Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 10

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 10
6 lenzki ríkulegt næði til andlegrar iðju. Brýnið vilja ykkar með umhugsuninni um það, að ekki er nema um tvent að velja: „Annaðhvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið“. Skólinn vill einnig svo gjarnan fá að fylgjast með í þessu starfi ykkar og veita áfram það lið, sem hann má, og svo lengi sem hann má, leiðbeina ykkur um bókaval og starfs- aðferðir, svara spurningum ykkar og yfirleitt vera í sam- bandi við ykkur. Skólinn vill í raun og veru ekki annað en það eitt, að vera sjálfur liður í lifandi heild, sem keppir áfram til hærri og hærri menningar með eilífð og fullkom- nun fyrir augum. Ef við reynum að eiga hvert okkar þátt í því, þá munum við ekki aðeins finna þar uppsprettu háleitrar, andlegrar gleði, heldur einnig reyna, að ment er máttur til þess að koma hugsjóninni í framkvæmd og vinna mikla sameiginlega hlutverkið fyrir ættjörð okkar. Mestu skiftir af öllu um innri baráttu okkar fyrir hreinleika hugarins og kærleika. Án hennar væri þroski að þekkingu og víðsýni einskis virði fyrir starfið að hlutverki okkar út á við, því að það bíður okkar einkum á þessu sviði. Hann gæti jafnvel orðið vopn í höndum óvita um dýpstu lög andans. Þau snertu mig mjög, nýlega, orð eftir Henrik Ibsen. Hann segir, að það málefni, sem eigi að berast fram til varanlegs sigurs, verði algerlega að vera runnið frá rótum sakleysisins. Glaðir inenn og hjartahreinir búi einir vfir mættinum til þess, að gjöra þjóðirnar að aðalsmönnum. En verðum við ekki að heyja þessa baráttu algerlega hvert í sínu lagi? jú, að vissu Ieyti. Þó munum við á einn hátt geta stutt hvert annað. Innan lítils tíma erum við dreifð víðsvegar, og ýmsum kann að finnast þau standa ein um hlutverk sitt og einmana og stríðið þungt í hita dagsins. Þá er gott að hugsa hvert til annars og minnast þess, að við erum ekki ein og að hugir geta fundist yfir firði og fjöll, og að það sje að bregðast hvert öðru og sameigin- Iegu málefni okkar að gefast upp. Einnig ljettist þeim bar- áttan, sem veit, að til hans er hugsað í trausti og bæn.

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.