Fréttablaðið - 20.03.2019, Síða 28

Fréttablaðið - 20.03.2019, Síða 28
Það er ekki nokkur spurning að dýrin skilja meira en margur heldur. Kannski ekki langar setningar en samt meira en eitt og eitt orð. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Fríða segist í fyrstu ekki hafa hugsað sér að eiga gæludýr en sonur hennar fékk þó að eiga kanarífugla. Fríða starfaði um tíma í Kanada og þá voru engin dýr á heimilinu. „Ég er ekki ein af þeim sem eru alltaf úti að ganga með dýrin, mér finnst bara notalegt að hafa þau í kringum mig,“ segir hún. „Það er ekki nokkur spurning að dýrin skilja meira en margur heldur. Kannski ekki langar setningar en samt meira en eitt og eitt orð,“ svarar Fríða þegar hún er spurð hvort hún telji að hundarnir skilji hana. Nýleg ungversk rann- sókn sýnir að hundar skilja ekki bara hvað fólk segir heldur einnig hvað orðin þýða. Uppgötvunin þykir gefa nýja innsýn í samskipti manna og hunda. Þegar eigandi ræðir við hundinn sinn og hann geltir góðlátlega til baka, gæti það merkt að hann skilji hvað sagt er. Hundar skilja miklu meira en hingað til hefur verið talið. Það var háskólinn Eötvös Loránd í Búdapest í Ungverjalandi sem gerði rannsóknina sem birt var í vísindaritinu Science. Fríða segist ekki hafa kennt dýrum sínum að leggjast, heilsa og því um líkt. „Þeir hlýða ef ég banna þeim, til dæmis að fara upp á borð eða næla sér í bita,“ segir hún. Skynja blæbrigði í rödd Í ungversku rannsókninni kemur fram að með því að hrósa hund- inum með orðum sé hægt að ná sömu áhrifum og með góðgæti. Þrettán heimilishundar voru þjálfaðir til að liggja kyrrir í sjö mínútur í heilaskanna. Með því var hægt að rannsaka heilann á meðan eigendur töluðu við dýrið á margvíslegan máta. Stundum var talað góðlátlega en stundum hærra og með öðrum tóni. Þá var þeim einnig hrósað. Það var greinilegt að heili þeira brást ólíkt við þegar hundinum var hrósað en þegar röddin breyttist og varð ákveðnari. Fríða er ekki viss um hvort hundarnir hennar hafi skynjað hennar eigin gleði eða dapurleika. „Kannski hafa þeir látið sig hverfa ef þeir hafa séð að ég væri reið eða pirruð,“ segir hún. „Að minnsta kosti myndu þeir ekki vilja verða fyrir ávítum að ástæðulausu sem gætu fylgt vondu skapi eigandans,“ bætir hún við. „Það er hins vegar margt sem þeir skilja og mér finnst það oft merkilegt. Allir hundar skilja þegar þeim er sagt að koma að borða. Eins held ég að þeir skilji þegar þeim er boðið út. Þá fara þeir að útidyrunum,“ segir hún. Einmanaleikinn hverfur Fríða átti þrjá langhunda sem hétu Hlenni Knöttur, Mandla og Kleina. „Við spurðum oft þá yngstu hvar Mandla væri ef hún sást ekki. Sú fór strax að leita. Þegar Mandla dó fyrir þremur árum spurðum við sömu spurningarinnar en þá hreyfði Kleina sig ekki. Hún og bróðirinn sem nú lifir einn fengu að sjá Möndlu dána í kassanum. Þau þefuðu af henni og gengu í burtu, litu ekki á hana eftir það. Hlenni er fimmtán ára og búinn að vera blindur í þrjú ár. Hann gengur um allt húsið, veit hvar allt er, vatnið hans og bælið. Hann fór oft út í garð með Kleinu þótt hann virtist ekkert sjá. Nú þegar hún er horfin nægir að segja: Viltu koma niður í garð? Hann kemur strax, hoppar niður tröppurnar og gengur um aleinn og ratar til baka. Það þykir okkur merkilegt. Hann er líka næstum heyrnarlaus en heyrir þó það sem hann vill, eins og t.d. þegar matur er nefndur, bíllinn eða garðurinn. Kannski hefur hann bara ákveðið að annað sem við segjum skipti ekki máli,“ segir Fríða og bætir við að það sé engin spurning að hundar hafi mikil áhrif á einmanaleika gamals fólk og barna reyndar líka. „Mandla var Rauðakrosshundur og við heimsóttum dvalarheimili í Kópavogi. Það var greinilegt að fólkið naut þess að sjá hana og fá að klappa henni. Ég veit ekki betur en dýr fái að koma á Grund í Mörkinni sem starfar eftir hinni svokölluðu Eden-stefnu. Fólk sem hefur alist upp með dýrum eða átt dýr hlýtur að njóta þess að sjá þau, hinir eru minna hrifnir, eins og gefur að skilja,“ segir Fríða sem ætlar ekki að bæta við sig hundi. Hundar skilja ótrúlega margt Fríða Björnsdóttir blaðamaður fékk sinn fyrsta hund sumarið 1976. Undanfarin ár hefur hún verið með þrjá langhunda á heimilinu en núna er aðeins einn eftir. Langhundarnir hennar Fríðu meðan allir voru heilir heilsu. Hlenni horfir út í heiminn, Mandla til hægri og Kleina til vinstri. Nú er Hlenni einn eftir, blindur og nánast heyrnarlaus. Hann fer samt um allt hús og út í garðinn. Fríða Björnsdóttir blaðamaður hefur átt hunda frá árinu 1976. Við eigum 27 ára afmæli og bjóðum því 25% afslátt af öllu í Sigurboganum! 25%- Dagana 20.-23.mars 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 9 -1 1 D C 2 2 9 9 -1 0 A 0 2 2 9 9 -0 F 6 4 2 2 9 9 -0 E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.