Fréttablaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 62
Það er óhætt að segja að Snædís Xyzu Mae Ocampo matreiðslu-maður hafi náð hreint ótrúlegum árangri. Það er aðeins tæpt ár síðan
hún útskrifaðist frá matvæladeild
Menntaskólans í Kópavogi. Hún er
þrátt fyrir það í kokkalandsliðinu
og náði í lokaúrslit í keppninni um
matreiðslumann ársins sem haldin
var nýverið.
Hún starfar á Mími á Hótel Sögu,
sem er tiltölulega nýr staður og í
eigu íslenskra bænda. Á veitinga-
staðnum er lögð mikil áhersla á hrá-
efni úr íslenskri náttúru sem hentar
hverri árstíð.
Snædís er fædd á Filippseyjum.
Foreldrar hennar voru ungir þegar
þeir áttu hana og bjuggu við fátækt.
Þegar Snædís var tveggja ára gömul
Flókið en
gott líf
Snædís Xyzu Mae Ocampo var
lengi að finna sína réttu fjöl en í dag
á matreiðsla hug hennar allan. Hún
segir frá lífi sínu og gefur lesendum
uppskrift að einfaldri en góðri
lambasteik fyrir páskahelgina.
„Ég á eiginlega tvær fjölskyldur hér heima á Íslandi. Mömmu og Jón pabba og svo fósturfjölskyldu mína,“ segir Snædís. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
kynntist móðir hennar íslenskum
manni og f lutti til Íslands. Snædís
varð eftir og kom ekki til Íslands
fyrr en fjögurra ára gömul.
Á tvær fjölskyldur á Íslandi
„Ég er alin upp á Dalvík. Líf mitt
hefur verið svolítið f lókið og ætli
fjölskyldan sé ekki stærri en gengur
og gerist,“ segir Snædís.
„Ég hef farið þrisvar sinnum til
Filippseyja með margra ára milli-
bili til að hitta fjölskyldu mína,“
segir Snædís sem fann föður sinn
fyrir nokkrum árum með aðstoð
Facebook. Faðir hennar býr reyndar
ekki á Filippseyjum en kom þangað
til að hitta hana. „Við erum í ágætu
sambandi, hann fylgist með því
sem ég er að gera á Facebook. Hann
á konu og börn. Mér fannst gott að
koma þangað og varð fyrir miklum
innblæstri þar,“ segir Snædís sem
sagði frá æsku sinni í viðtali við
Fréttablaðið á síðasta ári en hún
flæktist á milli fósturheimila þar til
félagsmálastjóri Dalvíkur tók hana
inn á heimili sitt.
„Ég á eiginlega tvær fjölskyldur
hér heima á Íslandi. Mömmu og
Jón pabba og svo fósturfjölskyldu
mína,“ segir Snædís og á við Eyrúnu
Rafnsdóttur, félagsmálastjóra á Dal-
vík, og Ingvar Örn Sigurbjörnsson,
eiginmann hennar. „Þau eiga þrjá
syni sem ég lít á sem bræður mína,“
segir hún.
Lærði að elda hrísgrjón sjö ára
Matargerð var ríkur þáttur í heim-
ilishaldinu og hún lærði snemma
réttu handtökin af móður sinni.
„Ég held ég hafi bara verið sjö ára
þegar ég lærði að elda hrísgrjón. Og
ég er alin upp við bæði filippseyska
og íslenska matargerð. Stundum
var bara fiskur í raspi og kartöflur
í matinn, og kannski asískur réttur
til hliðar og þá blandaði maður bara
þessu öllu saman.“
Hún leiddi þó ekki hugann að því
nærri strax að hún gæti starfað við
Lambalæri með
sellerírót, svartkáli
og krækiberjagljáa
1 lambalæri
1 búnt sellerí
1 stikill svartkál
1 lítri gott lambasoð
1 lítri krækiberjasafi frá Ís-
lenskri hollustu
100 g heslihnetur án hýðis
2 búnt steinselja
1 búnt rósmarín
3 hvítlauksgeirar
50 g eplaedik
50 g vatn
50 g sykur
Olía
Salt
Sítrónusafi
Rósmarín, 1 búnt af selleríi og
hvítlaukur er allt sett í mat-
vinnsluvél með smá olíu þar
til að þetta er orðið að mauki.
Maukinu er svo makað á lamba-
lærið og það eldað í 6 tíma á
68°C, svo grillað í lokin.
Sellerírótin er böðuð upp úr
olíu og söltuð vel og pökkuð
svo inn í álpappír. Sett inn í ofn
í 2 tíma á 200°C. Heslihnetur
eru næst settar í matvinnsluvél
og smá olía sett út í og létt
maukað. Edik, vatn og sykur er
sett í pott og soðið upp úr því,
heslihnetuolíunni er svo bland-
að út í. Rest af steinselju er svo
söxuð fínt niður. Helmingur af
sellerírótinni er svo rifinn niður
í kubba, dressaður með hesli-
hnetuvinagrettunni og svo er
rótinni velt upp úr steinselju.
Hinn helmingurinn af sellerí-
rótinni er settur í blandara og
maukaður, smakkaður til með
salti og sítrónusafa.
Svartkálslaufin eru tekin
af stilknum og djúpsteikt við
160°C olíu í potti.
Krækiberjasafinn er soðinn
niður í ¼ og lambasoðið líka
og því er svo blandað saman.
Smakkað til með salti, sítrónu-
safa og þykkt með smjöri.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
2 0 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
0
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:0
6
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
D
6
-D
B
2
4
2
2
D
6
-D
9
E
8
2
2
D
6
-D
8
A
C
2
2
D
6
-D
7
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
8
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K