Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 18
Náttúrufræðingurinn 98 erfitt sé að greina það frá þætti stærðar hrygningarstofnsins í vatninu. Um 2000, þegar ljóst var af rann- sóknarveiðum að stofnstærð bleikju í Mývatni var orðinn mjög lítil, var farið að benda á það í ráðgjöf Veiðimálastofn- unar til Veiðifélags Mývatns að draga yrði úr sókn til að tryggja hrygningu á riðum þegar og ef átuástand breyttist til batnaðar. Veiðimálastofnun lagði árið 2007 til í bréfi til Veiðifélagsins og til Landbúnaðarstofnunar, sem var yfir- vald í veiðimálum á þeim tíma (nú Fiski- stofa), að dregið yrði sem allra mest úr veiði og helst hætt með öllu meðan þetta ástand varaði og stofninn væri jafn lítill og rannsóknarveiðar og stofnstærðar- mat bentu til. Þá þegar var ljóst að efna- hagslegur ávinningur af veiðum var orðinn takmarkaður þegar litið var til skamms tíma. Vitað var að erfiðlega gæti gengið að setja algjört veiðibann vegna menningarsögulegs og tilfinningalegs gildis veiðanna fyrir veiðiréttarhafa og Mývetninga alla. Ætíð er nokkur óvissa í mælingum á stærð fiskstofna en ekki var tilefni til að efast um þær mælingar sem gerðar höfðu verið og sýndu að stofnstærð bleikju í Mývatni var orðin mjög lítil. Það hefur jafnframt komið fram að árleg vöktun, þ.e. kerfisbundnar mælingar á fiskstofnum Mývatns, hefur gefið sterkar vísbendingar um stærð veiðistofns og ástand, sem síðan hafa verið staðfestar í afla. Sýnt hefur verið fram á að með þeim 43 mm-netum sem bændur nota veiða þeir bleikju niður í um 35 cm, og að þeir fiskar sem hraðast vaxa ná þeirri stærð þriggja ára.18,29 Uppistaðan í afla bænda er fjögurra ára bleikja, 35–43 cm, en hlutfallslega fáar eldri bleikjur. Bleikja sem er orðin meira en 30 cm löng síðsumars getur náð veiðanlegri stærð á næsta veiðitímabili á eftir, sem er vetrarveiði undir ís. Á rannsóknar- tímanum hafa komið fram tengsl á milli annars vegar stofnmats út frá afla á lögn í rannsóknarveiðum í net með möskva 30–50 mm og hins vegar mats á stofnstærð í upphafi vetrarveiði, sem er næsta veiðitímabil. Skýrir það mat tæplega helming af breytileikanum í stofnmati sem gert er út frá falli á afla á lögn í vetrarveiði undir ís. Rannsóknar- veiðarnar sem gerðar eru síðsumars gefa sterkar vísbendingar um horfur á komandi veiðitíma. Hrunin í bleikju- stofninum í Mývatni urðu að sumri til. Því er hæpið að hægt sé að spá fyrir um afla langt fram í tímann þar sem fáir árgangar eru í stofninum hverju sinni.18 Tengsl eru á milli afla í sumarveiði og vetrarveiði næsta árs enda ekki líklegt að mikil afföll eða nýliðun komi fram að hausti og fram í mars. Atburða er einkum að vænta yfir sumartímann. Á árinu 1993 var stofnstærð bleikju metin langt undir því sem veiði gaf árið á eftir. Það ár var vatnshiti lítill51 og holdafar bleikjunnar lélegt.18 Við þau skilyrði urðu ekki afföll á bleikju. Í öðrum árum á tímabilinu 1986–2016 hefur mæling á stofnstærð og nýliðun í veiðistofni verið nærri því sem fram kom síðar í veiðinni. Tengsl hafa komið fram á milli afla og sóknar. Sóknin fer mjög eftir því hvernig veiðist hverju sinni. Ef lítið veiðist eru net ekki í vatni og ef veiði er góð fjölgar veiðimönnum og netum. Hins vegar hefur lengi vakið athygli hversu lítill afli er jafnan á hverja lögn í Mývatni. Þá hefur veiðihlutfall, reiknað út frá mati á stofn- stærð í byrjun vetrarveiði og skráðum afla, jafnframt verið hátt og að meðaltali um 80%. Af þessu má ljóst vera að sókn í bleikjustofn vatnsins hefur jafnan verið 13. mynd. Hlutfallslegt (%) frávik meðalþyngdar bleikju í Mývatni frá meðalþyngd áranna 1986–2000. Meðalþyngd hverrar lengdar er reiknuð út frá aðhvarfslínu sambands lengdar og þyngdar fyrir 20, 30 og 40 cm bleikju (J táknar veiði að vori og S að hausti). – Deviation from the average weight of 20, 30, and 40 cm long Arctic charr in Lake Mývatn 1986–2016 (J = June, S = September).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.