Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 17

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 17
13 inn á Eiðum taki þátt í slíkuin fjelagskap. Þar mun einmitt oft þörf á hjúkrun sökum fjölmennis. H. H.: Tiifinnanlegur skortur á samúð og samstarfi. Efl- ing samúðar verður þjóðlífinu til blessunar. Sá sem gjörir gott verk öðlast við það hvöt og styrk til þess að gjöra enn meira. Mikilvægt hlutverk fyrir sambandið að hjálpa bágstöddum og sjúkum. B. Bl.: Ættum ekki að taka neitt mál á stefnuskrá sarn- bandsins í heild sinni, sem veit út á við. Þetta fjelag stefn- ir fyrst og fremst að efling innri þroska. Svo var um ann- an félagsskap alkunnan — ungmennafélögin. — Þau tóku á stefnuskrá sína mörg erfið mál. Ytri barátta fyrir þessum málagrúa varð þeim ofurefli og dró úr þroska þeirra inn á við; og nú eru þau víða á fallanda fæti. Sambandið okk- ar ætti að læra af reynslu þeirra. Takmark þess sje að glæða með sjer svo styrkar og göfugar hugsjónir, að hver og einn, sem í því er, vinni af öllum mætti sínum að hverju góðu málefni. Andinn og krafturinn til þess þarf að ríkja í skólanum, þá m«n eigi skorta endurnæringu fyrir sam- bandið sem dögg fyrir gróður, er nemendur koma heim að Eiðum eða á sambandsmótin. L G.: Kall hugsjónanna þarf að heyrast, og hver og einn verður að bregðast vel við og koma þeim í framkvæmd eftir mætti. En ytri störf eru oft göngin inn í námur arid- ans, þar sem gull.hans er geymt. Þessi alda líknar og lækn- inga þarf að snerta okkur svo við tökum til starfa. En að sjálfsögðu varast sambandið alt yfirborðshjal og hættu þá, sem stafar af því að taka mikinn málafjölda á fasta stefnuskrá. H. H.: Kristilegt hugarfar og ættjarðarást sje grundvöllur þessa sambands. Vafas'amt, hvort við erum öll svo þrosk- uð, að hugsjónir einar nægi. Væri svo, kæmu öll ytri at- riði af sjálfu sjer. Innri styrkur og þroski fæst oft við eld- raunir, sem að nokkru koma fram í hinu ytra. En að vísu er andinn fyrir öllu og hann á að skapa framtíð sambandsins. H. p.: Ein leið mikilvæg til þroska sambandinu ersú að hver

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.