Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 32
Náttúrufræðingurinn
112
uppbygging vega í tengslum við virkj-
anir er á þennan hátt lögð til grund-
vallar bættu aðgengi og þetta aðgengi er
talið ferðaþjónustunni til tekna verður
áfangastaðurinn sérstöðulaust viðfang,
tæknilegt framkvæmdaratriði. Að sitja
á endanum uppi með slíkt verðmæta-
mat á ferðamannastað er áhyggjuefni
þar sem þannig eru slitin öll þau vensl
sem móta staðinn. Með því að slíta þessi
vensl öðlast allar breytingar á stað lög-
mæti í sjálfu sér, þær verða sjálft mark-
miðið.62 Í tilfelli víðerna og framkvæmda
þar fer málið að snúast um aðgengi
aðgengisins vegna.
Áfangastaðir sem eru tengdir með
vegum og greindir eftir á sem áhuga-
verðir staðir, þeir verða þannig hluti
þeirra markmiða sem birtast til dæmis
í auglýsingum Icelandair, þar sem
óþægindum sem felast í upplifun af
rými, tíma og stað hefur verið eytt. Til
þess að forðast þessi örlög, viðhalda
anda viðkomandi staðar og sérstöðu
víðerna á Íslandi verður ferðaþjón-
ustan sjálf á hverjum stað að taka yfir
feril vöruvæðingar með því að skapa
vöru úr kostum hvers svæðis. Bent
hefur verið á aðrar hugmyndir um
landnýtingu í Ófeigsfirði, svo sem að
gera landið að þjóðgarði58 eða áfanga-
stað vel skipulagðra göngu- og sjóferða
og menntaferðaþjónustu (e. academic
tourism) fyrir erlenda nema.63 Þessar
hugmyndir snúa að uppbyggingu á
forsendum byggðarlagsins, sögu þess
og sérstöðu, ekki síst uppbyggingu sem
gefur innsýn í sambúð manns og náttúru
fyrr og nú. Hér er sleginn sá tónn sem
glymur nú sífellt hærra um hve samofin
við erum umhverfi okkar.64 Hugmyndir
um uppbyggingu á forsendum ferða-
þjónustu og sérstöðu hvers staðar má
einnig lesa út úr rannsóknum ramma-
áætlunar þar sem talað er um að lélegir
vegir haldi fjöldanum burtu og skapi
þar með ákveðna eftirsóknarverða upp-
lifun. Áhersla á samspil aðgengis og
hvata, sem og sérstöðu staða, þýðir að
við þurfum að gera ráð fyrir skapandi
innleggi ferðamanna, horfa til þess hvað
þeir líta á sem eftirsóknarverða áfanga-
staði og hvernig þeir gera það, og rýna
hvernig sú sýn mótar hugmyndina um
áfangastaðinn Ísland. Með því að gera
ráð fyrir innleggi ferðamanna og með
því að setja ferðaþjónustu í forgrunn er
hægt að auka vægi náttúruverndar og
búsetusjónarmiða og skapa áfangastaði
á forsendum ferðamanna og heima-
fólks. Til að ná hylli ferðamanna verður
ferðaþjónustan þó að vöruvæða við-
komandi áfangastað og því er hætta á að
atvinnugreinin leiki tveimur skjöldum
þegar kemur að náttúruvernd.
Þá þyrfti að rannsaka hvernig mat
á umhverfisáhrifum vegna virkjunar-
framkvæmda gæti litið út ef markmiðið
er að ná raunverulega utan um náttúru-
upplifun gestanna, sem og væntingar
heimafólks, án þess að vöruvæða og
markaðssetja náttúru. Það er efni í aðra
grein og frekari rannsóknir.
Íslensk víðerni og lítt röskuð nátt-
úra er það sem íslensk ferðaþjónusta
selur; kjarninn í ímynd landsins og
meginhvati gesta sem hingað koma.
Hefðbundin sýn í ferðaþjónustu væri
sú að til að þessi vara skili sem mestum
arði þurfi að skapa að henni sem best
aðgengi. En því meira sem aðgengið
er, þeim mun hraðar missir varan sér-
stöðu sína. Einnig er hægt að byggja
vörur á óaðgengileika og sérstöðu, en
til þess þarf ferðaþjónustan sjálf að hafa
frumkvæði. Ef virkjunaraðilar verða
leiðandi drifkraftur í að skapa aðgengi
að víðernum og lítt röskuðum nátt-
úrusvæðum er ljóst að smám saman
grefur undan sérstöðu þessara svæða.
Ferðaþjónustan sjálf þarf að hafa for-
ystu um það hvernig aðgengið þróast á
forsendum þeirrar vöru sem skal bjóða
á hverjum stað. Greinin þarf því að vera
forvirk, móta sér stefnu um nýtingu
lítt raskaðra náttúrusvæða og víðerna
og láta ekki ginnast af gylliboðum um
aðgengi aðgengisins vegna. Víðerni eru
hins vegar vandmeðfarin auðlind fyrir
ferðaþjónustuna og verða auðveldlega
vöruvæðingu að bráð með of miklum
fjölda ferðamanna.
ABSTRACT
Harnessing destinations. The
role of improved access due
to energy utilization in mak-
ing for a tourist destination
This article details the changes
wrought on destinations in Icelandic
nature as access to them is improved
when energy resources there are harnes-
sed. Energy installations, be they hydro-
or geopower, are usually accompanied
by road infrastructure improvements
improving access to till then wilderness
areas. This fact is generally publicised
as a positive side effect for tourism and
recreation. Studies however show that
wilderness destinations that become
accessible like this will appeal to certain
types of tourists and repel others. The
aim of this article is to add depth to these
studies by exploring the dynamics of
destination changes due to power plant
development. Literature on the comm-
odification of nature and social goods
will be analysed and exemplified in
current energy development proposals
in Iceland. The article builds on ava-
ilable research analysing the impact
on tourism and recreation of energy
development of the Hengill area near
Reykjavík, and proposed power plant in
Ófeigsfjörður, NW-Iceland, and several
proposals studied in the third phase
of the master plan for geothermal and
hydropower development in Iceland.
That analysis along with relevant liter-
ature underpins the finding that the
tourist industry itself should best guide
where access is to be promoted. If not
wilderness sites will lose their aura of
uniqueness. At the same time the tourist
industry must recognise its own role in
the commodification of wildernesses
and thus the industry’s dual edged role
when it comes to nature protection.