Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 33

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 33
29 Sama er um fjelögin. Þá vona jeg að sambandið okkar geti sýnt, að það standi ekki á fúnum rótum. Það var talað um það í vor, að sambandið gæfi út blað. Jeg geri mjer vonir um það, að blaðið geti orðið ein af sterkustu stoðum sambandsins. Við þurfum að vanda til útkomu þess, eins og hægt er. Og auðvitað þarf að ieggja mesta áherslu á innihaldið, Á því geta menn lært að þekkja þann anda, sem hjer ríkir. Hann mun koma fram í greinum þeim, sem nemend- ur skrifa. Eðli manna er sjaldan svo sterkt, að áhrifa gæti ekki, þó það ráði alt af miklu. Mjer virðist þetta, sem jeg hefi talið, gæti orðið til þess að efla þroska sambandsins. Við megum ekki hugsa um þroska þess langt fyrir utan okkur sjálf; og alls ekki byggja hann á neinum draumsjónum, á þeim er að eins hægt að byggja skýjaborgir, en þær vilja oftast hrapa. Þroski sambandsins byggist mest á okkur, sem stofnuð- um það. Það erum við, sem eigum að bera merki þess fram. Litina í merki þess eigum við að velja sjálf. Þ e i r iitir þurfa að vera hreinir. Við þurfum því að leita að hinum sanna þroska og færa sambandinu hann í vöggu- gjöf, og þá mun það blómgvast. Við þurfum að vinna á móti allri spillirigu og reyna að vera öðrum til fyrirmyndar í því, sem gott er. Jeg veit það er oft erfitt að vaxa í hinu góða og breyta eftir því. Þau eiga við okkur ennþá oröin, sem eitt af mik- ilmennum heimsins sagði fyrir 1900 árum: „Hið góöa, sem jeg vil, það gjöri jeg ekki, en hið vonda sem jeg ekki vil, það gjöri jeg“. Jeg vona samt, ef alt það besta í sálum okkar gefur sambandinu andann, að það geti orðið landinu til blessunar. Þorvaldur Sigurðsson.

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.