Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 11

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 11
7 Sama Ieiðin liggur fyrir okkur öllum. Eitt veitir gieðina, það er kærleikur. Eitt kærleikann og hreinleikann — Guð. Reynum að lifa daglega í ljósi Guðs og fyrirgefningar synd- anna og ganga þannig að hverju starfi okkar, hversu lítil- fjörlegt sem það kann að þykja. Þá verður það okkur köll- unarstarf og guðsþjónusta og við lifum á sigurbraut. Við finnum, hvernig forsjón Ieiðir okkur og ósýnilegt merki Guðs blaktir yfir okkur. Við stöndum á þröskuldi þeirra heima, þar sem andi Jesú lifir í mætti og fyllingu Guðs. Starfið að hugsjón okkar út á við verður svo ekki annað en afleiðing af innra starfinu. Áhrif þess munu koma fram á öllum sviðum lífs okkar og við vinna þannig fyrir hana í auðmýkt og kyrþey. Okkur mun vissulega aldrei bresta tækifærin, sje þrótturinn nógur hið innra. Eldur kveikist af eldi og andi fæðist af anda. Ytri verkahringur okkar flestra er að vísu ekki vfður, en hann er djúpur og óendanlega mikilsverður. Við eigum hvert okkar heimili. Svo kann verka- hringurinn að færast út með líðandi árum, starfsmönnum að fjölga og okkur Ijettast meir og meir að ná höndum saman um áhugamálin okkar. Það á að vera yndi okkar á komandi timum, að skiftast á hugsun um það, hvar sje verk til að vinna, og eignast skarpari sjón á því. Jeg mun þess- vegna ekki í dag fara nánar út í einstök atriði, heldur láta staðar numið við það, að nefna eitt grundvallaratriði, sem við getum öll bygt á, hversu skamt sem þroski okkar kann að vera á veg kominn. Við eigum að sameina hugi og hendur þeim til liðs, sem eiga að stríða við erfiðleika eða bágindi. Kærleiksstörf kalla okkur. Og ef við byrjum j)ann- ig, þá mun vaxa upp af sömu rót í kringum okkur aflmeira andlegt Iif, heilindi hugarfarsins og vilji og þrek til þess, að gefa alt göfugu málefni — fórnarlund, sem týnir Iífi sínu og finnur það. Þá mun kristindómur breiðast út. Og hann er það, sem þjóð okkar þarfnast síðast og fyrst. Svo þakka jeg ykkur öllum veruna hjer, bæði ykkur sem jeg vonast til að sjá hjer aftur á skólabekkjum og ykkur,

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.