Fréttablaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 22
mjög mikið í þessu. Þau hjálpuðu
mér mikið í eldhúsinu, bæði með
uppskriftir og að elda. Útlend
ingarnir áttu ekki orð þegar þeir
mættu þeim. Amma var að gefa
öllum hjónabandssælu og afi var
að reyna að kenna þeim að borða
hákarl,“ segir Unnar Helgi. „Það er
gaman að hugsa um hvaðan rætur
manns koma. Annar afi minn, sem
er nýlátinn, átti Caruso og hann var
þekktur fyrir að ná að veiða fólk
inn sem var búið að borða.“
Erfitt að láta allt ganga upp
Mikið hefur verið fjallað um að
undan förnu að veitingastaðir í
miðborginni séu að draga saman
seglin, til dæmis með því að hafa
lokað í hádeginu. Nokkrum stöð
um hefur þurft að loka á sama tíma
og háværar raddir í samfélaginu
segja að veitingamenn séu að okra.
Fram kom í máli formanns Sam
taka ferðaþjónustunnar á fundi
þingnefndar í síðustu viku að ekki
væri línulegt samhengi milli fjölda
ferðamanna og viðskipta, á meðan
verð væri hátt færu ferðamenn
frekar í Bónus en á veitingastaði.
Unnar Helgi telur sig hvorki vera
með einhverja töfralausn né vera í
aðstöðu til að skóla aðra til.
„Ég hef ætlað að koma inn á
skuldsettan stað með svaka hug
mynd og bjarga öllu. Það er ekki
alltaf hægt. Ég er 29 ára gamall, ég
er ekki fasteignamógúll sem getur
labbað inn í banka og fengið það
sem hann vill. Það er bara mjög
erfitt að láta allt ganga upp árið
2019,“ segir hann og lítur niður.
Er íslenskur matur of dýr?
„Ég er sammála því sem aðrir
veitingamenn hafa sagt um mál
f lutning Þórarins [Ævarssonar]
í IKEA.“ Þórarinn sagði í erindi á
ráðstefnu ASÍ í mars síðastliðnum
að verðlagning veitingastaða væri
„yfirgengileg“ sem ekki væri hægt
að réttlæta. „IKEA er með öðru
vísi mat. Það er ekkert hægt að
bera saman hóp af kokkum sem
mæta snemma til að preppa mat
við mötuneyti. En já, matur er dýr
og hann getur verið ódýrari. Við
sjáum hvað Þrír frakkar gerðu, það
var fullt áður en þeir lækkuðu, nú
er biðröð. Af hverju ekki að selja
meiri mat og græða jafn mikið?“
Hann sjálfur leggur mikið upp
úr því að reyna að vera eins ódýr
og hægt er. „Fólk getur komið og
borgað 1.490 krónur fyrir súpu
og fengið fría áfyllingu. Þú mátt
sitja inni frá opnun til lokunar.
Ekki einu sinni IKEA býður upp
á þetta.“
Aldrei þurft að henda mat
Til þess að láta það ganga upp þarf
hann að leggja allt undir. „Þá er ég
að meina allt. Ég stend úti með
prufur til að fá fólk til að koma
inn. Þú sérð þetta í útlöndum, en
ekki hér. Mér finnst þetta ekkert
skammarlegt. Íslendingar hlæja að
mér og halda að ég sé ruglaður. En
ég er bara að gera það sem þarf að
gera. Það er ekki hægt að koma með
flott lógó og geðveika hugmynd og
ætlast til að allt gerist af sjálfu sér.
Þetta er mjög erfiður markaður.“
Það er ástæða fyrir því að enginn
hefur rekist á auglýsingu frá Ice
land ic Street Food. „Ég set engan
pening í markaðssetningu. Ég gef
um tonn af eftirréttum á mánuði.
Það er mín markaðssetning.“ Á
meðan Unnar Helgi talar stendur
erlent par fyrir aftan hann, þau
líta til skiptis á símann og á merki
staðarins áður en þau ganga inn.
„Við erum búin að vera í fyrsta
sæti á TripAdvisor í meira en ár. Ég
komst í fyrsta sæti með 77 umsagn
ir, nú eru þær 2.400. Það er mikið af
slæmum umsögnum líka, þær eru
um 100. Það stingur alltaf í hjartað,“
segir Unnar Helgi og hlær.
