Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 23

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 23
19 Var kirkjan skrýdd blómum og birkilimi bæði þennan dag og eins mótskvöldin tvö undanförnu. Að lokinni guðsþjónustunni tók fólk að búast til brott- ferðar. Skildust menn að áliðnum degi og var þá lokið fyrsta móti Eiðasambandsins. — Eiðum, 4. juií 1921. Guðgeir Jóhannsson. Henry George. [Brot úr erindi, fluttu á Eiðamótinu 1. júlí 1921. Ritað upp eftir minni.] -----r Jeg hefi hjer að framan bent á meginþættina í at- vinnulífinu, jeg hefi líka rakið helztu atriöin í æfi Henry George’s, þannig að sjeð verður, hvað hann áleit óheilbrigt í atvinnulífi samtíðarmanna sinna og' hvernjg hann vildi ráða bót á því. En sagan er þó eigi nema hálf sögð. Það er þrent eftir, sem ber að athuga. Fyrst, hvernig smávægileg atvik geta valdið miklum hreyfingum, þegar þau henda menn, sem ganga ekki alveg hugsunarlaust í gegnum lífið, eins og fjöldinn gjörir. Fæstir lifa stórvægilega atburðl, en margur smáatburöurinn, sem ber að dyrum hjá hverjum einum, getur þó aukið lífsgildi hverrar mannsæfi, ef hann er rjett notaður. í öðru lagi vildi jeg sýna, hverjar freist- ingar bíða oft góðra manna í lífinu vegna þess, að lífskjör- in bjóða þeim steina í staðinn fyrir brauð. Og loks vildi jeg benda á nokkur orð og atvik, er sýna betur en langt mál skapgerð Henry George’s og konu hans. Hin mikla lífsspurning Henry George’s vaknaði fyrst, þeg- ar hann var 18 ára gamall. Um það leyti var hann prent- ari í Fíladelfíu. í sömu prentsmiðju vann gamall prentari, sem sagði honum, að sig hefði oft undrað, að kaupgjaldið

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.