Fréttablaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 29
Við erum líka búin að setja upp sam- eiginlega körfu, svo það sem þú setur í körfu t.d. á ellingsen.is fer með þér í körfu á air.is eða skór. is, svo þú getur gengið frá öllum kaup- unum á einum stað. S4S opnaði fyrstu búðina sína árið 2003, en fyrir það var fyrirtækið heildsala. Hægt og rólega hefur þetta svo byggst upp og Steinar Waage og fleiri búðir hafa bæst við. Í grunninn erum við skósalar og allt hefur þetta snúist um skó, en fötin og allt sem þeim fylgir komu inn með Air- og Ellingsen-búðunum,“ segir Auður Jónsdóttir, rekstrarstjóri net- verslana S4S. „Í dag erum við með fjórtán búðir og þrjár netversl- anir. Netverslanirnar eru ætlaðar sem gluggi inn í búðirnar og við bjóðum upp á sömu vörurnar í netverslununum og búðunum.“ Vönduð netverslun í stöðugri þróun „Kerfislega séð og hvað notenda- viðmót varðar erum við komin langt í netverslun,“ segir Auður. „Þú átt að geta nálgast allar vörur búðanna í netverslunum okkar og skór.is, air.is og ellingsen.is eru allar undir sama hattinum, þannig að ef þú ferð inn á eina af þessum síðum getur þú flakkað á milli þeirra allra. Við erum líka búin að setja upp sameiginlega körfu, svo það sem þú setur í körfu t.d. á ell- ingsen. is fer með þér í körfu á air. is eða skór. is, svo þú getur gengið frá öllum kaupunum á einum stað,“ segir Auður. „Með Advania erum við líka að leggja lokahönd á leitarsíur sem einfalda vöru- leit mikið og birta einnig í hvaða búðum varan fæst. En netverslun er aldrei 100% klár, það er alltaf hægt að gera betur,“ segir Auður. „Það er ein ástæða þess að við erum með staf- rænan starfsmann frá Íslenskri gervigreind í þjálfun, en hann mun koma til með að svara öllum helstu fyrirspurnum frá viðskipta- vinum sem koma í gegn um netið. Við hlökkum mikið til að fá hann í fullt starf, sem verður líklega í haust, en þá getum við veitt ennþá betri þjónustu.“ Lágmarka plastnotkun „Netverslun er stór partur af framtíðinni og því er mikilvægt að byggja slíkar verslanir upp af ábyrgð og vandvirkni,“ segir Auður. „Netpöntunum fylgir t.d. mikið plast, þar sem þeim er pakkað í innsiglaða plastpoka. Við ætlum að lágmarka plastnotkun okkar með því að nota „slöngu“ sem getur innsiglað vörurnar í akkúrat passlegri stærð. Við teljum að þetta geti minnkað plastnotkun um helming og það er fyrsta skrefið í rétta átt. Við pökkum heldur ekki inn pöntunum sem eru sóttar til okkar.“ Fjórtán verslanir á einum stað Netverslanir S4S, skor.is, air.is og ellingsen.is eru sameinaðar undir einn hatt þar sem hægt er að versla í fjórtán búðum í einu hvar og hvenær sem er og ganga frá öllum viðskiptunum í einu lagi. Auður segir að netverslanir S4S séu langt komnar kerfislega séð og hvað notendaviðmót varðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vöruúrval úr 14 búðum: Steinar Waage Kringlu og Smáralind, Skechers Kringlu og Smáralind, Kaupfélagið Kringlu og Smáralind, Ecco Kringlunni, Kox Kringlunni, Toppskórinn og Toppmarkaður, Air Kringlu og Smáralind og svo Ellingsen Fiskislóð og Tryggvagötu Akureyri. Ein karfa fyrir 3 netverslanir: Til að einfalda fyrir þig, segjum að þú kaupir kuldaskó frá Ecco, snjógalla frá Ellingsen og Nike-æfingabuxur úr Air. Það bæði sparar þér tíma og einfaldar málin að ganga frá þessu á einum stað og fá allt saman í einu. Opið allan sólarhringinn: Þú getur verslað hvar sem er, hvenær sem er, svo lengi sem þú ert með aðgengi að interneti. Það eru einnig margir fastir við vinnu og daglegt amstur sem vilja einfaldlega komast heim í rólegheit í lok dags. Þá er hægt að setjast niður og versla heima í stofu þegar allt er komið í ró. 14 daga endurgreiðslufrestur: Ef þú fílar ekki vöruna sem þú færð eða hún passar þér ekki, þá er ekkert mál að skila henni og fá endur- greitt, skipta um stærð eða velja aðra vöru. Eftir 14 daga geturðu enn skilað vörunni og fengið að skipta í aðra vöru. Fjórir afhendingarstaðir: Nú bjóðum við viðskiptavinum að sækja pantanirnar sínar í Ellingsen Fiskislóð, Kox Kringlunni, Kaup- félagið Smáralind og Guðríðarstíg Grafarholti, svo við erum komin í alfaraleið fyrir nánast alla á höfuð- borgarsvæðinu. Sendum hvert á land sem er og frí heimsending fyrir pantanir fyrir 10 þúsund krónur eða meira. KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 2 0 . A P R Í L 2 0 1 9 NETVERSLUN 2 0 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :0 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D 7 -2 F 1 4 2 2 D 7 -2 D D 8 2 2 D 7 -2 C 9 C 2 2 D 7 -2 B 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 1 9 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.