Fréttablaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 63
ÉG VAR BÚIN AÐ VERA AÐ
GLÍMA VIÐ AÐ FINNA MIG
LENGI ÁÐUR EN ÉG FÓR ÚT
Í ÞETTA NÁM OG VAR EKKI
MEÐ KEPPNISSKAP ÁÐUR
EN ÉG KYNNTIST MATAR-
GERÐ.
„Ég setti mér strax það markmið að verða best í faginu,“ segir Snædís.
matargerð. Hún fór á listnáms- og
hönnunarbraut í Verkmennta-
skólanum á Akureyri, þar sem hún
lagði stund nám í hárgreiðslu og svo
í fatasaumi.
„Ég vann á sushi-stað meðfram
náminu og líkaði það vel. Þar óx
áhugi minn á matargerð. Þar var ég
hvött áfram til að læra matreiðslu.
Ég sýndi starfinu svo mikinn áhuga
og var mjög dugleg, mætti vel,
spurði spurninga og var sjálfstæð.
Einn yfirkokkurinn spurði mig
hvort ég hefði ekki áhuga á að fara
í þetta nám. Ég varð hissa og spurði
hann af hverju. Þá sagðist hann sjá
fáar stelpur sýna þessu starfi svo
mikinn áhuga. Ég hætti og f lutti
suður. Fór fyrst í fatatækni í Tækni-
skólanum en svo í matreiðslu.
Boðið í landsliðið fyrir útskrift
Ég setti mér strax það markmið að
verða best í faginu,“ segir Snædís
sem fór á starfssamning hjá Sushi
Samba. Þaðan færði hún sig á Apó-
tekið og þaðan á Grillið á Hótel
Sögu þar sem hún kláraði námið.
Snædísi var boðið að vera með
kokkalandsliðinu áður en hún
útskrifaðist en varð ekki fullgildur
meðlimur fyrr en að námi loknu og
hún fór með því á heimsmeistara-
mótið sem haldið var í Lúxemborg í
nóvember á síðasta ári þar sem liðið
vann til gullverðlauna.
„Það gekk ofsalega vel hjá okkur.
Við elduðum úr góðu íslensku hrá-
efni, notuðum þorsk í forrétt, lamb
í aðalrétt og skyr og hindber í eftir-
rétt.“
Snædís tók einnig þátt í keppn-
inni um matreiðslumann ársins.
Hún segir það skemmtilega til-
hugsun að verða mögulega fyrsta
konan til að ná þeim titli. Aldrei
höfðu fleiri konur skráð sig til leiks
en í ár og þær komust allar áfram í
lokakeppnina.
Ætlaði bara að pakka saman
Veikindi og dauðsfall settu strik í
reikninginn. Snædís er í sambúð
með Sigurði Helgasyni, yfirmanni
matreiðslusviðs á Hótel Sögu, en
viku fyrir mótið fékk faðir hans
heilablóðfall.
„Þetta var erfiður tími fyrir
okkur öll. Ég hafði lagt hart að
mér við æfingar í þrjá mánuði
fyrir keppnina. En lífið setti strik
í reikninginn. Við vorum meira og
minna inni á spítala. Ég svaf lítið og
auðvitað setur maður fjölskylduna
í fyrsta sæti,“ segir Snædís og segir
aðra hluti verða heldur ómerkilega
í samanburði þegar allt kemur til
alls.
„Ég ætlaði bara að hætta við en
ákvað hins vegar að ég væri komin
alltof langt áfram til þess. Daginn
fyrir keppnina var okkur tilkynnt
að hann væri að fara á líknar-
deild. Það væri ekki langt í að hann
myndi deyja. Á sama tíma var ég svo
óheppin að hljóðhimnan sprakk
og ég var komin með sýkingu. Ég
heyrði eiginlega ekkert á keppnis-
daginn. Ég var því að niðurlotum
komin á keppnisdaginn og gerði
eiginlega ekkert fyrsta klukkutím-
ann. Mér var skapi næst um tíma að
pakka saman dótinu mínu og fara
því ég var svo hrædd um að ná ekki
að kveðja hann,“ segir Snædís.
Hún lauk hins vegar keppni og
náði að kveðja tengdaföður sinn
sem lést daginn eftir. „Ég er afskap-
lega þakklát fyrir það að hafa náð að
kveðja,“ segir Snædís og líka fegin
að hafa tekið þá ákvörðun að taka
þátt.
Elskar íslensk sumur
Snædís segir gott að deila ástríðu
fyrir matargerð með Sigurði. „Það er
ekki það eina sem við höfum áhuga
á,“ segir hún og hlær. Hann ýtti mér
út í veiði og mér finnst gott að vera
úti í náttúrunni,“ segir hún.
Og þó að sólin og blítt veðurfar
á Filippseyjum heilli stundum þá
elskar hún að búa á Íslandi. „Það
er eitthvað við íslenskt sumar sem
hrífur mig og mér finnst einfald-
lega geggjað að búa hér. Ég fíla líka
veturinn og finnst leiðinlegt ef það
snjóar ekki almennilega. Matar-
gerð á Íslandi verður einnig sífellt
fjölbreyttari. Mér finnst gaman að
fara út að borða og kokkar leyfa sér
að verða sífellt djarfari.“
Sjálf segist hún enn vera að móta
eigin sýn. „Ég er nú bara nýútskrifuð
og enn í mótun. Ég var búin að vera
að glíma við að finna mig lengi áður
en ég fór út í þetta nám og var ekki
með keppnisskap áður en ég kynnt-
ist matargerð. Nú er ég staðráðin í
að skara fram úr. Ég er gríðarlega
kröfuhörð á sjálfa mig og finnst ég
alltaf geta gert betur, en það er alls
ekki vond tilfinning,“ segir Snædís.
Snædís gefur lesendum upp-
skrift sem flestir lesendur ættu að
geta spreytt sig á. „Einfalt getur líka
verið gott og lambakjöt er mjög við-
eigandi um páskahelgina.“
MEÐAN
BIRGÐIR
ENDAST
Í dag laugardag
11:00 - 16:00
Sunnu-mánudag
Lokað
OPNUNARTÍMAR
Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
TÖLVUTEKS
PÁSKAEGGJALEIT
Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI - OPIÐ Í DAG 11-16
PÁSKA
TILBOÐA
LOKADAG
UR
MEST
2 EGG
Á
MANN
:)
20. apríl 2019 • B
irt m
eð fyrirvara um
breytingar, innsláttarvillur og m
yndabrengl
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27L A U G A R D A G U R 2 0 . A P R Í L 2 0 1 9
2
0
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:0
6
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
6
-E
9
F
4
2
2
D
6
-E
8
B
8
2
2
D
6
-E
7
7
C
2
2
D
6
-E
6
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
8
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K