Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 46
Náttúrufræðingurinn 126 a. Smásjá sem hönnuð er til ferðalaga og notkunar utandyra á rannsóknarstað. Orðið felt er tökuorð úr þýsku og skandinavísku málunum, sem hefur náð útbreiðslu meðal náttúrufræðinga, um vettvang rannsókna í náttúrunni, sbr. feltprófanir, fara í feltið. Í þessari grein verður sagt frá heimsókn þýska vatnalíffræðingsins Friedrichs Kurts Reinsch til Íslands í byrjun júlí 1925 og tildrögum hennar. Af tilviljun rakst höfundur á umfjöllun um sérstaka feltsmásjáa sem Tiyoda-sjónglerja- fyrirtækið framleiddi fyrir japanska herinn á fjórða áratug síðustu aldar og var ætluð læknum sem störfuðu við bráðahjálp í átökum. Þar kom fram að þessi feltsmásjá væri nákvæm eftirgerð af feltsmásjá sem bar nafnið Heimdal og sjónglerjafyrirtækið Reichert í Vínarborg framleiddi um tíma frá árinu 1927. Sögu smásjárinnar Heimdal má aftur rekja til vatnalíffræðirannsókna Friedrich Kurt Reinsch (1895–1927) á Íslandi sumarið 1925. RANNSÓKNIR Á ÍSLANDI Í byrjun júlí 1925 kom til Íslands með farþegaskipinu Botníu ungur þýskur vatnalíffræðingur, Friedrich Kurt Reinsch að nafni. Hann starfaði við vatnalíffræðideild (Lehrkanzel für Hydrobiologie und Fischereiwesen) Landbúnaðarskólans í Vínarborg (Hochschule für Bodenkultur, nú Uni- versität für Bodenkultur). Búnaðarfélag Íslands hafði veitt honum 2.000 króna styrk til vísindalegra vatnalíffræði- rannsókna hér á landi. Rannsóknirnar skyldu einkum beinast að lífsskilyrðum fiska í ám og vötnum og að klaki og uppeldi vatnafiska. Friedrich K. Reinsch var vel búinn rannsóknartækjum við komuna. Sum þeirra voru sérsmíðuð eftir fyrirsögn hans og svo virðist sem bæði dr. August Thienemann prófessor (1882–1960), sem var stórt nafn í evrópskri vatnalíffræði þess tíma, og Karl Reichert (1886–1953), eigandi samnefnds sjónglerjafyrir- tækis, hafi sýnt undirbúningi verkefnis- ins persónulegan áhuga og stuðning. Á tækjalista Reinsch var meðal annars vinda með 150 m af 3 mm sverum vír, Ekman-botnsýnataki, búnaður til að sía botnsýni með 3 möskvastærðum, svifháfur, háfur, vatnssýnataki með áfestum hitamæli, snúningshitamælir, búnaður og efni til súrefnismælinga, sýnaflöskur, straummælir, skífa til að mæla sjóndýpi, kíkir, Contessa-Nettel- -myndavél og Heimdal-feltsmásjá. Alls voru þetta 113 kíló af tækjabúnaði sem var haganlega komið fyrir í sérútbúnum koffortum. Fjórir hestar voru notaðir til þess að flytja allan búnaðinn á ferð Reinsch um landið. Lúðvíg Guðmundsson (1897–1966), sem þá var kennari í náttúrufræði við Hinn almenna menntaskóla í Reykja- vík, síðar stofnandi og skólastjóri Handíðaskólans, og Eiríkur Einarsson, nemi í menntaskólanum, síðar arkitekt (1907–1969), tóku þátt í rannsóknunum með Reinsch. Rannsóknirnar hófust við Þingvalla- vatn um miðjan júlí 1925. Nutu þeir Reinsch þar aðstoðar Símonar D. Péturs- sonar í Vatnskoti (1882–1966). Reinsch lýsti síðar aðdáun sinni á athugunargáfu Símonar, og alúð þeirri og skilningi sem athuganir hans á lífinu í vatninu báru vott um. Tveimur vikum síðar héldu þeir félagar að Laugarvatni og Apavatni. Leið þeirra lá í Borgarfjörð um miðjan ágúst. Þar rannsökuðu þeir Hvítá, mynni hennar og þverár, Grímsá, Norðurá og Þverá. Einnig vötn; Hreðavatn, Vatns- hamravatn og Skorradalsvatn. Þeir voru í Borgarfirði fram í byrjun september en Náttúrufræðingurinn 88 (3–4), bls. 125–129, 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.