„Ég hef aldrei þurft að henda
mat úr mínu eldhúsi. Aldrei, síðan
ég opnaði. Það skiptir líka miklu
máli hversu góðir kokkar eru í að
nýta hráefnið. Ég ætla ekki að skóla
neinn. Plokkfiskur er ekki fallegasti
matur í heiminum, en hann getur
verið góður. Góð þjónusta gerir
matinn líka betri.“
Unnar Helgi og viðskiptafélagar
hans á Secret Cellar reyndu þetta
með áfengi, gat fólk drukkið að vild
fyrir 5 þúsund krónur á meðan það
hlýddi á uppistand. Viðskiptamód
elið gekk ekki upp við þær aðstæður
og í staðinn ákváðu þeir að lækka
verðið á einstökum drykkjum.
Íslendingar fara ekki niður í bæ
Hann segir að ferðamenn eigi
miðbæinn og hann hitti sjaldan
Íslendinga. „Lítum til bara til árs
ins 2007. Þá voru miklu færri á ferli
í miðbænum á miðjum degi í apríl
en í dag. Ég óska þess að ég gæti
þjónað fleiri Íslendingum. Þeir eru
bara hættir að koma í bæinn.“
Hvað myndir þú segja að hlut-
fallið sé?
„Að meðaltali? Ég fæ um 300
gesti á dag og hitti svona fjóra
Íslendinga. Íslendingar sem koma,
þeir koma síðan alltaf aftur.“
Vilja Íslendingar frekar ham-
borgara og pítsur en plokkfisk?
„Það kann að vera. Ég held að
Íslendingar séu búnir að fá nóg af
miðbænum. Fólk vill frekar fara á
hverfisstaði. Við erum að sjá Von
Mathús og Mathús Garðabæjar
slá í gegn. Ég hef líka séð þetta á
skemmtistöðunum, það er langt
síðan túristarnir í North Facejökk
unum urðu f leiri en stelpur.“
Getur ekki níu til fimm
Unnar Helgi hefur engar áhyggjur
af áhrifum falls WOW air á ferða
mannastrauminn. „Ísland hættir
ekkert að verða vinsæll áfanga
staður. Við komum bara sterkari
til baka. Ég tek ofan fyrir Skúla
[Mogensen] að ætla ekki að gefast
upp.“
Hann tekur eftir því að ferða
menn koma oftar en einu sinni til
landsins. „Ég er að hitta fólk aftur
sem kom þegar ég var að opna. Það
er ótrúlegt. Það er kannski búið
með norðurljósin og vill koma
aftur til að upplifa miðnætursól
ina. Við erum mjög gestrisin þjóð,
við kunnum að taka á móti fólki.“
Unnar Helgi tekur veitingastaðinn
Messann sem dæmi, en þeir deila
húsnæði. „Þeir eru með geggjaðan
mat og fólki finnst skrítið að ég
mæli með þeim. Mér finnst bara að
veitingamenn eigi að hjálpast að.“
Unnar Helgi hikar dálítið þegar
hann er spurður um áhrif vinn
unnar á einkalífið. „Á meðan ég get
þetta, á meðan ég er þetta gamall,
á meðan ég á ekki börn, þá geri ég
það sem mér finnst gaman. Þetta er
bæði vinnan mín og áhugamálið.“
Það er augljóst að vinnan á hug
hans allan. „Ég er ekki að þessu
fyrir peninga. Það skiptir mig engu
máli, það sem ég græði fer í annað
verkefni,“ segir hann og hikar. „Ég
á kærustunni minni svo margt að
þakka fyrir að leyfa mér að þrosk
ast í þessu umhverfi. Ég er ekki níu
til fimm gaur og verð það aldrei. Ég
get það ekki.“
Unnar Helgi segist ekki vera að fljúga of hátt, hann sé ekki með nein lán og geri allt upp á gamla mátann. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
ÉG ER EKKI KOMINN Í
AMERÍKUFLUG. ÉG ER EKKI
MEÐ NEIN BANKALÁN.
ÉG ER BARA MEÐ LEIGU-
SAMNING OG STAÐGREIÐI
ÖLL ÚTGJÖLD.
„Amma
og afi eiga
mjög mikið
í þessu. Þau
hjálpuðu
mér mikið í
eldhúsinu,
bæði með
uppskriftir
og að elda.“
Hér er
Unnar Helgi
með Óskari
Henning Val-
garðssyni
og Kolbrúnu
Karlsdóttur.
Þau eru bæði
85 ára gömul
en slá ekkert
af í eld-
húsinu.
2 0 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
0
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:0
6
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
6
-E
5
0
4
2
2
D
6
-E
3
C
8
2
2
D
6
-E
2
8
C
2
2
D
6
-E
1
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K