Fréttablaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 60
Þótt Eyjafjallajökull sé ekki nema sjötti stærsti jökull landsins (39 km2) þá er hann þeirra þekktastur. Það á hann eldgosinu sem hófst 14. apríl 2010 að þakka, en það truflaði f lugferðir milljóna manna um allan heim á þeim rúma mánuði sem
gosið stóð. Áður hafði þessi tignarlega eldkeila gosið
nokkrum litlum gosum frá landnámi; 920, 1612 og
1821. Eyjafjallajökull hefur hopað töluvert vegna
loftslagshlýnunar auk þess sem gosið 2010 bræddi
jökulísinn þannig að einn af fáum skriðjöklum hans,
Gígjökull, nánast hvarf. Engu að síður er Eyjafjalla-
jökull með fallegustu jöklum landsins, ekki síst
vegna tveggja glæsitinda sem raða sér á barm 3 km
breiðrar gígskálar efst á jöklinum. Í vestri er Goða-
steinn (1.627 m) en sunnar og austar er ekki síður
tilkomumikill tindur, Guðnasteinn (1.639 m); báðir
klæddir klakabrynju stóran hluta ársins. Aðeins
norðar er hæsti tindurinn, Hámundur (1.648 m), sem
er minna þekktur, enda ávallt hvítklæddur og sést því
síður en bræður hans neðan úr sveit. Til eru nokkrar
útgáfur af nafngift Guðnasteins en þá skemmti-
legustu má finna í þjóðsögum. Þar segir að Guðni
hafi verið einn af fjórum þrælum sem fengnir voru
til að drepa húsbónda sinn Rút, en hann þótti bæði
óvinsæll og ómenni. Rútur komst að tilræðinu og elti
þá alla uppi og drap. Guðna vó hann efst á jöklinum
við klett sem fékk nafnið Guðnasteinn. Það er sérlega
gaman að ganga á Eyjafjallajökul og enn skemmti-
legra á skíðum, enda bjóðast þarna einhverjar bestu
fjallaskíðabrekkur landsins. Að lokum köstum við
fram hugmynd til að fyrirbyggja frekari rugling á
Steinunum tveimur á Eyjafjallajökli. Hún felst í því að
nefna Guðnastein í höfuðið á forseta vorum, Guðna
Th. Jóhannessyni, og kalla Guðnatind, en nafnið Mt.
Gudni yrði ekki síður þjált á ensku. Íslendinga vantar
jú tind sem kenndur er við forseta landsins – en til
samanburðar geta Bandaríkjamenn státað
af fimmtán Mt. Washington. Guðnatindur
er með glæsilegustu tindum landsins og
myndi hæfa vinsælum forsetanum vel.
Síðan er það engin þjóðsaga að for-
setinn hefur toppað Eyjafjallajökul í
einkaerindum.
„Guðnatindur“
á Eyjafjallajökli
Tómas
Guðbjartsson
hjartaskurð-
læknir og
náttúruunnandi
og Ólafur Már
Björnsson
augnlæknir og
ljósmyndari
Fjallaskíða
hópur hvílir lúin
bein á leiðinni
upp Eyjafjalla
jökul frá
Seljavöllum. Í
baksýn trónir
Guðnasteinn.
MYND/ÓLAFUR
MÁR BJÖRNSSON
Gengin Skerjaleið upp á Eyjafjallajökul. Í baskýn Markarfljót og vegur inn í Þórsmörk. MYND/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON
Göngufólk á
tindi Guðna
steins. Myndin
er tekin til
suðvesturs
af Hámundi,
hæsta tindi
Eyjafjallajökuls.
MYND/ÓLAFUR
MÁR BJÖRNSSON
2 0 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
0
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:0
6
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
D
6
-E
0
1
4
2
2
D
6
-D
E
D
8
2
2
D
6
-D
D
9
C
2
2
D
6
-D
C
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
8
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K