Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 26

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 26
22 hvaö fátæktin var. Þegar kona hans eignaðist annað barn- ið, skorti alt er til aðhiynningar þurfti. H. G. reyndi að fá lán tii að sefa hina sárustu neyð, en gat ekki fengið neina úrlausn. Hann gekk þá út til að biðja beininga. Á- varpaði hann fyrsta manninn, sem hann mætti á götunni og leit út fyrir að eiga eitthvað, — alókunnan mann, — með þeim orðum, að hann þyrfti 5 dollara. „Til hvers ætlarðu að nota þá“, spyr hinn. „Konan mín Iiggur á sæng, og það er enginn matur til í húsinu til að næra hana á.“ Maður- inn rjetti honum upphæðina. H. G. sagði svo frá síðar, að örvinglun sín hefði verið svo mikil, að hann hefði vel getað drepið manninn, ef hann hefði ekki bænheyrt sig. Örbirgðin þrengdi svo að honum, að hann var reiðubúinn til að vinna hræðilegan glæp á almannafæri. Hefir ekki mörg mannssálin orðið að þola annað eins? Ber ekki hin mikla misskifting auðsins marga og inikla glæpi á herðum sjer? Sjálfur kærleikurinn grætur jafnvel agndofa yfir eymd- arkjörum mannanna. Er undarlegt, þó kærleiksríkir menn vilji reyna að Ijetta þessu hörmungarfargi af mannkyninu, þegar þeir þykjast sjá færa leið til þess? Vertu trúr til dauðans. Þessl orð sönnuðust á H. G. Fylgismenn hans báðu hann að bjóða sig fram við borg- arstjórakosningar í New-York. Heilsan var mjög þrotin, og nánustu vinir hans báðu hann að hlífa sjer. H. G. ráð- færði sig við lækni sinn. L.æknirinn sagði honum, að kosn- ingabaráttan mundi kosta líf hans. „Hvernig get eg kosið mjer fegurri dauðdaga" svaraði H. G. „en að deyja fyrir velferð alls mannkynsins? Dauði minn mun gjöra málstað mínum meira gagn en öll þau ár til samans, sem jeg kann að eiga óiifuð“. Vinirnir reyndu að fá frú George í iið með sjer, en hún svaraði þeim þessum minnisstæðu orð- um: „Þegar jeg var ung, einsetti jeg mjer að gjöra alt sem í mínu valdi stæði, til að hjálpa bónda mínum í starfi hans. Eftir margra ára sambúð get jeg sagt, að jeg hefi aldrei reynt að hindra hann í að gjöra það, sem hann hefur álit-

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.