Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 24

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 24
20 væri ávalt hátt í nýnumdum löndum, en lágt í hinum gömlu menningarlöndum. Þegar Henry George bar saman söguna og hina stuttu lífsreynslu sína, virtist hon- um þetta vera rjett. En hvorki gamli prentarinn nje hann skildu hvers vegna þessu var þann veg farið. Spurningin mikla: hversvegna fylgjast framför og fátækt stöðugt að, þagnaði aldrei síðan. Annað atrið, vil jeg nefna, sem færir Henry George nær úrlausninni á spurningunni. Hann var þá um tvítugt og átti heima í San Francisko. Hagur hans var allgóður þá stundina og hann gat búið á góðu gistihúsi. Englending- ur nokkur, sem var á ferðinni, gaf gistihúsbókasafninu menningarsögu Buckle’s. Gestgjafinn byrjaði að lesa bók- ina, en skildi ekkert í henni og sagði, að best væri að fá rauðhærða prentaranum hana til lesturs, ef hann hefði eng- in not af bókinni mundu aðrir ekki hafa það. í. þessari bók var nefnd bók Adam Smith’s: Auður þjóðanna. H. G. fjekk sjer hana þegar og las hana hvað eftir annað. Bók þessi hafði mikil áhrif á H. G. og kom honum betur inn í þjóð- fjelagsfræðileg efni en nokkur önnur bók, er hann las fyr eða síðar. Samt fjekk hann ekki úrlausn á spurningunni miklu við þennan lestur. Þeg'ar H. G. var um þrítugt fjekk hann á mjög óvæntan og einkennilegan hátt svarið, sem hann hafði verið að leita að í 12 ár. Henry George þótti mjög gaman að ríða og reið dag- lega út, þegar hami var orðinn ritstjóri. Einusinni þegar hann var á útreið, fór hann af baki á hæð nokkarri þar sem útsýn var góð, til að hvíla hestinn. Hitti hann, þar ökumann nokkurn, og fóru þeir að ræða saman um daginn og veginn. Samræðan varð þó slitrótt, og til að segja eitt- hvað kastaðí H. G. fram þeirri spurningu, hve mikils virði jarðeignirnar væru, sem Iægju þar í kringum þá. Ökumað- urinn svaraði: „Þarna fyrir handan er maður, sem vill selja ekruna fyrir 1000 dollara." Á sama augabragði skildi

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.