Fréttablaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 56
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
ÚTIVIST
Föstudaginn 26. apríl gefur Fréttablaðið út sérblaðið Útivist
Í þessu glæsilega blaði verða skemmtileg viðtöl við allskonar fólk sem hefur
smitast af útvistarbakteríunni.
Fjallgöngur, hlaup, hjólreiðar eða skokk um göngustíga borgarinnar.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
Nánari upplýsingar um blaðið veitir:
Arnar Magnússon sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir ð fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryg u þér gott uglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Norræna nemakeppnin í matreiðslu og fram-reiðslu fer fram í Hótel- og
veitingaskólanum í Stokkhólmi
dagana 26.-27. apríl nk. Þar munu
nemendur takast á við fjölbreytt
verkefni en matreiðslunemar
munu matreiða fjóra rétti og fram-
reiðslunemar framreiða fimm
rétti að sögn Kjartans Marinós
Kjartanssonar, matreiðslumanns
og þjálfara matreiðslunemanna.
Hann segir undirbúninginn
fyrir keppnina hafa gengið vel en
nemarnir hafa farið í gegnum stífa
þjálfun á undanförnum vikum.
„Ferlið hófst með nemakeppni
í janúar en þar voru valdir tveir
kokkanemar og tveir þjónanemar
til þátttöku í keppninni ytra. Næst
tók við stíft æfingaferli sem hefur
m.a. innihaldið svokallaðar „item“
æfingar þar sem litlir þættir eru
æfðir sérstaklega og þrjár æfingar
með gestum, dómurum og tíma-
töku.“
Þegar blaðamann og ljósmynd-
ara bar að garði fyrr í vikunni
stóð einmitt yfir þriðja og síðasta
æfingin þar sem nemarnir mat-
reiddu úr hráefni sem leyndist í
svokallaðri leynikörfu. Hráefnið
í þetta skiptið var lax og hörpu-
skel, risotto og spergilkál, önd og
seljurót og súkkulaði og appelsína
og er óhætt að segja að réttirnir
hafi smakkast afar vel.
Taugastrekktur dagur
Í keppninni munu framreiðslu-
nemar keppa í helstu hæfnis-
þáttum framreiðslustarfsins,
s.s. þjónustu, að leggja á borð,
vínsmakki, blöndun áfengra og
óáfengra drykkja, pörun vína og
matseðils, fyrirskurði, eldsteik-
ingu og framreiðslu á sex rétta
matseðli.
Í matreiðslu er keppt í margvís-
legum hæfniþáttum, s.s. í mis-
munandi matreiðsluaðferðum,
framsetningu á réttum, bragði
og fleiri þáttum, segir Kjartan.
„Matreiðslunemar munu fyrri
daginn taka bóklegt próf og síðan
matreiða blaðlaukssúpu fyrir sex
manns, tólf bita amuse-bouche
þar sem hráefnið er geitaostur og
silungshrogn og grænmetisrétt
fyrir sex manns þar sem unnið er
með jarðskokka, gular baunir og
epli. Seinni daginn vinna mat-
reiðslu- og framreiðslunemarnir
saman að verkefni dagsins sem er
að setja upp mat- og drykkjarseðil
fyrir fimm rétta máltíð en þann
daginn vita þau ekki hvaða hráefni
kemur upp úr körfunni sem gerir
allt svolítið taugatrekkt.“
Fjölbreytt verkefni
Kjartan er bæði þjálfari og liðs-
stjóri kokkanemanna. „Meðal
verkefna minna er að sjá um að
leiðbeina og dæma á æfingum,
aðstoða við innkaup og ýmislegt
annað. Einnig sé ég um skipulag
og utanumhaldið kokkamegin
í keppninni. Þegar hópurinn er
kominn út kem ég þeim af stað
inn í keppnina en eftir það má ég
ekkert skipta mér af þeim. Enda
sjáum við þjálfararnir líka um að
dæma í keppninni á móti öðrum
dómurum.“
Strembnir dagar
Keppendur í matreiðslu eru Gabrí-
el Kristinn Bjarnason, nemi á Rad-
isson SAS Hótel Sögu, en meistari
hans er Ólafur Helgi Kristjánsson,
og Wiktor Pálsson, nemi á Radis-
son SAS Hótel Sögu, en meistari
hans er Sigurður Helgason. Þjálfari
þeirra er Kjartan Marinó eins og
áður hefur komið fram.
Í framreiðslu keppa þau Fanney
Rún Ágústsdóttir, nemi hjá Bláa
Strembnir en skemmtilegir dagar
Einn for-
rétturinn sem
boðið var upp á
síðasta æfinga-
kvöldið var
lax með aspas,
kartöflumauki,
hörpuskel og
hvítvínssmjör-
sósu.
Matreiðslunemarnir tveir unnu vel saman og setja hér einn forréttinn á
diska fyrir gesti.
Kjartan Marinó Kjartansson matreiðslumaður er þjálfari matreiðslunem-
anna sem keppa í Stokkhólmi um næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fjórir mat-
reiðslu- og fram-
reiðslunemar
keppa í Norrænu
nemakeppninni
í matreiðslu og
framreiðslu sem
fer fram í Stokk-
hólmi um næstu
helgi. Undanfarn-
ar vikur hafa ein-
kennst af stífum
æfingum og mikil
tilhlökkun ríkir í
herbúðum kepp-
enda.
lóninu, en meistari hennar er
Styrmir Örn Arnarson og Guðjón
Baldur Baldursson, nemi hjá VOX
á Hilton Nordica, en meistari hans
er Ólöf Kristín Guðjónsdóttir.
Þjálfarar framreiðslunemanna eru
Julianna Laire og Trausti Víglunds-
son.
„Það styttist í keppnina þannig
að páskarnir og næsta vika fara í
að klára ýmis smáatriði hjá öllum
keppendum. Hópurinn heldur
svo út á fimmtudagsmorguninn
en keppnin sjálf hefst snemma á
föstudagsmorgun og stendur yfir
í tvo daga. Þetta verður því ansi
strembið en um leið svakalega
gaman.“
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . A P R Í L 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
2
0
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:0
6
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
D
7
-0
7
9
4
2
2
D
7
-0
6
5
8
2
2
D
7
-0
5
1
C
2
2
D
7
-0
3
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
8
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K