Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 14

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 14
10 Frá mótinu. Föstudaginn 1, júlí kl. 1 e. h. voru allir viðstaddir sam- bandsmenn komnir á fundarstaðinn í Eiðahólma, Skipuðu menn sjer í einn flokk og sungu: „Ó, fögur er vor fóst- urjörð". Setti þá mótið skólastjóri Ásmundur Guðmunds- son með nokkrum ávarps- og árnaðarorðum og las upp dagskrána, Því næst flutti Halldór Pjetursson erindi um „dygðir og drengskap". Þá var hlje í 10 mínútur. Að því loknu setti Á. G. fyrsta málfund mótsins. Framsögumaður var Sverre F. Johansen. Umræðuefni: Stjettarígur. Fer hjer á eftir stutt ágrip af umræðunum. Sverre F. Johansen: Rígur milli stjetta, sem búa við ólík kjör, er víða farinn að festa rætur í þjóðlífi íslendinga, einkum milli kaupstaðarbúa og sveitamanna. Orsök hans er skortur á sanngirni. Dómar, kveðnir upp á grundvelli ósanngirninnar, berast mann frá manni, og öfgarnar færast í aukana á báða bóga. Á þessu strandar fjelagsskapur og samvinna milli stjettanna. Eiðasambandið ætti að íhuga þetta efni og gæta þess, hvort eigi muni ráð til þess að jafna ríginn og efla sambandið milli þessara stjetta. Á. 6.: Orð framsögumanns í tíma töluð. Þjóðin okkar svo fámenn, að hún má ekki við því að andi sundrungar og stjettarígs nái tökum á henni. Samt er nú svo komið, að unga kynslóðin virðist vera að sogast inn í hringiðu stjetta- rígsins, svo mikil hætta vofir yfir, sje ekkert að gjört. Við mundum vinna þessu máli mest gagn með því að jafna deilur og ríg milli stjettanna, hvar sem því verður við komið. Vonandi skýrist verkefnið betur, er nemendum fjölgar af báðum stjettum. Kannes Kagnússon: Ein höfuðorsök stjettarígsins er eigin- girnin. Ein stjettin heldur að önnur hrífi frá sjer björg og blessun. Heillavænlegt ráð væri að finna sameiginlegt mál, er báðar þessar stjettir beittu sjer fyrir.

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.