Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 12

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 12
8 er farið nú alfarin. Þið fyrstu nemendur þessa skóla hafið unnið honum heill með því að vinna að mótun skólalífs hans. Þegar jeg hugsa til tómleikans, sem verður hjer eftir burtför ykkar, þá veit jeg að broddurinn verður sjálfsásök- un um það, að hafa verið ykkur oflítið. En svo mun lík- lega fleirum fara og viljandi hefir það ekki orðið. Svo er enn ein bót fyrir mig og aðra, sem kann að verða eitthvað þungt um að skiljast. Um leið og jeg segi við ykkur: veriö þið sæl, þá vil jeg reyna að segja á dýpri og andlegri hátt: komið þið sæl. Ásmundur Guðmundsson. Ú, Guð vors lands. Ekkert okkar getur gleymt þeirri stund, er við stofnuðum samband okkar og sungum: Ó, Guð vors lands. Vorhiminn var yfir okkur og við hjeldumst öll í hendur. Við vissum að rjett á eftir mundum við skilja. Því sem bærðist þá í sál okkar verður ekki lýst, og á ekki að lýsa, en við lifð- um hátíðisstund, eins og æfinlega, þegar kærieikur og til- beiðsla og fögnuður snertir hjarta okkar. Samband okkar á að vera í anda þeirrar stundar og sálmsins, er við sung- um. Önnur lög þurfum við ekki. Og einu skulum við reyna að treysta um fram alt: Það er Guð í dýpstum skilningi, sem stofnar samband okkar. Frá honum er runnið alt það besta, sem við eigum. Og mikill og dásamlegur er máttur hans til að skapa frá kyni til kyns. Ýmsum framtíðarmynd- um bregður upp í huganum. Þær verða allar dýrlegar viö vonina um það, að það sje andi Guðs, sem muni láta þær verða til. En annars mundum við horfa í myrkur. Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð, vjer lifum sem blaktandi, blaktandi strá,

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.