Fréttablaðið - 17.04.2019, Síða 24
Reginn keypti verslunarrýmið við Hafnartorg á hagstæðu verði árið 2014. Þess vegna getum við boðið leiguverð sem er undir markaðs
verði á sambærilegu húsnæði um
þessar mundir,“ segir Helgi S. Gunn
arsson, forstjóri fasteignafélagsins.
Heildarfjárfesting Regins í eign
unum er um sex milljarðar króna.
„Við keyptum fermetrann á 430
þúsund krónur. Með kostnaði er fer
metraverðið rúmlega 600 þúsund.
Til samanburðar er fermetraverð á
atvinnuhúsnæði á góðum stöðum
í miðbænum allt að einni milljón
króna. Það er helsta ástæða þess
að Laugavegurinn er að gefa eftir.
Fasteignir hafa gengið kaupum og
sölum á of háu verði sem rekja má
til væntinga um óraunhæfan vöxt í
fjölda ferðamanna.
Þær væntingar og hátt kaupverð
leiða til þess að innheimta þarf háa
leigu sem leigutakar eiga erfitt með
að standa undir – nema mögulega
á hátindi uppsveiflu. Boginn hefur
verið spenntur of hátt og þegar
það kemur bakslag í reksturinn,
til dæmis að laun hækki eða ferða
menn spara við sig í meiri mæli,
hrynur spilaborgin.
Reginn var að skoða kaup á
fasteign við Skólavörðustíg fyrir
þremur árum. Fermetraverðið var
1,1 milljón sem hefði þýtt að leigja
þyrfti eignina á yfir 9 þúsund krón
ur á fermetra. Það er óraunhæft að
viðskiptavinir hefðu getað staðið
straum af leigunni til lengri tíma
á þeim stað. Í ljósi þessa háa verðs
hefur fasteignafélagið keypt lítið
af eignum í miðbænum á undan
förnum árum.“
Undirbúningur hófst 1998
Helgi segir að uppbygging á reitnum
við Hafnartorg hafi verið í undir
búningi frá árinu 1998. „Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, þáverandi
borgarstjóri, og Björn Bjarnason, þá
menntamálaráðherra, sameinuðust
um að Harpan skyldi rísa þar sem
hún reis.
Samhliða var ákveðið að hugsa
svæðið frá Hörpunni og að Lækjar
torgi sem eina heild. Árið 2005
var samið við þann sem átti allar
lóðirnar í kringum Hörpu og bygg
ing hennar hófst í framhaldinu.
Skömmu seinna verður fjármála
hrun og eigandi lóðanna missir þær.
Í kjölfarið er lóðin slitin í sundur og
seld í bútum.
Hugmyndafræðin sem mörkuð
var um svæðið fyrir aldamót er
enn við lýði. Margir átta sig ekki á
hve langur aðdragandi er að skipu
lagi á reitum og hve mikla faglega
umfjöllun það fær. Það hafa hund
ruð manna, Íslendingar sem erlend
ir, komið að málum. Þetta hafa verið
sérfræðingar í borgarskipulagi,
verslunarrekstri, ráðstefnuhaldi,
stjórnmálamenn úr öllum flokkum
og svo framvegis. Þessi sjónarmið
koma öll saman og úr verður mála
miðlun sem hefur heppnast ansi vel
í þessu tilviki.
Það var til að mynda ákveðið
efir hrun, sem betur fer, að draga
úr byggingarmagninu á svæðinu.
Mörgum þótti fyrstu hugmyndir
að byggingunni yfirþyrmandi og
því var ákveðið að minnka þær,
taka í sundur og skapa minni ein
ingar. Með þeim hætti var skapað
meira rými fyrir fólk og birtu.
Við hönnunina var horft til bygg
inga í nágrenni við Kvosina eins og
gömlu höfuðstöðva Eimskips og
Landsbankans í Austurstræti. Þær
byggingar eru svipaðar að hæð og
umfangi.
Reykjavík Development, sem
áður hét Landstólpi og var í eigu
Arion banka og einkafjárfesta, átti
tvær lóðir á svæðinu. Forsvarsmenn
fyrirtækisins voru að leita leiða til
að koma verkefninu á skrið og buðu
okkur að taka þátt í uppbygging
unni. Við komum með gagntilboð,
sem var samþykkt, um að kaupa
allar jarðhæðir fasteignanna auk
tveggja hæða í tveimur byggingum
við Lækjargötu. Önnur þeirra hýsir
nú H&M.
Jarðhæðir eru verðmætustu bit
arnir í fasteignunum en í ljósi þess
hve snemma í ferlinu við vorum
reiðubúnir til að kaupa eignirnar
fengum við þær á hagstæðu verði.“
Miðbæir hafa aðdráttarafl
Hvað fékk ykkur til að trúa á miðbæ-
inn sem öflugan stað fyrir verslun og
að rétt væri að bæta við verslunar-
rými?
„Miðbæir um allan heim hafa
mikið aðdráttarafl. Fasteignaverð
Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir að verslanir við Laugaveginn muni taka breytingum og njóta góðs af þeim fjölda sem Hafnartorgið muni laða til sín. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Hafnartorgið hefur
verið í undirbúningi
frá árinu 1998. Versl-
anir eru valdar inn til
að skapa skemmtilega
heild sem laðar fólk
að. 80 prósent af rým-
unum hafa verið leigð
út. Þrjú rými hafa verið
tekin frá fyrir Gucci,
Louis Vuitton og Prada.
Í Smáralind var sami
háttur hafður á og beðið
í eitt og hálft ár eftir
réttu vörumerkjunum.
Ef við hugsuðum
til skemmri tíma
hefðum við getað náð mun
hærri arðsemi á næstu
fjórum árum með því að
leigja til lundaverslana.
1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
1
7
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
4
-B
A
C
8
2
2
D
4
-B
9
8
C
2
2
D
4
-B
8
5
0
2
2
D
4
-B
7
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
1
6
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K