Fréttablaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Samkvæmt okkar
skilningi þá liggur
það beinast við að veiðar
Hvals hf. á stórhvelum hafi
verið ólöglegar.
Ragnar Aðalsteinsson,
lögfræðingur Jarðarvina
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
jeep.is
NÝR JEEP CHEROKEE
PÁSKATILBOÐ
®
JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY VERÐ FRÁ: 7.990.000 KR.
JEEP® CHEROKEE LIMITED VERÐ FRÁ: 9.580.000 KR.
Aukahlutir að verðmæti 730.000 kr.
fylgja öllum nýjum Jeep® Cherokee út apríl.
30” breyting sem innifelur 3,5cm upphækkun,
30” Cooper heilsársdekk og aurhlífar. Losanlegt
dráttarbeisli, gúmmímottur framan og aftan og málmlitur.
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
STJÓRNSÝSLA Hvalveiðar Hvals hf.
árið 2018 voru, að mati dýravernd-
unarsamtakanna Jarðarvina, ólög-
legar vegna þess að veiðileyfi fyrir-
tækisins var runnið út samkvæmt
lögum. Lögmaður samtakanna segir
margt í stjórnsýslu hvalveiða sem
megi bæta.
Jarðarvinir, samtök hér á landi
sem berjast gegn hvalveiðum, hafa
með atbeina lögfræðinga reynt að
komast til botns í stjórnsýslunni
á bak við hvalveiðar Íslendinga.
Fréttablaðið hefur upp á síðkastið
flutt fréttir af því að gögn sem Hval
hf. ber að skila til Fiskistofu hafi ekki
borist þangað í fimm ár og að Fiski-
stofa hafi engin þvingunarúrræði til
að fá gögnin afhent.
Það sem Jarðarvinir benda helst
á er að samkvæmt fyrstu grein laga
um hvalveiðar er það skilyrði leyfis
til veiða að fyrirtæki uppfylli skil-
yrði til að mega stunda fiskveiðar.
Í lögum um stjórn fiskveiða er gerð
grein fyrir því að veiðileyfi í atvinnu-
skyni falli niður hafi fiskiskipi ekki
verið haldið til veiða í tólf mánuði.
„Samkvæmt okkar skilningi þá
liggur það beinast við að veiðar
Hvals hf. á stórhvelum hafi verið
ólöglegar eftir að fyrirtækið lagði
niður veiðar á löngum tímum síð-
astliðið veiðitímabil,“ segir Ragnar
Aðalsteinsson, lögfræðingur Jarðar-
vina. „Því hefði verið eðlilegast að
eftirlitsaðilar hefðu stöðvað veiðar
á meðan fyrirtækið endurnýjaði
veiðileyfi sín. Vitað er að veiðileyfin
voru ekki endurnýjuð og því voru
veiðarnar að okkar mati ólöglegar
og án leyfis.“
Gustað hefur um fyrirtækið og
hvalveiðar þess síðustu misseri.
Vitað er að í það minnsta eitt dýr
sem Hvalur hf. drap á síðustu vertíð
var blendingur langreyðar og steypi-
reyðar. Dýraverndunarsamtök hafa
bent á að Hvalur hf. hafi ekki haft
leyfi til að veiða steypireyði og því sé
líklegt að þar hafi fyrirtækið brotið
lög.
Stefnt er að því að veiðileyfi til
ársins 2023 verði gefin út af hinu
opinbera á næstu vikum. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins er ekki
loku fyrir það skotið að engin stór-
hveli verði veidd hér við land þar
sem nægar birgðir eru til af lang-
reyðarkjöti. sveinn@frettabladid.is
Telja veiðileyfi Hvals hafa
verið útrunnið árið 2018
Jarðarvinir telja að
leyfi Hvals hf. til veiða
á langreyði hafi verið
útrunnið þar sem fyrir-
tækið lagði niður veiðar
á löngum kafla. Í lögum
er kveðið á um að fiski-
skip missi leyfi sitt hafi
það ekki farið á veiðar í
tólf mánuði samfellt.
10
aðgerðum hefur
þurft að fresta
á Landspítala á
fyrstu mánuðum
ársins vegna
plássleysis á
gjörgæslu
Þrjú í fréttum
Neyslurými,
Notre Dame og
kjarasamningar
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir
lögreglustjóri á höfuðborgar-
svæðinu
veitti frumvarpi
heilbrigðisráðherra
um neyslurými
svarta umsögn og
sagði það lýsa skiln-
ingsleysi á hlutverki
lögreglu. Ríkissaksóknari tekur
undir gagnrýnina.
Kristján Andri Stefánsson
sendiherra í París
sagði almenning í
Frakklandi sleginn
yfir stórbruna í
Notre Dame dóm-
kirkjunni, það hefði
verið óraunverulegt
að sjá kirkjuna fuðra
upp með þessum hætti. Endur-
reisn kirkjunnar frægu er nú þegar
hafin.
Ragnar Þór
Ingólfsson
formaður VR
sagðist treysta
félagsmönnum
sínum til að taka
upplýsta ákvörðun í atkvæða-
greiðslu um nýjan kjarasamning.
Niðurstöðurnar verða kynntar
seinna í þessum mánuði, eða þegar
liðsmenn annarra verkalýðsfélaga
hafa gert upp hug sinn til samning-
anna í atkvæðagreiðslu.
Jarðarvinir berjast gegn hvalveiðum og hafa beint athygli að stjórnsýslunni kringum veiðarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL
TÖLUR VIKUNNAR 14.04. 2019 TIL 20.04. 2019
36%
var hlutdeild útlendinga í at-
vinnuleysi í febrúar síðastliðnum.
45%
Íslendinga eru
mjög eða frekar
neikvæð í garð
laxeldis í opnum
sjókvíum, sam-
kvæmt könnun
MMR.20%
kjörsókn var í atkvæðagreiðslu
VR um lífskjarasamningana.
3.600
farþegar Icelandair lentu í vand-
ræðum á Keflavíkurflugvelli vegna
óveðurs í vikunni.
3.940
manns gengu í hjónaband árið
2017, en sama ár skildu 1.370.
2 0 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
0
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:0
6
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
6
-E
E
E
4
2
2
D
6
-E
D
A
8
2
2
D
6
-E
C
6
C
2
2
D
6
-E
B
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K