Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 19
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 99 mikil. Á síðustu árum hefur verið beitt stöðugt strangari takmörkunum á sókn með því að stytta veiðitíma og fækka netum. Frá 2011 hefur verið veiðibann á bleikju nema í vetrarveiði í mars þar sem veitt er með tveimur netum í tvær vikur. Veiðihlutfall bleikju af áætluðu stofnmati hefur verið metið 31–38% á árunum 2011–2013. Samkvæmt þessu hafa veiðitakmarkanirnar orðið til þess að draga úr sókn en hægt hefur þokast í þá átt að stækka veiðanlegan stofn og hrygningarstofn. Það tekur líklega tals- verðan tíma. Yfirleitt hafa niðursveiflur í átustofnum varað í 3–4 ár og er mikil- vægt að stíga þá öldu þannig að til staðar verði ungsilungar til að nýta næstu upp- sveiflu í átustofnum. Af þeim ráðum sem möguleg eru til stjórnunar er breyting á sókn eini möguleikinn til að hafa áhrif á framvindu bleikjustofnsins. Þegar hann hefur aftur stækkað og náð veiðiþoli er einboðið að stækka netmöskvana til að fá meiri heildarþyngd afla út úr sama fjölda fiska og fjölga árgöngum, bæði í hrygningar- og veiðistofni. Þegar stofnar verða mjög litlir, eins og raun er á í Mývatni á síðustu árum með því háa veiðihlutfalli sem þar við- gengst, er hætta á að stofnar smækki svo að lítil eða engin hrygning verði á mörgum riðastöðvum í vatninu. Þar með er smæð hrygningarstofnsins orðin takmarkandi þáttur fyrir nýliðun og stofnstærð silungs í Mývatni. Má búast við því að með þessum hætti geti fram- leiðslugeta silungs í vatninu skerst og afli minnkað, að minnsta kosti tímabundið, en að auki er hugsanlegt að þetta hafi áhrif á erfðasamsetningu silungastofns- ins og fjölbreytileika hans. Greiningar á vexti bleikju í Mývatni með athugunum á hreistri allt frá 1941 benda ekki til þess að miklar breytingar hafi orðið í vaxt- arhraða. Kynþroski virðist fyrr og síðar miðast við fjögurra og fimm ára aldur. Vaxtarhraði virðist mikill og fiskurinn fer upp í 50 cm lengd og yfir.28 Það er afar brýnt að áfram verði haldið við rannsóknir og söfnun veiði- skýrslna úr Mývatni. Það rannsóknar- átak sem nú er í gangi má líta á sem lágmarksátak til að fylgjast með vexti og viðgangi silungsins í vatninu. Gagna- röð sú sem til er og sú samfella í tíma sem gögnin ná yfir eru afar dýrmæt og mikilvægt að viðhalda þeim. Með því ætti að fást betri skilningur á samspili 14. mynd. Hlutfallsleg skipting fæðu bleikju í rannsóknarveiðum í Mývatni 1986–2016. – Stomach content of Arctic charr in monitoring fishery in Lake Mývatn 1986–2016. umhverfis og stofnstærða og innbyrðis samspili á milli þeirra. Rannsóknir og veiðistjórnun byggð á gögnum og þekkingu er einnig mikilvæg undir- staða þess að tryggja sjálfbæra nýtingu silungastofna Mývatns til framtíðar. Á þeim tíma sem urriðaveiði í Mývatni hefur verið skráð sérstak- lega er hún hlutfallslega mun stöðugri en bleikjuveiðin. Tölur um urriða- veiðarnar sýna að veiðistofn urriðans er mun minni en bleikjunnar og að bleikja var aðalnytjastofn vatnsins fram til þess að henni fækkaði 1997. Veiði á urriða jókst á árunum 2010–2012 en hefur síðan minnkað og 2016 var hún sú minnsta sem skráð hefur verið. Skýr- ing aukningarinnar 2010–2012 getur legið í nokkrum þáttum. Þar á meðal er bætt skráning, aukin sókn í urriða, stækkandi veiðistofn og að auki gætu sleppingar urriðaseiða verið að skila sér. Ekki er auðvelt að skera úr um hver þessara þátta vegur þyngst en líklegast er bæði um að ræða aukna sókn í kjöl- far breyttra veiðireglna og stækkandi stofn í kjölfar fækkunar í bleikjustofn- inum. Sú minnkun í urriðaveiði sem fram er komin frá 2013 er vísbending
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.