Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 89

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 89
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 169 Ekki hefur verið kannað hversu margar íslenskar plöntur voru teikn- aðar í Flora Danica, en þær skipta lík- lega nokkrum tugum. Þar á meðal er litmynd af naflagrasinu, sem König fann og lýsti fyrstur manna, og Linné kenndi við nafn hans, Königia islandica. Hitt er víst að König lá ekki á liði sínu við grein- ingar og söfnun plantna þetta rúma ár sem hann dvaldist á Íslandi. Árangur hans var ótrúlegur, eins og fram kemur hér á eftir. Raunar gerði hann fleira en safna plöntum. Í bréfum hans til Linné, sem nánar er fjallað um síðar í þessari grein, kemur fram að hann safnaði skeldýrum og teiknaði þau, auk þess nokkrum fuglahömum, ennfremur gekk hann á Heklu og lýsir aðstæðum þar í einu bréfanna. Það átti ekki fyrir König að liggja að semja heildarskrá yfir plönturnar sem hann skráði og safnaði á Íslandi. Talið er að það hafi verið ætlun hans, eins og síðar verður getið. Ástæðurnar eru ekki augljósar. Hann dvelst í Höfn næstu tvö ár, að nema læknisfræði og starfar á ný sem lyfsali við Friðriksspítala, lýkur læknisprófi 1767, og er þá sendur til Indlands. Honum hefði því átt að gefast tími til þessa verks. PLÖNTUSKRÁ MÜLLERS Það kom í hlut Ottós F. Müller, vel þekkts náttúrufræðings í Höfn, að setja saman lista yfir plöntur sem König hafði skráð á Íslandi 1764–1765, og líklega flestum safnað. Otto Friedrich Müller var fæddur í Kaup- mannahöfn 1730. Hann hlaut kirkjulega menntun, gerðist einkakennari ungs aðals- manns og ferðaðist víða með honum, en sett- ist að í Höfn 1767, kvæntist auðugri konu og komst í náð hjá Friðrik V. konungi, sem veitti honum starf við Flora Danica. Kom hann út tveim bindum af ritinu til viðbótar við þau þrjú sem Oeder hafði ritstýrt. Müller var fjölhæfur náttúrufræðingur, bæði á sviði grasa- og dýra- fræði. Á seinni æviárum stundaði hann sjálf- stæðar rannsóknir, einkum á ormum og frum- dýrum í jarðvegi og ferskvatni, og ritaði bækur um þær á latínu, fræðimáli þess tíma. Sagt er að hann hafi fyrstur manna séð kísilþörung í smásjá, sem hann reyndar hélt vera dýr vegna þess að hann hreyfðist af sjálfsdáðum. Hann frumlýsti mörgum tegundum dýra og plantna, og bera þau nafn hans. Árið 1776 hratt hann af stað ritverki um dýralíf Noregs og Danmerkur: Zoologiae Danicae Prodromus. Hann lést í árslok 1784.16 Það lá því beint við að Müller tæki að sér það hlutverk að setja saman skrá yfir plöntur sem König fann á Íslandi. Hún kallast því langa nafni Enumeratio Stirpium in Islandia sponte crescentium (Skrá yfir plöntur er vaxa af sjálfsdáðum á Íslandi) og birtist í lítt þekktu tímariti eða ritröð sem gefin var út í Nürnberg í Bæjaralandi.7 Skráin er aðeins upptaln- ing fræðinafna, raðað eftir hinu tilbúna kerfi Linnés, og tekur til blómplantna, byrkninga, mosa, fléttna, þörunga og sveppa. Aðeins á fáeinum stöðum er vísað til mynda í Flora Danica. Söfnun og pressun plantna á 18. öld í hestaferðum og rysjóttri veðráttu Íslands hefur verið miklum erfiðleikum bundin. Samkvæmt þessari klausu í skrá Müllers (neðanmáls) hefur König safnað meginhluta skráðra tegunda: Stirpes hac ab indefesso Natu- rae scrutatore, Joh. Gerh. KOENIG, Medicinae Doctore, nunc urbis Tran- quebar, in littore Indiae Coromandel, Medico practico, annis 1764 et 65 in Islandia lectae, mihique amice mis- sae sunt, exceptis paucis, quas viva voce suplevit. [Plöntur sem hinn óþreytandi nátt- úrufræðingur, Joh. Gerh. Koenig, læknisfræðidoktor, nú starfandi læknir í borginni Tranquebar á Korómandel- strönd Indlands, safnaði á árunum 1764–1765 á Íslandi, og sendi mér vinsamlegast, nema fáeinar sem hann sagði mér frá.] PLÖNTUSKRÁ ZOËGA Í frumútgáfu Ferðabókar Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (Sorø, 1772) er prentað „Tilhang om de Is- landske Urter“ (Viðauki um íslenskar jurtir) með yfirskriftinni Flora Islandica. Enginn höfundur er tilgreindur, en í for- mála bókarinnar er viðaukinn kenndur Johan Zoëga.8 Þessi viðauki var felldur niður í hinum íslensku útgáfum bókar- innar, í þýðingu Steindórs Steindórs- sonar grasafræðings, 1944 og 1975. Um það segir Steindór í formála: Til að bæta úr hinu síðastnefnda [þ.e. vöntun ritgerðar um íslenskar plöntur] var flórulisti eftir Johan Zoëga Grasafræðisafnið, Botanisk Museum í Kaupmannahöfn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.