Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 38
Aðferð:
• Setjið bílinn í gír, handhemilinn á
og steina við dekk, ef þörf krefur.
• Setjið viðvörunarþríhyrning 50
til 100 metrum fyrir aftan bílinn.
• Takið hjólkoppinn af og losið um
allar felgur, en takið þær ekki af.
• Náið í varahjólbarðann og tjakk.
Stillið tjakkinn af undir bílnum.
Upplýsingar um hvar hann er og
hvar á að setja hann undir eru í
eigendahandbók bílsins.
• Tjakkið bílinn upp þar til hjól-
barðinn sem skipta á um er í
lausu lofti.
• Skrúfið felgurær af og takið
sprungna hjólbarðann undan.
• Setjið varahjólbarðann undir
og skrúfið rærnar að. Sú hlið
róarinnar sem er með úrtakinu
(kóníska hliðin) á að snúa að
hjólbarðanum (felgunni). Herðið
rær á misvíxl, þannig að felgan
sitji rétt á.
• Slakið bílnum niður, takið
tjakkinn undan og herðið allar
rærnar aftur. Setjið hjólkoppinn
á. Heimild: Umferðarstofa
Hjólbarðaskipti
Fyrirrenn-arar dekkj-
anna voru
tréhjól sem
umlukin
voru járn-
hring og síðar
stálhring. Slík
„dekk“ voru notuð
undir kerrur og vagna. Járnræmur
voru þá hitaðar í eldi, settar utan
á hjólið og kældar. Þannig dróst
járnið saman og festist tryggilega
við hjólið.
Vagnasmiður sá um þessa smíði.
Fyrsta loftfyllta dekkið var búið
til af uppfinningamanninum
John Boyd Dunlop árið 1887.
Hann starfaði sem dýralæknir í
Belfast og ákvað að finna lausn á
vanda sonar síns sem fékk alltaf
mikinn höfuðverk þegar hann
hjólaði á hörðum götum. Reyndar
var einkaleyfi Dunlop lýst ógilt
þar sem Skotinn Robert William
Thomson átti svipaða hugmynd
aðeins fyrr.
Önnur merkileg tímamót í
sögu dekksins voru þegar Charles
Good year og Robert William
Thomson uppgötvuðu gúmmí-
suðu. Gervigúmmí var síðan
fundið upp í rannsóknarstofum
Bayer á þriðja áratugnum.
Saga dekksins
Dekkjaframleiðandinn Good year hefur kynnt hug-mynd að dekkinu Aero sem
verður sannkallað dekk fram-
tíðarinnar. Dekkið á að fara undir
f ljúgandi bíla framtíðarinnar og
virka sem vegdekk þegar bíllinn
keyrir á veginum en einnig sem
skrúfa ef bíllinn á að fara á loft.
Miðað við kynningarmynd-
band Goodyear er dekkið líkast
þyrlu skrúfu á dróna. Dekkið á að
vera nógu sveigjanlegt til að þola
þyngd bílsins á vegum úti en einn-
ig nógu létt en samt nógu sterkt til
að þola að snúast á ógnarhraða til
að geta lyft bílnum frá jörðu.
Dekkið er auðvitað enn á hug-
myndastigi því bíllinn sem það á
að styðja er varla orðin hugmynd.
Chris Helsel, hjá Goodyear, sagði
að sífellt f leiri væru að skoða
fararskjóta framtíðarinnar og
horfðu til himins í þeim efnum.
Goodyear vildi taka þátt í þeim
umræðum.
Goodyear kynnir hugmyndir að flugdekki
Dekkið er auðvitað
enn á hugmynd-
astigi því bíllinn sem
það á að styðja er varla
orðin hugmynd.
Fiskislóð 30
101 Reykjavík
561 4110
Grjóthálsi 10
110 Reykjavík
561 4210
Njarðarbraut 9
260 Reykjanesbæ
420 3333
Njarðarnesi 1
603 Akureyri
460 4350
Lyngási 8
210 Garðabæ
565 8600
Síðan 1996
Breiðhöfði 13
110 Reykjavík
590 2080
Nesdekk
– í næsta
nágrenni!
Lyngás 8
Breiðhöfða 13
Grjóthálsi 10
Fiskislóð 30
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Akureyri
Njarðarnes 1
Höfuðborgarsvæðið
Réttu dekkin draga fram bestu
eiginleika bílsins og veita
hámarks öryggi.
Fáðu ráðleggingar fagmanna
við val á réttum dekkjum.
NA
GLADEKKIN UN
DA
N
15.APRÍLNESDEKK.IS
8 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RSUMARDEKK
1
7
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
D
4
-A
7
0
8
2
2
D
4
-A
5
C
C
2
2
D
4
-A
4
9
0
2
2
D
4
-A
3
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
1
6
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K