Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 16

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 16
12 og rýmri farvegir. Mintist á samlestrarstarfsemi, er tíðkaðist í Svíaríki, þar sem menn kæmu saman til þess að lesa og ræða um bestu rit og bækur. Vetrarkvöldin vel til slíks fallin hjer á landi. Mjög æskilegt að gefin yrðu út rit, er heppileg væru til kvöldlestra. Urðu ekki frekari umræður, enda kominn tími til heim- ferðar, og var þá fundi slitið. Kl. 9,30 e. h. gengu allir í kirkju til kvöldbæna. Var fyrst sunginn sálmurinn nr. 538 í sálmabókinni. Þá talaði Ás- mundur Quðmundsson, út af orðunum í Mark. 3, 31.— 35., en á eftir var sungið: „Ó. þá náð að eiga Jesúm“. Var þá lokið dagsverkinu og gengu menn til náða. Laugardaginn 2. júlí kl. 12 á hádegi hófst mótið með því að sungið var: „Hað er svo giatt“. Þá setti Ásmund- ur Guðmundsson þriðja málfund mótsins. Framsögu- maður var Þorvaldur Sigurðsson. Umræðuefni: Hvernig getum við efit þroska sambantlsins sem best? Kemur hjer síðar ágrip af framsögunni. Eftir hann tók til máls. A. G.: Eitt þeirra mála, er sambandsmönnum mundi til blessunar að styrkja, er stofnun hjúkrunarfjelaga. Líknar- starfsemi eflir andlegt líf flestum störfum fremur. Þörfin orðin mjög brýn fyrir hjúkrunarkonur. Dæmi mörg og átak- anleg því til sönnunar. Hjúkrunarfjelög mundu einnig geta unnið á móti sýkingarhættu. er nú vofir yfir af hættulegum sjúkdómum, t. d. berklaveiki. Heppilegt að hvert hjúkrunar- fjelag nái yfir nokkuð stórt svæði. Þá verða meiri starfs- kraftar og aðstaða betri til hjálpar. Hefi átt tal um þetta við Ólaf Lárusson lækni, og borið málið upp á nýafstöðn- um hjeraðsfundi. Fjekk það hinar bestu undirtektir. Sam- bandsmenn geta lagt málinu lið hver á sínu heimili og í nágrenninu — ekki með fjárstyrk — heldur fyrst og fremst með góðum afskiftum. Emil Jónasson: Hlyntur máiinu. Liggur mjög nærri að skól-

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.