Fréttablaðið - 17.04.2019, Síða 36

Fréttablaðið - 17.04.2019, Síða 36
Í hverri keppni eru tvær gerðir af slétt- um dekkjum í boði, hörð dekk sem endast betur og gefa minna grip og mýkri dekk sem gefa meira grip en endast skemur. Dekkin sem notuð eru í Formúlu 1-kappakstrinum eiga fátt skylt við venjuleg bíladekk. Á venjulegum dekkjum má aka allt að 80 þúsund kíló- metra en Formúludekkin aftur á móti eru gerð til að endast hluta úr einni keppni. Þessi skammi endingartími kemur til af því of boðslega álagi sem er á dekkj- unum. Skipt er um dekk minnst einu sinni í hverri keppni. Reyndar var bannað að skipta um dekk árið 2005 og því þurfti sami dekkja- gangurinn að endast alla keppnina eða um 300 kílómetra. Þessi regla var afturkölluð strax árið eftir og skipti þar mestu atvik sem upp kom í bandarísku Formúlu- keppninni árið 2005. Þá lenti Ralf Schumacher, sem ók fyrir Toyota, í harkalegum árekstri í 13. beygju í Indianapolis-brautinni. Ástæðan var bilun í hægra afturdekki. Æði- mörg vandamál komu upp tengd Michelin-dekkjum í keppninni. Að lokum voru aðeins sex keppendur eftir, allir ökumenn í liðum sem voru með Bridgestone-dekk. Nokkrir dekkjaframleiðendur hafa þróað og framleitt dekk fyrir Formúlu 1 í gegnum tíðina. Þetta eru Avon, Bridgestone, Continen- tal, Dunlop, Englebert, Firestone, Goodyear og Michelin. Pirelli hefur frá árinu 2011 haft einkarétt á því að útvega dekk í keppnina. Dekkin sem notuð eru í Formúl- unni í dag eru flest slétt. Hægt er að þekkja dekkin á litunum. Hypersoft eru bleik, Superhard eru appelsínugul og Hard eru ljósblá. Á þessu tímabili er Pirelli með fimm dekkjategundir og fækkaði þeim um tvær. Þá urðu litirnir skýrari svo hinn venjulegi aðdáandi gæti áttað sig á dekkjareglunum. Á árunum 1998 til 2008 kröfðust reglur þess að minnst fjórar rásir væru í öllum dekkjum og var það gert til að hægja á bílunum. Þessari reglu var breytt árið 2009 þegar sléttu dekkin fóru undir bílana á ný. Í blautu veðri eru hins vegar notuð annars konar dekk með rásum sem kljúfa vatnið betur. Í miklu vatnsveðri hafa dekkin þó ekki við að kljúfa vatnið. Þá halda Formúlubílarnir ekki í við öryggisbílinn þar sem dekkin fljóta ofan á vatninu. Í slíkum til- fellum er keppni frestað. Í hverri keppni eru tvær gerðir af sléttum dekkjum í boði, hörð dekk sem endast betur og gefa minna grip og mýkri dekk sem gefa meira grip en endast skemur. Liðin verða að nota báðar týpurnar í keppninni. Þó er gerð undantekning ef notuð eru bleytudekk. Reglurnar kveða einn- ig á um að ökumenn sem komast áfram eftir tímatöku verði að byrja keppni á sömu dekkjum og voru notuð í hraðasta hringnum í tíma- tökunni. Skipt á mettíma Dekkjaskipti í Formúlu 1 taka aðeins örfáar sekúndur. Felipe Massa hjá Williams fór í gegnum dekkjaskiptin árið 2016 á aðeins 1,92 sekúndum sem er magnað. Enda er myndbandið af dekkja- skiptunum nánast óraunverulegt. Hvert dekk vegur aðeins níu kíló Dekk skipta höfuðmáli í Formúlu 1-kappakstrinum. Mikil þróunarvinna liggur að baki dekkjunum sem notuð eru. Miklar breytingar hafa verið gerðar á dekkjunum. Heims- metið í dekkjaskiptum er undir tveimur sekúndum. Formúlu 1-bíll Spánverjans Carlos Sainz kemur á fullri ferð í gegnum beygju í Mónakó. NORDICPHOTOS/GETTY Nokkrar staðreyndir um Pirelli-Formúludekkin: n Bleytudekkin geta tvístrað meira en 60 lítrum af vatni á sekúndu þegar ekið er á 300 km hraða á klukkustund. n Öll Formúludekkin eru búin til í verksmiðju Pirelli í Izmit í Tyrk- landi. n Í hverri keppni er Pirelli með 60 starfsmenn, þar af einn verk- fræðing fyrir hvert lið. n Hvert framhjól vegur um níu kíló. Afturhjólin eru eilítið þyngri. n Dekkin virka best við um 90 gráðu hita. JEPPADEKK.IS EXPLORE WITHOUT LIMITS Fyrir þig - á fjöllum! ARCTIC TRUCKS KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 www.arctictrucks.is Undir flestar gerðir jeppa og jepplinga. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R SUMARDEKK 1 7 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D 4 -9 3 4 8 2 2 D 4 -9 2 0 C 2 2 D 4 -9 0 D 0 2 2 D 4 -8 F 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.