Fréttablaðið - 20.03.2019, Page 20

Fréttablaðið - 20.03.2019, Page 20
Dýr hafa verið rauði þráður-inn í lífi mínu. Fjölskyldan var alla tíð í hestamennsku og oftast hundur á heimilinu. Í mörg ár bjó ég svo í sveit í Skaga- firði og þjálfaði hunda og hesta,“ segir Steinar sem byrjaði í björg- unarsveit um tvítugt. Fljótlega var hann kominn á kaf í starf björg- unarhundasveitar og þjálfaði þá hunda í snjóflóða- og víðavangs- leit. „Ég var í björgunarsveitum í 25 ár í það heila og starfaði að auki sem lögreglumaður. Árið 2001 var ég hjá lögreglunni á Austurlandi og sýndi áhuga á því að læra hunda- þjálfun. Því var vel tekið og emb- ættið sendi mig í þjálfun hjá Þor- steini Hraundal sem á þeim tíma var hundaþjálfari hjá lögreglunni í Reykjavík,“ lýsir Steinar sem lærði þar þjálfun fíkniefnaleitarhunda. Síðar fór hann í leiðbeinendanám til Bretlands á vegum lögreglunnar og sérhæfði sig í þjálfun sprengju- leitarhunda. „Það er aðeins þróaðri og ítarlegri útgáfa af fíkniefna- leitinni,“ útskýrir hann. Í dag starfar Steinar sem lög- reglufulltrúi á Norðurlandi vestra. Hann þjálfar lögregluhunda og kennir auk þess lögreglumönnum hundaþjálfun. „Ég er með nám- skeið í gangi núna sem hófst í febrúar og lýkur í maí. Það er kennt í lotum bæði hér fyrir norðan og á suðvesturhorninu,“ segir Steinar og bendir á að starfsemi tengd lögregluhundum hafi legið meira og minna niðri í nokkur ár. „Svo tók ráðherra þá ákvörðun að fela lögreglunni á Norðvesturlandi þennan málaflokk og við höfum verið að byggja starfið upp að nýju í góðri samvinnu við lögreglu- stjóraembættið og menntasetur lögreglunnar.“ Steinar hefur gríðarmikla reynslu af þjálfun hunda og þó margir hlutir spili inn í til að þjálfun hunds lukkist vel segir hann eitt atriði alltaf þurfa að vera í lagi, og það er rétt fóðrun. „Rétt fóður skiptir miklu máli. Það er Steinar þjálfar lögregluhund í fíkniefnaleit. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@ frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Ég mæli með hráfæðinu frá Petis við allt mitt fólk, enda eru hundarnir þarna að borða það sem náttúran ætlaði þeim. Í fóðrið frá Petis er notað íslenskt kjöt af hrossum sem er náttúrulegur próteingjafi. Steinar starfar sem lögreglu- fulltrúi á Norðurlandi vestra. Hann þjálfar lögreglu- hunda og kennir auk þess lög- reglumönnum hundaþjálfun. MYND/SIGTRYGGUR ARI Petis Happy dog – Íslenskt hráfæði fyrir hunda Petis er fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða íslensku hráfóðri fyrir hunda. Framleiðslan fer fram á Sauðárkróki undir ströngu gæðaeftirliti. Í fóðrið er notað íslenskt kjöt úr hrossum sem er náttúrlegur próteingjafi. Engin önnur aukaefni eru í vörunum annað en viðbætt steinefni og vítamín til að tryggja sem bestu næringu fyrir hundinn. Kjötið í fóðrinu er alveg hrátt og selst það frosið til að ferskleikinn haldi sér sem best. Kostir þess að nota hrá- fóður er að fóðrið fer betur í maga hunda, feldurinn verður glansandi og margir heilsufars- og meltingarkvillar hverfa. Ráðlögð dagsþörf: Ráðlögð dagsþörf er 2-3% af þyngd, því má skipta niður í tvær máltíðir. Hafa ber í huga að fóðurþörf skal miða við hreyfingu. Hundar sem hreyfa sig mikið þurfa því meira en hundar sem fá litla hreyfingu. l 30 kg hundur 600-900 g l 20 kg hundur 100-600 g l 10 kg hundur 200-300 g l 5 kg hundur 100-150 g Innihald: Íslenskt hrossakjöt og viðbætt næringarefni. Framleiðandi: Kjötafurða- stöð KS á Sauðárkróki. Sölustaðir: Garðheimar, Dýrabær, Dýraríkið og Skagfirðingabúð. Framhald af forsíðu ➛ ekkert öðruvísi með hundana en okkur mannfólkið. Til að geta gefið full afköst þarf fóðrunin að vera rétt og rétt samsett.“ Hann segir rétta fóðrun skipta máli fyrir alla hunda en sérstak- lega fyrir hunda sem mikið mæðir á eins og lögregluhunda eða aðra vinnuhunda. „Við sem vinnum við þetta sjáum svo vel hvað fóðrið skiptir miklu máli. Við krefjumst alltaf hámarks afkasta hjá þessum dýrum og afköstin velta á því hvernig þeim líður og hvort þau hafi næga orku.“ Frábært hundafóður frá Petis Steinar mælir með íslenska Petis Happy Dog fóðrinu frá KS á Sauðárkróki. „Þetta er hráfóður sem unnið er úr íslensku hrossa- kjöti. Fóðrið fer greinilega vel í hundana, þeim líður vel og eru sáttir. Þeir borða þetta vel og finnst það greinilega gott,“ segir Steinar og bendir á að fóðrið innihaldi aðeins kjöt og dýrafitu en ekki sé í því korn eða annað sem algengt er að valdi ofnæmi hjá hundum. „Maður sér það líka á feldinum hvað fóðrið fer vel í hundana enda verður hann glansandi fallegur.“ Steinar notar hráfóðrið með þurrfóðri. „Stundum gef ég tvisvar á dag, og þá gef ég hráfóður í aðra máltíðina og blanda því við þurr- fóður í seinni gjöfinni en ég nota þá þurrfóður.“ Steinar áréttir að fóðrið henti bæði vinnuhundum en líka venju- legum heimilishundum. „Stóri kosturinn við fóðrið frá Petis er að þetta er hreint kjöt og hlutfall milli fitu og próteins er miklu minna en í öðru fóðri,“ segir hann og bendir á að í mörgu fóðri sé hlutfall jurta- fitu mjög hátt sem sé ekki tilvalið fyrir hunda. Steinar er með þrjá hunda hjá sér í augnablikinu en annars fara fjöl- margir hundar í gegnum hendur hans. „Ég mæli með hráfæðinu frá Petis við allt mitt fólk, enda eru hundarnir þarna að borða það sem náttúran ætlaði þeim.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 9 -2 0 A C 2 2 9 9 -1 F 7 0 2 2 9 9 -1 E 3 4 2 2 9 9 -1 C F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.