, 1990 og 2007. – Arctic charr length by age back calculated from
scale samples from Lake Mývatn, 1941, 1957, 1987, 1990 and 2007.
16. mynd. Tengsl fjölda lagna og heildarafla bleikju á árunum 1985–2016.
– The relationship between the number of nets and the catch in Lake Mývatn.
15. mynd. Tengsl stofnmats (árið t) metið út frá afla í 30–50 mm möskva í rannsóknarveiði,
hlutfall þess sem hvert net tekur af heildarstofni og afli í vetrarveiði árið á eftir (t+1).
– The correlation between the estimated stock size in the monitoring fishery and the
estimated stock size at the beginning of the subsequent fishing season.