Fréttablaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 41
Deildarstjóri
fræðsluþjónustu
Ný og spennandi staða deildarstjóra fræðsluþjónustu á
fjölskyldusviði Suðurnesjabæjar er laus til umsóknar.
Suðurnesjabær er framsækið sveitarfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu á
sviði velferðar- og fræðslumála. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til
þess heyrir öll félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Lögð er áhersla á að
sérfræðingar á fjölskyldusviði vinni í teymum þvert á stofnanir.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari eða nám
í uppeldis- og menntunarfræðum.
· Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg.
· Reynsla af stjórnun og kennslu er skilyrði.
· Þekking og reynsla af áætlanagerð og rekstri
· Þekking og reynsla í opinberri stjórnsýslu er æskileg.
· Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði.
· Leiðtogahæfni og geta til að hvetja aðra til árangurs.
· Sjálfstæði í vinnubrögðum og færni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði.
Meginhlutverk deildarstjóra fræðsluþjónustu
· Veita faglega forystu og móta framtíðarsýn fyrir fræðsluþjónustu í Suðurnesjabæ.
· Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi fræðsluþjónustu.
· Leiða farsælt samstarf menntastofnana í Suðurnesjabæ.
· Deildarstjóri fræðsluþjónustu heyrir undir sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2019.
Umsóknum skal skilað á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is.
Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í
starf deildarstjóra fræðsluþjónustu.
Upplýsingar um starfið veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldu-
sviðs, netfang gudrun@sudurnesjabaer.is, og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri
Suðurnesjabæjar, netfang magnus@sudurnesjabaer.is eða í síma 425 3000.
Fagmennska – Samvinna – Virðing
Bifreiðastjórar óskast
Óskum eftir bílstjórum í hlutastörf,
sumarstörf og framtíðarstörf í almennar
hópferðir út frá Selfossi eða Reykjavík.
Hæfniskröfur:
• Rútupróf
• Stundvísi
• Þjónustulund
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Hreint sakavottorð
• Íslenskukunnátta skilyrði og enskukunnátta
æskileg.
Umsóknir sendist á einar@gts.is
Guðmundur Tyrfingsson - GTs ehf er rótgróið
ferðaþjónustu fyrirtæki sem var stofnað 1969. Við erum
að leita að metnaðarfullu og hressu starfsfólki sem hefur
áhuga á að vinna með okkur.
Viltu vinna með hamingjusömustu íbúunum?
Við Grunnskóla Grindavíkur eru eftirfarandi stöður lausar:
Stöður umsjónarkennara á öll skólastig
Staða íþróttakennara, textilkennara
og dönskukennara.
Umsóknarfrestur er til 5. maí
en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2019.
Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar
á heimasíðu skólans http://www.grindavik.is/grunnskolinn.
Við leitum að einstaklingum með réttindi til kennslu í grunnskóla
sem eru metnaðarfullir, og góðir í mannlegum samskiptum, með
skipulagshæfileika, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra
leiða í skólastarfi. Skólinn vinnur í anda Uppeldi til ábyrgðar.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240
Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri í
síma 420-1200.
Redder leitar að góðum sölumanni.
Við leitum að einstaklingi með iðnmenntun sem hefur
brennandi áhuga á sölu og þjónustu og á auðvelt að
tileinka sér nýjungar. Helstu verkefni eru; sala og
þjónusta til viðskiptavina á framúrskarandi vörum og
þjónustu sem Redder ehf. bíður uppá ásamt öðrum
tilfallandi verkefnum. Um er að ræða framtíðarstarf
og 100% starfshlutfall.
Redder ehf byggingalausnir er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir
sig í lausnum til verktaka og byggingaraðila. Redder bíður
uppá allar helstu vörur til þéttingar á gluggum, ásamt því að
bjóða uppá eldvarnarvörur, skrúfur,kítti og öndunardúka
svo eitthvað sé nefnt.
Redder er sölu- og dreifingaraðili fyrir Rothoblaas sem
sérhæfir sig í festingum fyrir CLT hús ásamt því að vera
umboðsaðili fyrir Proclima sem framleiðir þak- og veggdúka
sem og þéttiborða fyrir glugga og fleira.
Umsóknir sendist á Rúnar Braga Guðlaugsson
runar@redder.is fyrir 30.apríl 2019 sem einnig veitir
nánari upplýsingar um starfið.
2
0
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:0
6
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
6
-E
0
1
4
2
2
D
6
-D
E
D
8
2
2
D
6
-D
D
9
C
2
2
D
6
-D
C
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
8
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K