Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 9

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 9
5 innar, andlegt líf íslands, sem viö eigum aö taka saman , höndum um að gefa alt, svo að þaö megi verða heilbrigð- ara og betra. Tíminn er kominn, jarðvegurinn er undirbú- inn. Heimurinn hefir ekki legið í andarslitrum, þótt svo kynni að virðast. Dulin öfi bíða þess að verða vakin. í djúpunum bærist þrá til trúar og þess að verða það, sem ætlað er að verða. Þegar við höfum komið auga á sameiginlega hlutverkið okkar, þá leiðir jafnskjótt af því umhugsun um það, hvernig við eigum að vinna að því. Við erum öll ung, svo að jeg vona, að við eigum bjartsýni æskunnar og hug, sem treyst- ir því, að eitthvað verði ágengt, en þurfum ekki að berjast við kvíða út af fæð okkar og getuleysi; aðeins að við sjá- um leiðina. Hið innra verður starf okkar að byrja, og þar hlýtur altaf að vera annar meginþáítur þess og afltaug. Annars er það óheilt og hálft og hæfileikinn til þess að vinna fyrir and- legt líf út á við veslast upp. Fallegur og tilkomumikili er vorheimurinn sem blasir við hið ytra, en ekki er minna vert um andlega heiminn, sem við eigum hið innra. Það er dýrlegt starf að hlúa svo að honum, að þar megi alt rísa til þess blóma, sem Guð hefir fyrirhugað, hver vísir ná þroska og það koma fram og njóta sín, sem í okkur býr. Þið eruð þegar byrjuð á þessu starfi og eigið heiiaga þrá til þess, þótt hún muni enn skýrast betur. Þið hafið verið fús að leggja mikið á ykkur í von um það, að þekk- ing ykkar jykist og andleg víðsýni. En gjörið ykkur það Ijóst, að þið eruð aðeins — og við öll — byrjendur á mentabrautinni. Hjer hefur aðeins verið reynt að leggja grundvöll, er þið gætuð síðan bygt á sjálfstætt starf, og alt átt að miða að því, að vekja hjá ykkur löngun til þess, hvaða æfistöðu sem þið veljið. Sje vilji ykkar nógu sterkur þá munu tækifærin bjóðast. Daglegu stórfin eiga hvíldar- stundir á milli allan árshringinn, einkum veitir veturinn ís-

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.