Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 30

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 30
26 ar. þegar hún skrýðist að vorinu angandi laufi og breiðir út krónu sína. Þá mun það rætast, er birtist forfeðrum vor- um fyrir handan Ragnarök. Baldur mun aftur heimtur úr Heliu og vjer hittast öl! á Iðavelii, þar sem gullnar töflur glóa í grasi. Halldór Pjetursson. NauBsyn á sjálfstæðu mentastarfi. Nú þegar við stöndum á þessum dásamlega stað, sem náttúran hefur búið til handa okkur, þá hlýtur að vakna hjá okkur heilög þrá til þess, að geta Iagt einhvern skerf til þess, að gera tilveruna fagra og íífið fagurt. Og hvar er þá meiri nauðsyn á slíku en í okkar eigin barmi, í and- lega heiminum okkar? Það er dýrlegt að til skuli vera braut, sem alt af verður bjartari og bjartari og leiðir til meiri og meiri fullkomnun- ar. En það er ennþá dýrlegra að vita það, að við megum ganga þá braut og getum það, ef viljinn er sterkur og hreinn. Við verðum að muna það, að heimili og skólar leggja aðeins grundvöilinn að mentun okkar. Við eigum sjálf að byggja ofan á hann. Vil ieg nefna fáein atriði í sambandi við það. í hveriu sveitarfjelagi eða bæjarfjelagi ætti að vera bóka- safn, sem öllum almenningi væri heimilt og greiður að- gangur að. Þau bókasöfn ættu ekki að eiga aðrar bækur en þær, sem að dómi viturra og mætra manna væru hent- ugar ti! alþýðumentunar, hvorki of þungar nje of snauðar af Iiugsunum og viðfangsefnum. Okkur vantar brautryðjend- ur á þessu sviði, bæði til þess að þýða erlend úrvalsrit, sem opna sálu okkar ókunna heima, og hafa eftirlit með bókaútgáfu og bókakaupum Iestrarfjelaga og bókasafna. Mjer hefir dottið það í hug, að einni eða tveimur blaðsíð-

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.