Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 28

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 28
24 Drengskapur. Ekki er mjer kunnugt, af hverju orðið drengskapur er runnið. Jeg hefi aðeins heyrt, að drangur og drengur mundu vera sama orðið. Enda sjáum vjer nokkra líking drengskap- arins, þar sem drangurinn er. Vjer dáumst að voldugri festu hans, hvort heldur hann stendur á fjöllum uppi, laminn öll- um stormum og hríðum, eða í úrigum fossinum, þar sem iðan og löðrið æða um hann, eða úti við hafið í brimrót- inu. Og þó er einn meginmunur á. Það er aðeins ákveðið skeið, sem drangurinn fær staðist, tönn tímans mun vinna á honum að iokum. En drengskapurinn varir að eiiífu. Hann er vöggugjöf forsjónarinnar til mannkynsins, sem aldrei verður tekin frá því. Hann ríkir helgur og hár svo að straumhvörf áranna og aldanna fá ekki unnið á honum. Hann vakir yfir oss í lífi og dauða og liettir ferðina yfir í landið lítt kunna, þar sem náttmálin renna saman við óttu- víðáttuna í morgunlandinu. Sterkasta hvöt til drengskapar öðlumst vjer á þann hátt, að vjer virðum fyrir oss dæmi sannra drengskaparmanna. Vjer íslendingar eigum mörg siík í sögu vorri, mikinn vott um drengskap bæði í hugsunarhætti og framkomu. Grundvöllurinn undir Ásatrúnni er drengskapurinn. Það sjáum vjer t. d. í Völuspá og svo víða. Þegar goðin voru orðin sek um eiðrof, þá varð þeim markaður aldur. Til þess að steypast ekki af stóli, urðu þau að halda dauðahaldi í drengskapinn. Þessvegna taka þau eiða af öllu dauðu og lifandi, að það skuli ekki granda Baldri. Baldur er ímynd drengskaparins. Þegar hann var deyddur voru Ragnarök í nánd. Þessar trúarhugmyndir mótuðu andlegt líf forfeðra vorra og framkomu. Ekkert virðingarheiti þótti þeim betra en það, að vera kallaðir drengskaparmenn, en þeim sýnd mest óvirðing með því að kenna þá við ódrengskap. Dreng-

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.